Veituliðar þrífa fjöruna eftir dramatík í Vesturbænum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. apríl 2018 12:11 Fimm starfsmenn Veitna stóðu vaktina í morgun. Ruslið leynir sér ekki fremst á myndinni. Vísir/Vilhelm Nokkrir starfsmenn Veitna héldu í fjöruna við Ægisíðu í Vesturbæ Reykjavíkur í morgun og héldu þrifum sínum áfram frá í gær. Um var að ræða viðbragðsaðgerð eftir að ummæli upplýsingafulltrúa Orkuveitu Reykjavíkur ollu fjaðrafoki í Facebook-hópnum Vesturbærinn. Alda Sigmundsdóttir, íbúi í Vesturbænum vakti athygli á rusli úr skólpi í fjörunni með myndum af alls kyns rusli í fyrrnefndum Facebook hóp. Myndirnar vöktu athygli fjölmargra vestan læks þeirra á meðal Eiríks Hjálmarssonar, upplýsingafulltrúa Orkuveitu Reykjavíkur.Hún Alda benti okkur á rusl úr skólpinu niður við Ægisíðu. Við ætlum að plokka kl 17 á morgun, sunnudag. Öll velkomin! (Verð að láta fylgja að klósettið er ekki ruslafata ; -) sagði í færslu Eiríks en henni fylgdi linkur á hollráð um fráveitu á heimasíðu Veitna. Ummælin fóru misvel í fólk. Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskipa, lagði orð í belg og fór hæðnin ekki á milli mála.Það sem líkist súkkulaði er ekki Hraun „Jæja krakkar! Hendið ykkur í stígvélin. Náið ykkur í poka. Við fjölskyldan ætlum að eyða deginum í smá spennu við að “plokka” “bio -hazard” í fjörunni. Það varð smá umhverfisslys, nokkrum sinnum, hjá Reykjavíkurborg. Þeim er alveg sama um það þanning að við förum bara í málið. Er samt ekki viss hvort Siggi litli er búinn að fá stífkrampa sprautuna sína. Tökum bara sénsinn. Svo verður smá keppni. Hver finnur flesta smokka en passið ykkur á sprautunálum. Svo vitið þið að það sem líkist súkkulaði Hrauni í fjörunni er líklega ekki súkkulaði. Allar áhyggjur af lifrabólgu og öðrum sjúkdómum er auðvitað eitthvað sem við pælum í seinna,“ skrifaði Ólafur. „Væri nú ekki ráð að Reykjavíkurborg drullast til að þrífa upp eftir þessi stóru umhverfisslys. Hætti að taka samtalið og bara gera!“Útsýnið úr fjörunni og yfir á Álftanes var með besta móti á ellefta tímanum. Keilir var glæsilegur með snævi þakinn topp.Vísir/VilhelmAlda Sigmundsdóttir tók undir með Ólafi og blöskraði viðbrögð Eiríks. Benti hún á að í góðu lagi væri að fólk tæki til í hverfum sínum, eins og ýmsir hafa gert undir merkjum plokksins undanfarnar vikur, en þetta mál væri annars eðlis. „Þarna er fyrirtæki sem vegna bilunar í hreinsistöð sinni dælir út skólpi í einhverjar vikur meðfram strandlengjunni og hefur ekki einu sinni fyrir því að láta þá sem búa nálægt og/eða þá sem nýta svæðið sér til yndisauka vita af því. Það virðist sem Veitum og/eða þeim sem höfðu um þetta vitneskju hafi verið nákvæmlega sama um heilsu og líðan borgarbúa í þessu máli, nóg til þess að þeir uppýstu ekkert um ástandið fyrr en það uppgötvaðist eftir öðrum leiðum,“ skrifaði Alda. „En núna á sem sagt að fá þessa sömu borgarbúa og var svínað á svona illilega til þess að hreinsa upp skítinn, klósettpappírinn og hvaðeina annað sem var sturtað niður í klósettin. Fyrirgefið, en er ég að misskilja eitthvað? Eiga sem sagt borgarbúar að vaða inn í ógeðið sem Veitur bera fulla ábyrgð á, og hreinsa upp þetta “umhverfisslys”? Miðað við það sem ég sá í gær dugar ekkert smá „plokk“ heldur þyrfti að fara þarna inn með skóflur og bókstaflega moka þessu upp. Og gefum okkur að, já, einhverjir vilji taka þátt - ætla Veitur að skaffa stangir, poka, jafnvel grímur eða hanska ...? Ekki er ætlast til þess að fólk tíni klósettpappír og túrtappa upp með berum höndum, eða hvað?