Segir fjármálaáætlunina með öllu óraunhæfa Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. apríl 2018 15:02 Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar, var afar gagnrýninn á fjármálaáætlunar næstu fimm ára. Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar, telur fjármálaáætlunina sem kynnt var á miðvikudag, vera óraunhæfa. Sjálfur hefði hann helst kosið að halda skattstiginu óbreyttu á meðan unnið væri að því að greiða niður skuldir ríkissjóðs. „Hún [fjármálaáætlunin] gerir ráð fyrir fordæmalausum vexti í ríkisútgjöldum á sama tíma og menn ætli að lækka skatta,“ segir Þorsteinn. Hann telur augljósan sannleik að grípa þurfi til skattahækkana til þess að standa undir vexti í ríkisútgjöldum. Þorsteinn tekur mið af fyrirætlunum ríkisstjórnarinnar meðal annars í útgjaldaaukningu til heilbrigðismála þegar hann segir: „Ríkissjóður ekki geta staðið undir þessum loforðum nema kannski í besta falli í eitt tvö ár fram í tímann og svo mun það bresta og ætla síðan að lækka skatta ofan í þetta er algjörlega óraunhæft.“ Um fjármálaáætlunina hefur Þorsteinn orðið „draumsýn“ og segir að verið sé að tæma sparibaukinn. „Það er verið að eyða öllu lausafé sem finnst. Það er verið að taka arðgreiðslur út úr bönkunum aukalega og setja það inn í rekstur. Það var dálítið táknrænt að forsætisráðherra gæfi seðlabankastjóra sparibauk á ársfundi seðlabankans því það er kannski það sem þessi ríkisstjórn er að gera, hún er að hrista þennan sparibauk algjörlega galtóman og hún mun ekki getað staðið undir þessum útgjaldaloforðum.“ Þorsteinn Víglundsson var einn gesta Heimis Más Péturssonar í þjóðmálaþættinum Víglínunni í hádeginu en til umfjöllunar var fjármálaáætlun næstu fimm ára en stærstu útgjaldaliðir snúa að heilbrigðismálum og innviðauppbyggingu.Í myndspilaranum hér að neðan er hægt að horfa á þáttinn í heild sinni. Víglínan Tengdar fréttir Öryrkjar segja fjármálaáætlun ávísun á fátækt og eymd Þuríður Harpa segir nýja fjármálaáætlun halda við og búa til félagsleg vandamál. 5. apríl 2018 10:44 Heilbrigðiskerfið og innviðauppbygging fyrirferðamikil í fjármálaáætlun Stærstu útgjaldaliðir fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2019-2023 snúa að heilbrigðismálum og innviðauppbyggingu. 4. apríl 2018 18:09 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar, telur fjármálaáætlunina sem kynnt var á miðvikudag, vera óraunhæfa. Sjálfur hefði hann helst kosið að halda skattstiginu óbreyttu á meðan unnið væri að því að greiða niður skuldir ríkissjóðs. „Hún [fjármálaáætlunin] gerir ráð fyrir fordæmalausum vexti í ríkisútgjöldum á sama tíma og menn ætli að lækka skatta,“ segir Þorsteinn. Hann telur augljósan sannleik að grípa þurfi til skattahækkana til þess að standa undir vexti í ríkisútgjöldum. Þorsteinn tekur mið af fyrirætlunum ríkisstjórnarinnar meðal annars í útgjaldaaukningu til heilbrigðismála þegar hann segir: „Ríkissjóður ekki geta staðið undir þessum loforðum nema kannski í besta falli í eitt tvö ár fram í tímann og svo mun það bresta og ætla síðan að lækka skatta ofan í þetta er algjörlega óraunhæft.“ Um fjármálaáætlunina hefur Þorsteinn orðið „draumsýn“ og segir að verið sé að tæma sparibaukinn. „Það er verið að eyða öllu lausafé sem finnst. Það er verið að taka arðgreiðslur út úr bönkunum aukalega og setja það inn í rekstur. Það var dálítið táknrænt að forsætisráðherra gæfi seðlabankastjóra sparibauk á ársfundi seðlabankans því það er kannski það sem þessi ríkisstjórn er að gera, hún er að hrista þennan sparibauk algjörlega galtóman og hún mun ekki getað staðið undir þessum útgjaldaloforðum.“ Þorsteinn Víglundsson var einn gesta Heimis Más Péturssonar í þjóðmálaþættinum Víglínunni í hádeginu en til umfjöllunar var fjármálaáætlun næstu fimm ára en stærstu útgjaldaliðir snúa að heilbrigðismálum og innviðauppbyggingu.Í myndspilaranum hér að neðan er hægt að horfa á þáttinn í heild sinni.
Víglínan Tengdar fréttir Öryrkjar segja fjármálaáætlun ávísun á fátækt og eymd Þuríður Harpa segir nýja fjármálaáætlun halda við og búa til félagsleg vandamál. 5. apríl 2018 10:44 Heilbrigðiskerfið og innviðauppbygging fyrirferðamikil í fjármálaáætlun Stærstu útgjaldaliðir fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2019-2023 snúa að heilbrigðismálum og innviðauppbyggingu. 4. apríl 2018 18:09 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Öryrkjar segja fjármálaáætlun ávísun á fátækt og eymd Þuríður Harpa segir nýja fjármálaáætlun halda við og búa til félagsleg vandamál. 5. apríl 2018 10:44
Heilbrigðiskerfið og innviðauppbygging fyrirferðamikil í fjármálaáætlun Stærstu útgjaldaliðir fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2019-2023 snúa að heilbrigðismálum og innviðauppbyggingu. 4. apríl 2018 18:09