Skipar vinnuhóp til að skoða starfsemi smálánafyrirtækja Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 9. apríl 2018 20:00 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Iðnaðarráðherra, ætlar að skipa starfshóp til að skoða starfsemi smálánafyrirtækja. VÍSIR/EYÞÓR Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri Grænna, var málshefjandi sérstakrar umræðu um smálán á Alþingi í dag en hún sagði meðal annars í ræðu sinni marga telja starfsemi smálánafyrirtækja óforskammaða og sagði sum fyrirtækin hafa farið á svig við lög sem var ætlað að koma á þau böndum. „Starfsemi smálánafyrirtækjanna felst í því að lána fé til skamms tíma og eru vextir gríðarháir. Þannig geta nafnvextir á ársgrundvelli numið hundruðum prósenta. Samkvæmt gildandi lögum er slík vaxtataka ólögleg en farið er í kringum það með því að kalla vextina lántökukostnað, og ýmsum öðrum yfirdrepsskap er beitt til að hækka endurgjaldið fyrir lánveitinguna umfram það sem heimilt er,“ sagði Bjarkey. Ennfremur rifjaði hún upp nýlegar upplýsingar frá Umboðsmanni skuldara sem benda til þess að smálán séu nú ein helsta orsök þess að ungt fólk lendi í skuldavandræðum.Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður VG, var málshefjandi umræðunnar.Vísir„Það er einnig mál margra að smálánum sé einkum beint að samfélagshópum sem búa við slakan efnahag og ungu fólki. Nýlegar upplýsingar frá embætti umboðsmanns skuldara staðfesta þetta og sýna svo ekki verður um villst að það er einkum ungt, tekjulágt fólk sem tekur smálánin og ratar í slíkan greiðsluvanda vegna þeirra að það neyðist til að leita aðstoðar embættisins við að leysa úr vandkvæðum sínum.“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Iðnaðar, nýsköpunar- og ferðamálaráðherra, sagði að innan hennar ráðuneytis væri þegar byrjað að skoða starfsemi smálánafyrirtækja og til stæði að skipa starfshóp sem ætlað væri að koma með lausnir í málaflokknum. „Það er mín skoðun út frá sjónarmiðum um neytendavernd að núverandi staða mála þegar kemur að regluverki smálánafyrirtækja sé ekki eins og best verður á kosið og ástæða sé til að taka þau mál til nánari skoðunar,“ sagði ráðherrann og vék að þáttum er varða úrbætur á kerfinu. “Varðandi hvað sé hægt að gera í úrbótaskyni af hálfu löggjafans þá eru þar ýmsar leiðir sem mögulega koma til greina, m.a. að gera starfsemina leyfisskylda, skilgreina smálánafyrirtæki sem fjármálafyrirtæki og færa þau þannig undir Fjármálaeftirlitið, gera auknar kröfur um upplýsingaskyldu og ýmislegt fleira.“Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Fréttina má sjá hér að neðan. Smálán Tengdar fréttir Ungt fólk í greiðsluvanda vegna smálána Smálán eru ört vaxandi liður í greiðsluerfiðleikum ungs fólks. 26. febrúar 2018 15:50 Segir smálánafyrirtæki komast upp með að brjóta lög: „Það er verið að hafa okkur að fíflum“ Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, segir að smálánafyrirtæki komist ítrekað upp með að brjóta lög og að úrræði stjórnvalda dugi skammt. 16. febrúar 2018 21:45 Lögregla varar við svikabeiðnum frá ættingjum og kunningjum Um er að ræða svokallað smálánasvindl, sem töluvert hefur borið á í fréttum að undanförnu. 22. febrúar 2018 12:20 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Fleiri fréttir Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Sjá meira