“Ýmislegt misgeðslegt leynist í fjörunni við Ægisíðu.Vísir/VilhelmLagaleg skylda Veitna Tóku ýmsir undir með Öldu og benti Sigurður Örn Hilmarsson, íbúi í Vesturbænum og lögmaður, á lagalega skyldu Veitna í þeim efnum. Hann hefði sent póst á Veitur, sem eru dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur og heyra því undir Reykjavíkurborg, til að benda á þá skyldu. Bjarni Brynjólfsson, upplýsingafulltrúi borgarinnar, reyndi að upplýsa fólk um stöðu skólpsins. Minnti hann á ábyrgð íbúa þegar kæmi að því hvað ratar í klósettið. „Með fullri virðingu fyrir öllum sem tjá sig hér þá rennur skólp víða óhreinsað frá sveitarfélögum út í ár og sjó. Eiríkur og hans fólk eiga heiður skilinn fyrir hreinsunarátakið í dag. Mesta vandamálið er að folk skuli henda því í klósettið sem því dettur í hug, sem síðan fer út í sjó þegar stöðvarnar fara á yfirfall sem þær gera af og til. Þá þurfa veitufyrirtækin að láta fólk vita. Mengunin í sumar var á við gerlamengun i náttúrulaugum sem fólk baðar sig upp úr með bestu lyst. En takk Alda fyrir að benda á. Er alveg viss um að veitur munu rísa undir því að hreinsa upp þessar þarabeðjur með eyrnapinnum og öðru miður geðslegu.“ Fór svo að lokum að Eiríkur og félagar hjá Veitum mættu í tiltekt síðdegis í gær. Tiltekt hélt áfram í morgun eins og sjá má á myndunum sem Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, tók. Og Eiríkur hefur beðist afsökunar. „Ágætu nágrannar. Ég gerði mér ekki grein fyrir því að ummæli mín hér á íbúasíðunni okkar á Facebook yrðu skilin sem tilætlunarsemi við íbúa vegna hreinsunar niður við Ægisíðu. Það voru mistök og ég biðst afsökunar á þeim.“Íbúar í Vesturbæjarhópnum virðast almennt taka vel í afsökunarbeiðni Eiríks.Hreinar strendur markmiðið Í tilkynningu frá Veitum í morgun segir svo að hreinar strendur séu alltaf markmiðið. „Veitur hafa sett sér það markmið að strendur borgarinnar verði ávallt hreinar. Til þess þarf að breyta hönnun fráveitukerfisins þannig að bilanir í því eða reglubundið viðhald leiði ekki til þess að losað sé beint í sjó úr dælu- eða hreinsistöðvum.“ Þá hafi Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, minnst á þetta á ársfundi á dögunum þar sem horft var til framtíðar, til ársins 2030. Þar sagði hann að „hreinar strendur væru forgangsmál og vonandi tækist að leysa verkefnið mun fyrr en það geti orðið dýrt.“ Umhverfismál Tengdar fréttir Sorpa mælir með glærum pokum fyrir „plokkara“ Þá er einnig gott að halda plasti frá öðru rusli. 26. mars 2018 20:30 Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Nokkrir starfsmenn Veitna héldu í fjöruna við Ægisíðu í Vesturbæ Reykjavíkur í morgun og héldu þrifum sínum áfram frá í gær. Um var að ræða viðbragðsaðgerð eftir að ummæli upplýsingafulltrúa Orkuveitu Reykjavíkur ollu fjaðrafoki í Facebook-hópnum Vesturbærinn. Alda Sigmundsdóttir, íbúi í Vesturbænum vakti athygli á rusli úr skólpi í fjörunni með myndum af alls kyns rusli í fyrrnefndum Facebook hóp. Myndirnar vöktu athygli fjölmargra vestan læks þeirra á meðal Eiríks Hjálmarssonar, upplýsingafulltrúa Orkuveitu Reykjavíkur.Hún Alda benti okkur á rusl úr skólpinu niður við Ægisíðu. Við ætlum að plokka kl 17 á morgun, sunnudag. Öll velkomin! (Verð að láta fylgja að klósettið er ekki ruslafata ; -) sagði í færslu Eiríks en henni fylgdi linkur á hollráð um fráveitu á heimasíðu Veitna. Ummælin fóru misvel í fólk. Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskipa, lagði orð í belg og fór hæðnin ekki á milli mála.Það sem líkist súkkulaði er ekki Hraun „Jæja krakkar! Hendið ykkur í stígvélin. Náið ykkur í poka. Við fjölskyldan ætlum að eyða deginum í smá spennu við að “plokka” “bio -hazard” í fjörunni. Það varð smá umhverfisslys, nokkrum sinnum, hjá Reykjavíkurborg. Þeim er alveg sama um það þanning að við förum bara í málið. Er samt ekki viss hvort Siggi litli er búinn að fá stífkrampa sprautuna sína. Tökum bara sénsinn. Svo verður smá keppni. Hver finnur flesta smokka en passið ykkur á sprautunálum. Svo vitið þið að það sem líkist súkkulaði Hrauni í fjörunni er líklega ekki súkkulaði. Allar áhyggjur af lifrabólgu og öðrum sjúkdómum er auðvitað eitthvað sem við pælum í seinna,“ skrifaði Ólafur. „Væri nú ekki ráð að Reykjavíkurborg drullast til að þrífa upp eftir þessi stóru umhverfisslys. Hætti að taka samtalið og bara gera!“Útsýnið úr fjörunni og yfir á Álftanes var með besta móti á ellefta tímanum. Keilir var glæsilegur með snævi þakinn topp.Vísir/VilhelmAlda Sigmundsdóttir tók undir með Ólafi og blöskraði viðbrögð Eiríks. Benti hún á að í góðu lagi væri að fólk tæki til í hverfum sínum, eins og ýmsir hafa gert undir merkjum plokksins undanfarnar vikur, en þetta mál væri annars eðlis. „Þarna er fyrirtæki sem vegna bilunar í hreinsistöð sinni dælir út skólpi í einhverjar vikur meðfram strandlengjunni og hefur ekki einu sinni fyrir því að láta þá sem búa nálægt og/eða þá sem nýta svæðið sér til yndisauka vita af því. Það virðist sem Veitum og/eða þeim sem höfðu um þetta vitneskju hafi verið nákvæmlega sama um heilsu og líðan borgarbúa í þessu máli, nóg til þess að þeir uppýstu ekkert um ástandið fyrr en það uppgötvaðist eftir öðrum leiðum,“ skrifaði Alda. „En núna á sem sagt að fá þessa sömu borgarbúa og var svínað á svona illilega til þess að hreinsa upp skítinn, klósettpappírinn og hvaðeina annað sem var sturtað niður í klósettin. Fyrirgefið, en er ég að misskilja eitthvað? Eiga sem sagt borgarbúar að vaða inn í ógeðið sem Veitur bera fulla ábyrgð á, og hreinsa upp þetta “umhverfisslys”? Miðað við það sem ég sá í gær dugar ekkert smá „plokk“ heldur þyrfti að fara þarna inn með skóflur og bókstaflega moka þessu upp. Og gefum okkur að, já, einhverjir vilji taka þátt - ætla Veitur að skaffa stangir, poka, jafnvel grímur eða hanska ...? Ekki er ætlast til þess að fólk tíni klósettpappír og túrtappa upp með berum höndum, eða hvað?“Ýmislegt misgeðslegt leynist í fjörunni við Ægisíðu.Vísir/VilhelmLagaleg skylda Veitna Tóku ýmsir undir með Öldu og benti Sigurður Örn Hilmarsson, íbúi í Vesturbænum og lögmaður, á lagalega skyldu Veitna í þeim efnum. Hann hefði sent póst á Veitur, sem eru dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur og heyra því undir Reykjavíkurborg, til að benda á þá skyldu. Bjarni Brynjólfsson, upplýsingafulltrúi borgarinnar, reyndi að upplýsa fólk um stöðu skólpsins. Minnti hann á ábyrgð íbúa þegar kæmi að því hvað ratar í klósettið. „Með fullri virðingu fyrir öllum sem tjá sig hér þá rennur skólp víða óhreinsað frá sveitarfélögum út í ár og sjó. Eiríkur og hans fólk eiga heiður skilinn fyrir hreinsunarátakið í dag. Mesta vandamálið er að folk skuli henda því í klósettið sem því dettur í hug, sem síðan fer út í sjó þegar stöðvarnar fara á yfirfall sem þær gera af og til. Þá þurfa veitufyrirtækin að láta fólk vita. Mengunin í sumar var á við gerlamengun i náttúrulaugum sem fólk baðar sig upp úr með bestu lyst. En takk Alda fyrir að benda á. Er alveg viss um að veitur munu rísa undir því að hreinsa upp þessar þarabeðjur með eyrnapinnum og öðru miður geðslegu.“ Fór svo að lokum að Eiríkur og félagar hjá Veitum mættu í tiltekt síðdegis í gær. Tiltekt hélt áfram í morgun eins og sjá má á myndunum sem Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, tók. Og Eiríkur hefur beðist afsökunar. „Ágætu nágrannar. Ég gerði mér ekki grein fyrir því að ummæli mín hér á íbúasíðunni okkar á Facebook yrðu skilin sem tilætlunarsemi við íbúa vegna hreinsunar niður við Ægisíðu. Það voru mistök og ég biðst afsökunar á þeim.“Íbúar í Vesturbæjarhópnum virðast almennt taka vel í afsökunarbeiðni Eiríks.Hreinar strendur markmiðið Í tilkynningu frá Veitum í morgun segir svo að hreinar strendur séu alltaf markmiðið. „Veitur hafa sett sér það markmið að strendur borgarinnar verði ávallt hreinar. Til þess þarf að breyta hönnun fráveitukerfisins þannig að bilanir í því eða reglubundið viðhald leiði ekki til þess að losað sé beint í sjó úr dælu- eða hreinsistöðvum.“ Þá hafi Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, minnst á þetta á ársfundi á dögunum þar sem horft var til framtíðar, til ársins 2030. Þar sagði hann að „hreinar strendur væru forgangsmál og vonandi tækist að leysa verkefnið mun fyrr en það geti orðið dýrt.“
Umhverfismál Tengdar fréttir Sorpa mælir með glærum pokum fyrir „plokkara“ Þá er einnig gott að halda plasti frá öðru rusli. 26. mars 2018 20:30 Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Sorpa mælir með glærum pokum fyrir „plokkara“ Þá er einnig gott að halda plasti frá öðru rusli. 26. mars 2018 20:30