Þeir Andreas og Sam munu líklega aldrei fá sér hákarl aftur.Mynd/Skjáskot
Fæstum útlendingum finnst kæstur hákarl og eflaust nokkrir Íslendingar sem að þykir hann ekki góður. Þeir Andreas og Sam sem halda úti YouTube rásinni Unusual foods settu inn myndband á dögunum þar sem þeir smakka hákarl og skola honum niður með íslensku Brennivíni.
Þeim félögum þótti hákarlinn ekki góður og gátu hvorugur kyngt bitunum og kúguðust. Þeim fannst Brennivínið aftur á móti gott til þess að taka í burt óbragðið sem að hákarlinn skildi eftir sig. Myndbandið má sjá hér að neðan.