Ullaði á gagnrýnanda með barnið sitt Benedikt Bóas skrifar 6. apríl 2018 05:58 Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir var ósátt við gagnrýni Fréttablaðsins um leikverk hennar og ullaði framan í gagnrýnandann. Eitt sinn móðgaði John Lennon bresku þjóðina með sama háttalagi. Vísir/VIlhelm „Ljósið í myrkrinu var að ég náði að ulla á konuna án þess að fimm ára sonur minn tæki eftir því,“ segir Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir, teiknari, tónlistarkona í FM Belfast og leikskáld, á Twitter-síðu sinni en hún á þar við Sigríði Jónsdóttur, leikhúsgagnrýnanda Fréttablaðsins.Sigríður dæmdi verkið Lóaboratoríum og gaf því tvær stjörnur. Þetta var fyrsta verk Lóu sem sýnt var á sviði og bendir gagnrýnandi blaðsins á að leikskáld spretta sjaldnast fram fullsköpuð og að Lóa hefði þurft meiri stuðning í ferlinu. „Allur efniviðurinn er til staðar þannig að úr verði hnyttin ádeila um líf samtímakvenna sem væri svo sannarlega velkomið og þarft um þessar mundir. En húsið stendur á veikum grunni og umgjörðin heldur ekki. Íslensk leikritun dafnar ekki fyrr en skapað er umhverfi þar sem ungir höfundar geta þrifist, lært og skapað með stuðningi frá fagfólki,“ segir meðal annars í dómi Sigríðar.Sjá einnig: Gamansemi dugar ekki alltaf til Lóa var greinilega ekki tilbúin að meðtaka dóminn og segir enn fremur á Twitter-síðu sinni að sér hafi fundist Sigríður hafa skitið yfir verkið. Reyndar virðist Lóa hafa verið óheppin með fólk sem hún hitti þennan dag. Hún bendir á að sama dag hafi hún hitt mann sem skuldar henni þriggja mánaða laun en sá hafi setti fyrirtæki sitt í gjaldþrot. Þá hafi hún fengið póst frá lögfræðingi um að mögulega fái hún aðeins 30 prósent af launum sínum fyrir vinnuna á Airwaves-hátíðinni í fyrra. „En bara kannski,“ segir hún og bætir við að hún hafi sleppt því að ulla á kallinn sem skuldaði henni launin því hann hafi verið að leiða barnÍ gær: 1. Sá þann sem skuldar mér 3 mán. af launum en setti fyrirtækið sitt í gjaldþrot. 2. Sá konuna sem skeit yfir leikritið mitt í Fbl. 3. Fékk email frá lögfr. um að við fáum kannski 30% af laununum okkar f. airwaves '17 en bara kannski. #turdcup2018— Lóa (@Loahlin) April 5, 2018 Ljósið í myrkrinu var að ég náði að ulla á konuna án þess að fimm ára sonur minn tæki eftir því.— Lóa (@Loahlin) April 5, 2018 Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Gamansemi dugar ekki alltaf til Nokkur spaugileg atriði duga ekki til að skapa heila sýningu. 30. janúar 2018 09:45 Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Fleiri fréttir Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Sjá meira
„Ljósið í myrkrinu var að ég náði að ulla á konuna án þess að fimm ára sonur minn tæki eftir því,“ segir Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir, teiknari, tónlistarkona í FM Belfast og leikskáld, á Twitter-síðu sinni en hún á þar við Sigríði Jónsdóttur, leikhúsgagnrýnanda Fréttablaðsins.Sigríður dæmdi verkið Lóaboratoríum og gaf því tvær stjörnur. Þetta var fyrsta verk Lóu sem sýnt var á sviði og bendir gagnrýnandi blaðsins á að leikskáld spretta sjaldnast fram fullsköpuð og að Lóa hefði þurft meiri stuðning í ferlinu. „Allur efniviðurinn er til staðar þannig að úr verði hnyttin ádeila um líf samtímakvenna sem væri svo sannarlega velkomið og þarft um þessar mundir. En húsið stendur á veikum grunni og umgjörðin heldur ekki. Íslensk leikritun dafnar ekki fyrr en skapað er umhverfi þar sem ungir höfundar geta þrifist, lært og skapað með stuðningi frá fagfólki,“ segir meðal annars í dómi Sigríðar.Sjá einnig: Gamansemi dugar ekki alltaf til Lóa var greinilega ekki tilbúin að meðtaka dóminn og segir enn fremur á Twitter-síðu sinni að sér hafi fundist Sigríður hafa skitið yfir verkið. Reyndar virðist Lóa hafa verið óheppin með fólk sem hún hitti þennan dag. Hún bendir á að sama dag hafi hún hitt mann sem skuldar henni þriggja mánaða laun en sá hafi setti fyrirtæki sitt í gjaldþrot. Þá hafi hún fengið póst frá lögfræðingi um að mögulega fái hún aðeins 30 prósent af launum sínum fyrir vinnuna á Airwaves-hátíðinni í fyrra. „En bara kannski,“ segir hún og bætir við að hún hafi sleppt því að ulla á kallinn sem skuldaði henni launin því hann hafi verið að leiða barnÍ gær: 1. Sá þann sem skuldar mér 3 mán. af launum en setti fyrirtækið sitt í gjaldþrot. 2. Sá konuna sem skeit yfir leikritið mitt í Fbl. 3. Fékk email frá lögfr. um að við fáum kannski 30% af laununum okkar f. airwaves '17 en bara kannski. #turdcup2018— Lóa (@Loahlin) April 5, 2018 Ljósið í myrkrinu var að ég náði að ulla á konuna án þess að fimm ára sonur minn tæki eftir því.— Lóa (@Loahlin) April 5, 2018
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Gamansemi dugar ekki alltaf til Nokkur spaugileg atriði duga ekki til að skapa heila sýningu. 30. janúar 2018 09:45 Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Fleiri fréttir Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Sjá meira
Gamansemi dugar ekki alltaf til Nokkur spaugileg atriði duga ekki til að skapa heila sýningu. 30. janúar 2018 09:45