Búið að opna fyrir rafrænar ábendingar til Barnaverndar Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. apríl 2018 14:44 Barnaverndarnefnd Reykjavíkur er til húsa í Borgartúni. Vísir/Daníel Búið er að opna tilkynningarsíðu Barnaverndar á heimasíðu Reykjavíkurborgar. Á síðunni er hægt að velja hnapp eftir eðli mála og senda þannig tilkynningar beint til viðeigandi aðila. Um er að ræða lið í aðgerðaráætlun velferðarsviðs í kjölfar þess að starfsmaður Barnaverndar Reykjavíkur var kærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum. „Á síðunni er hægt að velja rafrænan ábendingarhnapp sem sendir tilkynningar til barnaverndar þegar ástæða þykir til að ætla að barn búi við óviðunandi uppeldisaðstæður, verði fyrir áreitni, ofbeldi eða að barnið stofni heilsu sinni og þroska í alvarlega hættu,“ segir um hnappinn í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Þá er annar hnappur á síðunni ætlaður tilkynningum vegna starfsfólks. Í tilkynningu kemur fram að hnappurinn sé hugsaður í þeim tilvikum þar sem „ástæða er til að ætla að atferli starfsfólks, sem starfa sinna vegna hefur samskipti við börn, sé stórlega ábótavant.“ Þriðji og síðasti hnappurinn á síðunni leiðir fólk að sambærilegri síðu á ensku og pólsku.Hnapparnir þrír líta svona út á tilkynningarsíðu Reykjavíkurborgar.Skjáskot/ReykjavíkurborgEins og áður hefur komið fram er tilkynningarsíðan hluti af aðgerðaráætlun velferðarsviðs um barnaverndarúrræði og aðra þjónustu við börn í kjölfar máls sem upp kom vegna starfsmanns, sem starfaði með börnum. Greint var frá því í fyrradag að rannsókn á máli mannsins sé lokið en málið var sent til héraðssaksóknara fyrir páska. Maðurinn, sem starfaði sem stuðningsfulltrúi, er grunaður um kynferðisbrot gegn sjö börnum. Téðir hnappar gera almennum borgurum kleift að tilkynna á fljótlegan hátt um misfellur í aðbúnaði barna eða tilkynna um hegðun einstaklings, sem starfar með börnum. Áfram er hægt að tilkynna til Barnaverndar Reykjavíkur í síma 411 1111 og í 112 í neyðartilvikum eftir lokun og einnig er hægt að senda á netfangið barnavernd@reykjavik.is, að því er fram kemur í tilkynningu. Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Leggur fram frumvarp um aukið eftirlit með dæmdum barnaníðingum Flutningsmaður frumvarpsins segir mikilvægt að breyta löggjöf til að bæta verkferla í þessum málum. 27. mars 2018 18:30 Rannsókn lögreglu á máli stuðningsfulltrúa lokið Maðurinn er grunaður um kynferðisbrot gegn sjö börnum. 3. apríl 2018 12:15 Gerðu athugasemd við 19 af 20 málum barnaverndarnefndar Þá á Barnaverndarstofa enn eftir að taka ákvörðun um það hvort áminna þurfi Barnaverndarnefnd Reykjavíkur. 28. mars 2018 10:21 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Búið er að opna tilkynningarsíðu Barnaverndar á heimasíðu Reykjavíkurborgar. Á síðunni er hægt að velja hnapp eftir eðli mála og senda þannig tilkynningar beint til viðeigandi aðila. Um er að ræða lið í aðgerðaráætlun velferðarsviðs í kjölfar þess að starfsmaður Barnaverndar Reykjavíkur var kærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum. „Á síðunni er hægt að velja rafrænan ábendingarhnapp sem sendir tilkynningar til barnaverndar þegar ástæða þykir til að ætla að barn búi við óviðunandi uppeldisaðstæður, verði fyrir áreitni, ofbeldi eða að barnið stofni heilsu sinni og þroska í alvarlega hættu,“ segir um hnappinn í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Þá er annar hnappur á síðunni ætlaður tilkynningum vegna starfsfólks. Í tilkynningu kemur fram að hnappurinn sé hugsaður í þeim tilvikum þar sem „ástæða er til að ætla að atferli starfsfólks, sem starfa sinna vegna hefur samskipti við börn, sé stórlega ábótavant.“ Þriðji og síðasti hnappurinn á síðunni leiðir fólk að sambærilegri síðu á ensku og pólsku.Hnapparnir þrír líta svona út á tilkynningarsíðu Reykjavíkurborgar.Skjáskot/ReykjavíkurborgEins og áður hefur komið fram er tilkynningarsíðan hluti af aðgerðaráætlun velferðarsviðs um barnaverndarúrræði og aðra þjónustu við börn í kjölfar máls sem upp kom vegna starfsmanns, sem starfaði með börnum. Greint var frá því í fyrradag að rannsókn á máli mannsins sé lokið en málið var sent til héraðssaksóknara fyrir páska. Maðurinn, sem starfaði sem stuðningsfulltrúi, er grunaður um kynferðisbrot gegn sjö börnum. Téðir hnappar gera almennum borgurum kleift að tilkynna á fljótlegan hátt um misfellur í aðbúnaði barna eða tilkynna um hegðun einstaklings, sem starfar með börnum. Áfram er hægt að tilkynna til Barnaverndar Reykjavíkur í síma 411 1111 og í 112 í neyðartilvikum eftir lokun og einnig er hægt að senda á netfangið barnavernd@reykjavik.is, að því er fram kemur í tilkynningu.
Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Leggur fram frumvarp um aukið eftirlit með dæmdum barnaníðingum Flutningsmaður frumvarpsins segir mikilvægt að breyta löggjöf til að bæta verkferla í þessum málum. 27. mars 2018 18:30 Rannsókn lögreglu á máli stuðningsfulltrúa lokið Maðurinn er grunaður um kynferðisbrot gegn sjö börnum. 3. apríl 2018 12:15 Gerðu athugasemd við 19 af 20 málum barnaverndarnefndar Þá á Barnaverndarstofa enn eftir að taka ákvörðun um það hvort áminna þurfi Barnaverndarnefnd Reykjavíkur. 28. mars 2018 10:21 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Leggur fram frumvarp um aukið eftirlit með dæmdum barnaníðingum Flutningsmaður frumvarpsins segir mikilvægt að breyta löggjöf til að bæta verkferla í þessum málum. 27. mars 2018 18:30
Rannsókn lögreglu á máli stuðningsfulltrúa lokið Maðurinn er grunaður um kynferðisbrot gegn sjö börnum. 3. apríl 2018 12:15
Gerðu athugasemd við 19 af 20 málum barnaverndarnefndar Þá á Barnaverndarstofa enn eftir að taka ákvörðun um það hvort áminna þurfi Barnaverndarnefnd Reykjavíkur. 28. mars 2018 10:21