Seldist upp á 12 mínútum Benedikt Bóas skrifar 4. apríl 2018 06:00 Vinsældir Skálmaldar eru miklar og eftirspurnin eftir að hljómsveitin og Sinfó tækju saman höndum aftur var mikil. En Bibbi segir að þessar 12 mínútur hafi komið sér í opna skjöldu. Sjálfur var hann staddur í Bakaríinu á Húsavík að borða hádegismat þegar miðasalan hófst og hann var ekki búinn þegar nánast allir miðar voru seldir. Lalli Sig „Við erum að reyna að komast að því hvort það sé hægt að fjölga tónleikum en það eru margir sem þurfa að vera á réttum stað á réttum tíma til að geta sagt já. En við erum að reyna,“ segir Snæbjörn Ragnarsson, Bibbi í Skálmöld, en í gær seldist upp á tónleika hljómsveitarinnar ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands á nokkrum mínútum. Bibbi segir að mínúturnar hafi verið 12 en síðan hafi einhverjir miðar farið aftur út í kerfið og því hafi nokkrir heppnir náð í miða. Tónleikarnir fara fram í Eldborgarsal Hörpu 24. og 25. ágúst en hljómsveitirnar auk Karlakórs Reykjavíkur, Kammerkórsins Hymnodia og Barnakórs Kársnesskóla léku síðast saman á þrennum tónleikum árið 2013 sem slógu í gegn svo eftir var tekið. „Við í Skálmöld erum alltaf niðri á jörðinni og maður þorir aldrei að búast við neinu. Auðvitað vonaði maður að þetta myndi ganga upp, ef maður bókar tvenna tónleika í Eldborg þá ertu að setja 3.000 miða í sölu. En þetta var svolítið öfgafullt og ég er ofboðslega feginn að þetta seldist.“„Það er alltaf smá hnútur í maganum rétt áður, því að það er svo eymdarlegt í Eldborg með 100 manns í salnum, eins og það er nú gaman á Gauknum með 100 manns.“ „Við erum fegnir og montnir enda er þetta glæsilegt,“ segir hann. Hljómsveitarstjóri verður Bernharður Wilkinson sem sló í gegn árið 2013 þegar hann stýrði þessu ógnarverkefni eins og höfðingi. Bibbi segir að Bernharður hafi verið meira en lítið til þegar kallið kom. „Ég veit að hann fagnaði mikið þegar við báðum hann um að stýra þessu aftur. Hann var svo risastór partur af þessu síðast og faðmaði þetta að sér. Hann talaði tungumál allra og stóð í miðjunni og stjórnaði. Um leið og þetta ferli fór af stað, að koma þessu heim og saman aftur, þá var eiginlega skilyrði að hann gerði þetta aftur.“ Síðan 2013 hafa Skálmeldingar gefið út tvær plötur og því þarf að útsetja nýju lögin upp á nýtt. Haraldur V. Sveinbjörnsson mun gera það líkt og fyrir síðustu tónleika. „Við erum ekkert að fara af stað með einhverja nýja hugmynd. Halli er að útsetja fleiri lög og við hugsum lagavalið alveg upp á nýtt. Trúlega hverfur helmingurinn af lögunum sem við spiluðum 2013 til að koma nýjum lögum fyrir. Við erum að verða búnir að ræða lagavalið og það er ekki auðvelt. Það er lúxusvandamál. Það þurfti að setjast niður og rökræða því menn voru ekki sammála,“ segir Bibbi. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Fleiri fréttir Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Sjá meira
„Við erum að reyna að komast að því hvort það sé hægt að fjölga tónleikum en það eru margir sem þurfa að vera á réttum stað á réttum tíma til að geta sagt já. En við erum að reyna,“ segir Snæbjörn Ragnarsson, Bibbi í Skálmöld, en í gær seldist upp á tónleika hljómsveitarinnar ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands á nokkrum mínútum. Bibbi segir að mínúturnar hafi verið 12 en síðan hafi einhverjir miðar farið aftur út í kerfið og því hafi nokkrir heppnir náð í miða. Tónleikarnir fara fram í Eldborgarsal Hörpu 24. og 25. ágúst en hljómsveitirnar auk Karlakórs Reykjavíkur, Kammerkórsins Hymnodia og Barnakórs Kársnesskóla léku síðast saman á þrennum tónleikum árið 2013 sem slógu í gegn svo eftir var tekið. „Við í Skálmöld erum alltaf niðri á jörðinni og maður þorir aldrei að búast við neinu. Auðvitað vonaði maður að þetta myndi ganga upp, ef maður bókar tvenna tónleika í Eldborg þá ertu að setja 3.000 miða í sölu. En þetta var svolítið öfgafullt og ég er ofboðslega feginn að þetta seldist.“„Það er alltaf smá hnútur í maganum rétt áður, því að það er svo eymdarlegt í Eldborg með 100 manns í salnum, eins og það er nú gaman á Gauknum með 100 manns.“ „Við erum fegnir og montnir enda er þetta glæsilegt,“ segir hann. Hljómsveitarstjóri verður Bernharður Wilkinson sem sló í gegn árið 2013 þegar hann stýrði þessu ógnarverkefni eins og höfðingi. Bibbi segir að Bernharður hafi verið meira en lítið til þegar kallið kom. „Ég veit að hann fagnaði mikið þegar við báðum hann um að stýra þessu aftur. Hann var svo risastór partur af þessu síðast og faðmaði þetta að sér. Hann talaði tungumál allra og stóð í miðjunni og stjórnaði. Um leið og þetta ferli fór af stað, að koma þessu heim og saman aftur, þá var eiginlega skilyrði að hann gerði þetta aftur.“ Síðan 2013 hafa Skálmeldingar gefið út tvær plötur og því þarf að útsetja nýju lögin upp á nýtt. Haraldur V. Sveinbjörnsson mun gera það líkt og fyrir síðustu tónleika. „Við erum ekkert að fara af stað með einhverja nýja hugmynd. Halli er að útsetja fleiri lög og við hugsum lagavalið alveg upp á nýtt. Trúlega hverfur helmingurinn af lögunum sem við spiluðum 2013 til að koma nýjum lögum fyrir. Við erum að verða búnir að ræða lagavalið og það er ekki auðvelt. Það er lúxusvandamál. Það þurfti að setjast niður og rökræða því menn voru ekki sammála,“ segir Bibbi.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Fleiri fréttir Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Sjá meira