Sindri gæti hafa farið víða Birgir Olgeirsson og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 19. apríl 2018 12:15 Sindri Þór Stefánsson í flugstöð Leifs Eiríkssonar. Lögreglan á Suðurnesjum. Enn hefur ekki tekist að hafa hendur í hári Sindra Þórs Stefánssonar sem strauk úr fangelsinu að Sogni aðfaranótt þriðjudags. Þá hefur ekki tekist að hafa uppi á leigubílstjóra sem ók Sindra að flugstöðinni í Keflavík en lögreglu hafa þó borist nokkrar ábendingar sem eru til skoðunar. Sindri Þór pantaði flugmiða til Stokkhólms klukkustund áður en hann strauk af Sogni aðfaranótt þriðjudags. Líkt og kunnugt er tókst Sindra að yfirgefa landið nokkrum klukkustundum eftir að hann flúði fangelsið. Ekkert hefur til hans spurst síðan hann lenti á Arlanda-flugvelli í Stokkhólmi á þriðjudag að sögn Gunnars Schram, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Suðurnesjum. „Við höfum ekkert staðfest um það hvar hann sé, í hvaða landi, hvort hann sé í Svíþjóð ennþá og á þessum tíma sem er liðinn þá gæti hann náttúrlega komið sér víða,“ segir Gunnar.Greint var frá því í gær að Sindri hafi komið að flugstöðinni með leigubíl, gráum skutbíl frá Skoda. Þrátt fyrir ýmsar ábendingar hefur ekki tekist að hafa uppi á bílstjóranum og er aðkoma hans að málinu því ekki þekkt sem stendur. „Okkur hafa borist ábendingar vegna þess sem að við erum akkúrat að skoða eins og staðan er núna. Það hefur ekkert gefið okkur ennþá,“ segir Gunnar. Alls hafa fjórir verið yfirheyrðir í tengslum við leitina að Sindra en af þeim hafa tveir réttarstöðu sakbornings, grunaðir um aðild að flótta Sindra. Þeir voru látnir lausir eftir yfirheyrslur. Að svo stöddu hefur ekki verið tekin ákvörðun um frekari yfirheyrslur, að sögn Gunnars. Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Pantaði flugmiða fyrir flóttann og kom með leigubíl til flugstöðvarinnar Sindri kom að flugstöðinni með leigubíl, gráum skutbíl frá framleiðandanum Skoda. Lögreglu hefur ekki tekist að ná tali af bílstjóranum og er aðkoma hans að málinu því ekki þekkt sem stendur. 18. apríl 2018 21:52 Mikill áhugi á strokufanganum í erlendum miðlum: „Den stora bitcoin-kuppen på Island” Mál strokufangans Sindra Þórs Stefánssonar hefur vakið mikla athygli erlendra fjölmiðla sem margir slá upp fyrirsögnum um Bitcoin þjófnað og að strokufangi hafi verið um borð í flugvél forsætisráðherra Íslands. 18. apríl 2018 13:33 Tveir yfirheyrðir vegna gruns um aðild að flótta Sindra Voru látnir lausir að loknum yfirheyrslum. 18. apríl 2018 15:43 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Sjá meira
Enn hefur ekki tekist að hafa hendur í hári Sindra Þórs Stefánssonar sem strauk úr fangelsinu að Sogni aðfaranótt þriðjudags. Þá hefur ekki tekist að hafa uppi á leigubílstjóra sem ók Sindra að flugstöðinni í Keflavík en lögreglu hafa þó borist nokkrar ábendingar sem eru til skoðunar. Sindri Þór pantaði flugmiða til Stokkhólms klukkustund áður en hann strauk af Sogni aðfaranótt þriðjudags. Líkt og kunnugt er tókst Sindra að yfirgefa landið nokkrum klukkustundum eftir að hann flúði fangelsið. Ekkert hefur til hans spurst síðan hann lenti á Arlanda-flugvelli í Stokkhólmi á þriðjudag að sögn Gunnars Schram, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Suðurnesjum. „Við höfum ekkert staðfest um það hvar hann sé, í hvaða landi, hvort hann sé í Svíþjóð ennþá og á þessum tíma sem er liðinn þá gæti hann náttúrlega komið sér víða,“ segir Gunnar.Greint var frá því í gær að Sindri hafi komið að flugstöðinni með leigubíl, gráum skutbíl frá Skoda. Þrátt fyrir ýmsar ábendingar hefur ekki tekist að hafa uppi á bílstjóranum og er aðkoma hans að málinu því ekki þekkt sem stendur. „Okkur hafa borist ábendingar vegna þess sem að við erum akkúrat að skoða eins og staðan er núna. Það hefur ekkert gefið okkur ennþá,“ segir Gunnar. Alls hafa fjórir verið yfirheyrðir í tengslum við leitina að Sindra en af þeim hafa tveir réttarstöðu sakbornings, grunaðir um aðild að flótta Sindra. Þeir voru látnir lausir eftir yfirheyrslur. Að svo stöddu hefur ekki verið tekin ákvörðun um frekari yfirheyrslur, að sögn Gunnars.
Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Pantaði flugmiða fyrir flóttann og kom með leigubíl til flugstöðvarinnar Sindri kom að flugstöðinni með leigubíl, gráum skutbíl frá framleiðandanum Skoda. Lögreglu hefur ekki tekist að ná tali af bílstjóranum og er aðkoma hans að málinu því ekki þekkt sem stendur. 18. apríl 2018 21:52 Mikill áhugi á strokufanganum í erlendum miðlum: „Den stora bitcoin-kuppen på Island” Mál strokufangans Sindra Þórs Stefánssonar hefur vakið mikla athygli erlendra fjölmiðla sem margir slá upp fyrirsögnum um Bitcoin þjófnað og að strokufangi hafi verið um borð í flugvél forsætisráðherra Íslands. 18. apríl 2018 13:33 Tveir yfirheyrðir vegna gruns um aðild að flótta Sindra Voru látnir lausir að loknum yfirheyrslum. 18. apríl 2018 15:43 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Sjá meira
Pantaði flugmiða fyrir flóttann og kom með leigubíl til flugstöðvarinnar Sindri kom að flugstöðinni með leigubíl, gráum skutbíl frá framleiðandanum Skoda. Lögreglu hefur ekki tekist að ná tali af bílstjóranum og er aðkoma hans að málinu því ekki þekkt sem stendur. 18. apríl 2018 21:52
Mikill áhugi á strokufanganum í erlendum miðlum: „Den stora bitcoin-kuppen på Island” Mál strokufangans Sindra Þórs Stefánssonar hefur vakið mikla athygli erlendra fjölmiðla sem margir slá upp fyrirsögnum um Bitcoin þjófnað og að strokufangi hafi verið um borð í flugvél forsætisráðherra Íslands. 18. apríl 2018 13:33
Tveir yfirheyrðir vegna gruns um aðild að flótta Sindra Voru látnir lausir að loknum yfirheyrslum. 18. apríl 2018 15:43