Um 20 börnum verið vísað frá Stuðlum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 6. apríl 2018 18:48 Í vikunni þurfti að vista 14 og 15 ára börn í miklum fíkniefnavanda í fangaklefa því engin önnur úrræði voru í boði. Á Stuðlum eru sex pláss á neyðarvistun þar sem lögregla og barnavernd geta komið með börnin en þar var allt fullt. Funi Sigurðsson, forstöðumaður Stuðla, segir þó yfirleitt reynt að hliðra til í svona tilfellum. „Það tókst ekki þarna. Það var þannig ástand. Það var bara stútfullt og einstaklingar í mjög vondum málum.“ Það hefur þurft að vísa um það bil tuttugu börnum frá á þessu ári vegna plássleysis. Funi segir neyslu ungmenna vera alvarlegri en áður og álagið á Stuðlum sé eftir því. „Við erum að sjá að þau eru að taka allt mögulegt í ofboðslega miklum mæli. Svo eru einhver í sprautunotkun og þá eru þau orðin ansi illa stödd og langt leidd.“ Þar að auki sé mikill fjöldi barna síendurtekið að koma á neyðarvistun og ekki sé um mikla nýliðun að ræða. „Það virðist vera að þeir krakkar sem eru í vanda séu í alvarlegri vanda, en ekki endilega að það sé að fjölga í hópnum.“ Vegna ástandsins síðustu vikur og mánuði hefur verið ákveðið að opna vistheimili í Reykjavík fyrir ungmenni á átjánda ári sem eiga við mjög alvarlegan vímuefnavanda að stríða og hafa ítrekað farið í meðferð án árangurs. Heimilið mun opna á næstu vikum og verða ungmennin studd til að fóta sig í daglegu lífi. „Konseptið gengur út á að styðja þau til að halda heimili og venja þau við enda að verða fullorðin. Einnig hjálpa þeim að fara aftur í skóla eða vinnu en fyrst og fremst styðja þau til edrúmennsku. Þetta eru einstaklingar sem eru í hættu að deyja fyrir aldur fram vegna neyslu.“ Tengdar fréttir Tíu meðhöndlaðir vegna ofneyslu um páskahelgina Tíu voru meðhöndlaðir á bráðadeild Landspítalans um helgina vegna ofneyslu á fíkniefnum. Þar af voru fimm alvarleg tilvik þar sem tveir lentu í öndunarstoppi en var bjargað með móteitri. 2. apríl 2018 18:51 Umboðsmaður barna kannar hversvegna börn voru vistuð í fangageymslum Salvör Nordal, umboðsmaður barna, segir það grafalverlegt mál að neyðarúrræði séu ekki til staðar fyrir börn með fíknivanda. 5. apríl 2018 13:15 Unglingstúlkur vistaðar í fangaklefa því engin önnur úrræði voru í boði Vista þurfti fjórtán og fimmtán ára stúlkur í fangaklefum í gær því neyðarvistun Stuðla var yfirfull. Guðmundur Fylkisson aðalvarðstjóri í lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu og Berglind Hólm Harðardóttir stjórnarkona í Olnbogabörnum gagnrýna harðlega úrræðaleysi í málefnum ungmenna með fíknivanda. 4. apríl 2018 18:30 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Í vikunni þurfti að vista 14 og 15 ára börn í miklum fíkniefnavanda í fangaklefa því engin önnur úrræði voru í boði. Á Stuðlum eru sex pláss á neyðarvistun þar sem lögregla og barnavernd geta komið með börnin en þar var allt fullt. Funi Sigurðsson, forstöðumaður Stuðla, segir þó yfirleitt reynt að hliðra til í svona tilfellum. „Það tókst ekki þarna. Það var þannig ástand. Það var bara stútfullt og einstaklingar í mjög vondum málum.“ Það hefur þurft að vísa um það bil tuttugu börnum frá á þessu ári vegna plássleysis. Funi segir neyslu ungmenna vera alvarlegri en áður og álagið á Stuðlum sé eftir því. „Við erum að sjá að þau eru að taka allt mögulegt í ofboðslega miklum mæli. Svo eru einhver í sprautunotkun og þá eru þau orðin ansi illa stödd og langt leidd.“ Þar að auki sé mikill fjöldi barna síendurtekið að koma á neyðarvistun og ekki sé um mikla nýliðun að ræða. „Það virðist vera að þeir krakkar sem eru í vanda séu í alvarlegri vanda, en ekki endilega að það sé að fjölga í hópnum.“ Vegna ástandsins síðustu vikur og mánuði hefur verið ákveðið að opna vistheimili í Reykjavík fyrir ungmenni á átjánda ári sem eiga við mjög alvarlegan vímuefnavanda að stríða og hafa ítrekað farið í meðferð án árangurs. Heimilið mun opna á næstu vikum og verða ungmennin studd til að fóta sig í daglegu lífi. „Konseptið gengur út á að styðja þau til að halda heimili og venja þau við enda að verða fullorðin. Einnig hjálpa þeim að fara aftur í skóla eða vinnu en fyrst og fremst styðja þau til edrúmennsku. Þetta eru einstaklingar sem eru í hættu að deyja fyrir aldur fram vegna neyslu.“
Tengdar fréttir Tíu meðhöndlaðir vegna ofneyslu um páskahelgina Tíu voru meðhöndlaðir á bráðadeild Landspítalans um helgina vegna ofneyslu á fíkniefnum. Þar af voru fimm alvarleg tilvik þar sem tveir lentu í öndunarstoppi en var bjargað með móteitri. 2. apríl 2018 18:51 Umboðsmaður barna kannar hversvegna börn voru vistuð í fangageymslum Salvör Nordal, umboðsmaður barna, segir það grafalverlegt mál að neyðarúrræði séu ekki til staðar fyrir börn með fíknivanda. 5. apríl 2018 13:15 Unglingstúlkur vistaðar í fangaklefa því engin önnur úrræði voru í boði Vista þurfti fjórtán og fimmtán ára stúlkur í fangaklefum í gær því neyðarvistun Stuðla var yfirfull. Guðmundur Fylkisson aðalvarðstjóri í lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu og Berglind Hólm Harðardóttir stjórnarkona í Olnbogabörnum gagnrýna harðlega úrræðaleysi í málefnum ungmenna með fíknivanda. 4. apríl 2018 18:30 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Tíu meðhöndlaðir vegna ofneyslu um páskahelgina Tíu voru meðhöndlaðir á bráðadeild Landspítalans um helgina vegna ofneyslu á fíkniefnum. Þar af voru fimm alvarleg tilvik þar sem tveir lentu í öndunarstoppi en var bjargað með móteitri. 2. apríl 2018 18:51
Umboðsmaður barna kannar hversvegna börn voru vistuð í fangageymslum Salvör Nordal, umboðsmaður barna, segir það grafalverlegt mál að neyðarúrræði séu ekki til staðar fyrir börn með fíknivanda. 5. apríl 2018 13:15
Unglingstúlkur vistaðar í fangaklefa því engin önnur úrræði voru í boði Vista þurfti fjórtán og fimmtán ára stúlkur í fangaklefum í gær því neyðarvistun Stuðla var yfirfull. Guðmundur Fylkisson aðalvarðstjóri í lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu og Berglind Hólm Harðardóttir stjórnarkona í Olnbogabörnum gagnrýna harðlega úrræðaleysi í málefnum ungmenna með fíknivanda. 4. apríl 2018 18:30
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent