Greina frá ástæðu þess hvers vegna enginn vildi kynna Dire Straits þegar hún var vígð í frægðarhöll rokksins Birgir Olgeirsson skrifar 19. apríl 2018 09:11 Alan Clark, Guy Fletcher John Illsley úr Dire Straits þegar sveitin var vígð í Frægðarhöll rokksins. Vísir/Getty Breska hljómsveitin Dire Straits var tekin inn í frægðarhöll rokksins síðastliðinn laugardag en það gekk ekki áfallalaust fyrir sig. Venjulega þegar hljómsveitir eru teknar inn í frægðarhöll rokksins er einhver nafntogaður sem kynnir þær og aðrir tónlistarmenn heiðra þær með flutningi á þeirra þekktustu lögum.Það var ekki raunin þegar Dire Straits var tekin inn í höllina á laugardag. Það var gert án kynnis og lék enginn tónlistarmaður Dire Straits-lag til heiðurs hljómsveitarinnar. Guy Fletcher, hljómborðsleikari Dire Straits, greinir frá ástæðunni að baki þessu en hann segir marga tónlistarmenn hafa verið beðna um að segja nokkur orð eða flytja lög en allir neituðu vegna þess að Mark Knopfler, gítarleikari og söngvari Dire Straits, neitaði að vera viðstaddur. Fletcher greinir frá þessu á vef sínum en hann segir að mögulega hafi þessir tónlistarmenn sem voru beðnir um að heiðra sveitina ekki vitað að þrír meðlima Dire Straits yrðu viðstaddir.Mark Knopfler er sagður ekki hafa nennt að vera viðstaddur vígslu sveitarinnar í Frægðarhöll rokksins.Vísir/GettyBillboard greinir frá því að bæði Keith Urban og Neil Young voru beðnir en neituðu. Fletcher segir að það hefði eflaust verið betra ef Mark Knopfler hefði gefið út yfirlýsingu þar sem hann útskýrir fjarveru sína.Vulture greindi frá því að Knopfler hefði tjáð bassaleikara Dire Straits, John Illsley, að hann nennti hreinlega ekki að vera viðstaddur athöfnina og gaf engar frekari skýringar á fjarveru sinni.Dire Straits á Live Aid tónleikunum á níunda áratug síðustu aldar.Vísir/GettyMark Knopfler stofnaði Dire Straits árið 1977 ásamt bróður sínum David Knopfler gítarleikara, John Illsley bassaleikara og Pick Withers trommuleikara. Bandið var afar vinsælt og seldi rúmlega hundrað milljónir platna um heim allan. Vinsælasta plata sveitarinnar er án efa Brothers in Arms sem kom út árið 1985 og seldist í þrjátíu milljónum eintaka. Þeir lögðu bandið niður árið 1988 en komu aftur saman árið 1991. Bandið var lagt niður aftur árið 1995 þegar Mark Knopfler ákvað að einbeita sér að eigin efni. Sveitin hefur farið í gegnum miklar mannabreytingar en Mark Knopfler og John Illsley eru þeir einu sem voru allan tímann í bandinu á meðan það starfaði. Mest lesið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Sjá meira
Breska hljómsveitin Dire Straits var tekin inn í frægðarhöll rokksins síðastliðinn laugardag en það gekk ekki áfallalaust fyrir sig. Venjulega þegar hljómsveitir eru teknar inn í frægðarhöll rokksins er einhver nafntogaður sem kynnir þær og aðrir tónlistarmenn heiðra þær með flutningi á þeirra þekktustu lögum.Það var ekki raunin þegar Dire Straits var tekin inn í höllina á laugardag. Það var gert án kynnis og lék enginn tónlistarmaður Dire Straits-lag til heiðurs hljómsveitarinnar. Guy Fletcher, hljómborðsleikari Dire Straits, greinir frá ástæðunni að baki þessu en hann segir marga tónlistarmenn hafa verið beðna um að segja nokkur orð eða flytja lög en allir neituðu vegna þess að Mark Knopfler, gítarleikari og söngvari Dire Straits, neitaði að vera viðstaddur. Fletcher greinir frá þessu á vef sínum en hann segir að mögulega hafi þessir tónlistarmenn sem voru beðnir um að heiðra sveitina ekki vitað að þrír meðlima Dire Straits yrðu viðstaddir.Mark Knopfler er sagður ekki hafa nennt að vera viðstaddur vígslu sveitarinnar í Frægðarhöll rokksins.Vísir/GettyBillboard greinir frá því að bæði Keith Urban og Neil Young voru beðnir en neituðu. Fletcher segir að það hefði eflaust verið betra ef Mark Knopfler hefði gefið út yfirlýsingu þar sem hann útskýrir fjarveru sína.Vulture greindi frá því að Knopfler hefði tjáð bassaleikara Dire Straits, John Illsley, að hann nennti hreinlega ekki að vera viðstaddur athöfnina og gaf engar frekari skýringar á fjarveru sinni.Dire Straits á Live Aid tónleikunum á níunda áratug síðustu aldar.Vísir/GettyMark Knopfler stofnaði Dire Straits árið 1977 ásamt bróður sínum David Knopfler gítarleikara, John Illsley bassaleikara og Pick Withers trommuleikara. Bandið var afar vinsælt og seldi rúmlega hundrað milljónir platna um heim allan. Vinsælasta plata sveitarinnar er án efa Brothers in Arms sem kom út árið 1985 og seldist í þrjátíu milljónum eintaka. Þeir lögðu bandið niður árið 1988 en komu aftur saman árið 1991. Bandið var lagt niður aftur árið 1995 þegar Mark Knopfler ákvað að einbeita sér að eigin efni. Sveitin hefur farið í gegnum miklar mannabreytingar en Mark Knopfler og John Illsley eru þeir einu sem voru allan tímann í bandinu á meðan það starfaði.
Mest lesið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Sjá meira