Ánægður með frumvarp sjálfstæðismanna Bjarki Sigurðsson skrifar 22. september 2024 19:13 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir það góða hugmynd að afnema stimpilgjöld. Vísir/Einar Verkalýðshreyfingin fagnar frumvarpi sjálfstæðismanna um afnám stimpilgjalda. Formaður VR segir útilokað að þingmenn fái nokkurn tímann sæti við borðið við gerð kjarasamninga. Nú í tíunda sinn reyna þingmenn Sjálfstæðisflokksins að koma frumvarpi í gegn um afnám stimpilgjalds við kaup einstaklinga á fasteignum. Málið hefur aldrei komist lengra en í fyrstu umræðu en sjálfstæðismenn eru bjartsýnir á að ná þessu í gegn. Sem stendur þurfa kaupendur íbúðarhúsnæðis að greiða 0,8 prósent af fasteignamati í stimpilgjald sem þingmennirnir segja úrelt og óþarfi. Formaður VR segir verkalýðshreyfinguna hrifna af þessari hugmynd. „Hins vegar mætti, ef þingmönnum stjórnarflokkanna er alvara í því að bæta stöðu á húsnæðismarkaði, þá mætti þessu fylgja neikvæðir hvatar fyrir lögaðila og þá sem eru að kaupa margar fasteignir. Að það séu neikvæðir skattalegir hvatar til staðar þar þannig að húsnæðið sem kemur á markaði sé eingöngu þá ætlað almenningi og þeim sem sárvantar að komast í öruggt húsaskjól,“ segir Ragnar. Þingmenn fái aldrei sæti við kjarasamningsborðið Vilhjálmur Árnason, fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, sagði í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar um þetta mál að mögulega hafi vantað að leggja áherslu á afnám stimpilgjalda við kjarasamningsborðið. Þingmenn hafi því miður ekki sæti við borðið þó kjarasamningar hafi mikil áhrif á störf þingsins. „Hugmynd um að þingmenn komi með beinum hætti að kjarasamningum er auðvitað fráleit hugmynd og myndi aldrei ganga upp. Við værum örugglega ekki búin að gera kjarasamning síðustu tíu árin ef svo væri,“ segir Ragnar. Sérðu fyrir þér einhverskonar fyrirkomulag þar sem þingmenn hafa eitthvað að segja um kjarasamningagerð, þótt þeir myndu ekki sitja beint við borðið? „Að sjálfsögðu ekki. Þetta er flókið ferli og viðsemjendur okkar eru auðvitað Samtök atvinnulífsins, eða þau fyrirtæki sem eru þar undir. Þetta er hugmynd sem myndi aldrei ganga upp. Útilokað, útilokað,“ segir Ragnar. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Húsnæðismál Fasteignamarkaður Neytendur Skattar og tollar Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira
Nú í tíunda sinn reyna þingmenn Sjálfstæðisflokksins að koma frumvarpi í gegn um afnám stimpilgjalds við kaup einstaklinga á fasteignum. Málið hefur aldrei komist lengra en í fyrstu umræðu en sjálfstæðismenn eru bjartsýnir á að ná þessu í gegn. Sem stendur þurfa kaupendur íbúðarhúsnæðis að greiða 0,8 prósent af fasteignamati í stimpilgjald sem þingmennirnir segja úrelt og óþarfi. Formaður VR segir verkalýðshreyfinguna hrifna af þessari hugmynd. „Hins vegar mætti, ef þingmönnum stjórnarflokkanna er alvara í því að bæta stöðu á húsnæðismarkaði, þá mætti þessu fylgja neikvæðir hvatar fyrir lögaðila og þá sem eru að kaupa margar fasteignir. Að það séu neikvæðir skattalegir hvatar til staðar þar þannig að húsnæðið sem kemur á markaði sé eingöngu þá ætlað almenningi og þeim sem sárvantar að komast í öruggt húsaskjól,“ segir Ragnar. Þingmenn fái aldrei sæti við kjarasamningsborðið Vilhjálmur Árnason, fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, sagði í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar um þetta mál að mögulega hafi vantað að leggja áherslu á afnám stimpilgjalda við kjarasamningsborðið. Þingmenn hafi því miður ekki sæti við borðið þó kjarasamningar hafi mikil áhrif á störf þingsins. „Hugmynd um að þingmenn komi með beinum hætti að kjarasamningum er auðvitað fráleit hugmynd og myndi aldrei ganga upp. Við værum örugglega ekki búin að gera kjarasamning síðustu tíu árin ef svo væri,“ segir Ragnar. Sérðu fyrir þér einhverskonar fyrirkomulag þar sem þingmenn hafa eitthvað að segja um kjarasamningagerð, þótt þeir myndu ekki sitja beint við borðið? „Að sjálfsögðu ekki. Þetta er flókið ferli og viðsemjendur okkar eru auðvitað Samtök atvinnulífsins, eða þau fyrirtæki sem eru þar undir. Þetta er hugmynd sem myndi aldrei ganga upp. Útilokað, útilokað,“ segir Ragnar.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Húsnæðismál Fasteignamarkaður Neytendur Skattar og tollar Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira