Segir það galið að gefa eftir tekjustofna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. apríl 2018 16:54 Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar segir að ríkisstjórnin hefði þurft að forgangsraða betur. Vísir/ernir Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir ríkisstjórnina hafa gleymt hópum eins og ungum foreldrum, öldruðum og öryrkjum þegar hún ráðstafaði fjármunum þjóðarinnar í fjármálaáætlun til næstu fimm ára. „Þeir [hóparnir] eru alveg gleymdir í þessu plaggi og það er það sem við erum að gagnrýna; í fyrsta lagi að það sé ekki aflað tekna til að ráðast í þær nauðsynlegu framkvæmdir og aðgerðir sem þarf að fara í og öðru lagi er forgangsröðunin ekki í þágu þeirra sem mest þurfa á að halda í dag,“ segir Logi. Logi var, auk Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu-og sveitarstjórnarráðherra, og Þorsteins Víglundssonar, varaformanns Viðreisnar, gestur Heimis Más Péturssonar í þjóðmálaþættinum Víglínunni. Nýkynnt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára rædd í þaula. Þingmennirnir höfðu skiptar skoðanir á ágæti hennar. Logi vekur athygli á hópum sem bera skarðan hlut frá borði. „Við erum með fimmtíu prósent allra launamanna sem eru undir sex hundruð þúsund krónum á mánuði, við erum með þrettán, fjórtán, prósent sem eru með undir þrjú hundruð þúsund krónum á mánuði,“ sagði Logi sem var þess fullviss að þingmennirnir sem sátu við hlið væru ekki færir um að lifa á þrjú hundruð þúsund krónum á mánuði. „Við erum að horfa upp á harðduglegar, venjulegar fjölskyldur, venjulegt fólk sem er í tveimur, til þremur vinnum til að reyna að ná endum saman. Þetta fólk má ekki við minnstu áföllum að þá lendir það inn í vítahring og á endanum jafnvel í ógöngum. Það er galið í rauninni að gefa eftir tekjustofna núna með þeim hætti sem er verið að gera,“ segir Logi sem hefði heldur kosið að fjármunum hefði verið ráðstafað með þeim hætti að að hækka barna-og/eða vaxtabætur, grunnlífeyri aldraða og öryrkja.Í myndspilaranum hér að neðan er hægt að horfa á þáttinn í heild sinni. Víglínan Tengdar fréttir Segir fjármálaáætlunina með öllu óraunhæfa Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar, var afar gagnrýninn á fjármálaáætlunar næstu fimm ára. 7. apríl 2018 15:02 Öryrkjar segja fjármálaáætlun ávísun á fátækt og eymd Þuríður Harpa segir nýja fjármálaáætlun halda við og búa til félagsleg vandamál. 5. apríl 2018 10:44 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir ríkisstjórnina hafa gleymt hópum eins og ungum foreldrum, öldruðum og öryrkjum þegar hún ráðstafaði fjármunum þjóðarinnar í fjármálaáætlun til næstu fimm ára. „Þeir [hóparnir] eru alveg gleymdir í þessu plaggi og það er það sem við erum að gagnrýna; í fyrsta lagi að það sé ekki aflað tekna til að ráðast í þær nauðsynlegu framkvæmdir og aðgerðir sem þarf að fara í og öðru lagi er forgangsröðunin ekki í þágu þeirra sem mest þurfa á að halda í dag,“ segir Logi. Logi var, auk Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu-og sveitarstjórnarráðherra, og Þorsteins Víglundssonar, varaformanns Viðreisnar, gestur Heimis Más Péturssonar í þjóðmálaþættinum Víglínunni. Nýkynnt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára rædd í þaula. Þingmennirnir höfðu skiptar skoðanir á ágæti hennar. Logi vekur athygli á hópum sem bera skarðan hlut frá borði. „Við erum með fimmtíu prósent allra launamanna sem eru undir sex hundruð þúsund krónum á mánuði, við erum með þrettán, fjórtán, prósent sem eru með undir þrjú hundruð þúsund krónum á mánuði,“ sagði Logi sem var þess fullviss að þingmennirnir sem sátu við hlið væru ekki færir um að lifa á þrjú hundruð þúsund krónum á mánuði. „Við erum að horfa upp á harðduglegar, venjulegar fjölskyldur, venjulegt fólk sem er í tveimur, til þremur vinnum til að reyna að ná endum saman. Þetta fólk má ekki við minnstu áföllum að þá lendir það inn í vítahring og á endanum jafnvel í ógöngum. Það er galið í rauninni að gefa eftir tekjustofna núna með þeim hætti sem er verið að gera,“ segir Logi sem hefði heldur kosið að fjármunum hefði verið ráðstafað með þeim hætti að að hækka barna-og/eða vaxtabætur, grunnlífeyri aldraða og öryrkja.Í myndspilaranum hér að neðan er hægt að horfa á þáttinn í heild sinni.
Víglínan Tengdar fréttir Segir fjármálaáætlunina með öllu óraunhæfa Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar, var afar gagnrýninn á fjármálaáætlunar næstu fimm ára. 7. apríl 2018 15:02 Öryrkjar segja fjármálaáætlun ávísun á fátækt og eymd Þuríður Harpa segir nýja fjármálaáætlun halda við og búa til félagsleg vandamál. 5. apríl 2018 10:44 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Segir fjármálaáætlunina með öllu óraunhæfa Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar, var afar gagnrýninn á fjármálaáætlunar næstu fimm ára. 7. apríl 2018 15:02
Öryrkjar segja fjármálaáætlun ávísun á fátækt og eymd Þuríður Harpa segir nýja fjármálaáætlun halda við og búa til félagsleg vandamál. 5. apríl 2018 10:44