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri Grænna, var málshefjandi sérstakrar umræðu um smálán á Alþingi í dag en hún sagði meðal annars í ræðu sinni marga telja starfsemi smálánafyrirtækja óforskammaða og sagði sum fyrirtækin hafa farið á svig við lög sem var ætlað að koma á þau böndum. „Starfsemi smálánafyrirtækjanna felst í því að lána fé til skamms tíma og eru vextir gríðarháir. Þannig geta nafnvextir á ársgrundvelli numið hundruðum prósenta. Samkvæmt gildandi lögum er slík vaxtataka ólögleg en farið er í kringum það með því að kalla vextina lántökukostnað, og ýmsum öðrum yfirdrepsskap er beitt til að hækka endurgjaldið fyrir lánveitinguna umfram það sem heimilt er,“ sagði Bjarkey. Ennfremur rifjaði hún upp nýlegar upplýsingar frá Umboðsmanni skuldara sem benda til þess að smálán séu nú ein helsta orsök þess að ungt fólk lendi í skuldavandræðum.Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður VG, var málshefjandi umræðunnar.Vísir„Það er einnig mál margra að smálánum sé einkum beint að samfélagshópum sem búa við slakan efnahag og ungu fólki. Nýlegar upplýsingar frá embætti umboðsmanns skuldara staðfesta þetta og sýna svo ekki verður um villst að það er einkum ungt, tekjulágt fólk sem tekur smálánin og ratar í slíkan greiðsluvanda vegna þeirra að það neyðist til að leita aðstoðar embættisins við að leysa úr vandkvæðum sínum.“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Iðnaðar, nýsköpunar- og ferðamálaráðherra, sagði að innan hennar ráðuneytis væri þegar byrjað að skoða starfsemi smálánafyrirtækja og til stæði að skipa starfshóp sem ætlað væri að koma með lausnir í málaflokknum. „Það er mín skoðun út frá sjónarmiðum um neytendavernd að núverandi staða mála þegar kemur að regluverki smálánafyrirtækja sé ekki eins og best verður á kosið og ástæða sé til að taka þau mál til nánari skoðunar,“ sagði ráðherrann og vék að þáttum er varða úrbætur á kerfinu. “Varðandi hvað sé hægt að gera í úrbótaskyni af hálfu löggjafans þá eru þar ýmsar leiðir sem mögulega koma til greina, m.a. að gera starfsemina leyfisskylda, skilgreina smálánafyrirtæki sem fjármálafyrirtæki og færa þau þannig undir Fjármálaeftirlitið, gera auknar kröfur um upplýsingaskyldu og ýmislegt fleira.“Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Fréttina má sjá hér að neðan.
Smálán Tengdar fréttir Ungt fólk í greiðsluvanda vegna smálána Smálán eru ört vaxandi liður í greiðsluerfiðleikum ungs fólks. 26. febrúar 2018 15:50 Segir smálánafyrirtæki komast upp með að brjóta lög: „Það er verið að hafa okkur að fíflum“ Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, segir að smálánafyrirtæki komist ítrekað upp með að brjóta lög og að úrræði stjórnvalda dugi skammt. 16. febrúar 2018 21:45 Lögregla varar við svikabeiðnum frá ættingjum og kunningjum Um er að ræða svokallað smálánasvindl, sem töluvert hefur borið á í fréttum að undanförnu. 22. febrúar 2018 12:20 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Fleiri fréttir Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Sjá meira
Ungt fólk í greiðsluvanda vegna smálána Smálán eru ört vaxandi liður í greiðsluerfiðleikum ungs fólks. 26. febrúar 2018 15:50
Segir smálánafyrirtæki komast upp með að brjóta lög: „Það er verið að hafa okkur að fíflum“ Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, segir að smálánafyrirtæki komist ítrekað upp með að brjóta lög og að úrræði stjórnvalda dugi skammt. 16. febrúar 2018 21:45
Lögregla varar við svikabeiðnum frá ættingjum og kunningjum Um er að ræða svokallað smálánasvindl, sem töluvert hefur borið á í fréttum að undanförnu. 22. febrúar 2018 12:20
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“