Mikill áhugi á strokufanganum í erlendum miðlum: „Den stora bitcoin-kuppen på Island” Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 18. apríl 2018 13:33 Þessi rándýra Photoshop vinnsla er í boði vefmiðilsins Cointelegraph, sem flytur fréttir af rafmynt Cointelegraph.com Mál strokufangans Sindra Þórs Stefánssonar hefur vakið mikla athygli erlendra fjölmiðla sem margir slá upp fyrirsögnum um Bitcoin þjófnað og að strokufangi hafi verið um borð í flugvél forsætisráðherra Íslands. Áhuginn byggir því að hluta til á getgátum og misskilningi. Sindri var í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á innbrotum í gagnaver og stórfelldum þjófnaði á tölvubúnaði sem var notaður til að framleiða rafmyntina Bitcoin. Ekki liggur fyrir hvort þjófarnir ásældust sjálfan tölvubúnaðinn eða rafmyntina sem var vistuð á hörðum diskum. Þá er vissulega full langt seilst að eigna forsætisráðherra heila farþegaflugvél þó að hún hafi verið um borð á sama tíma og Sindri. Sænskir fjölmiðlar hafa eðlilega áhuga á málinu þar sem Sindri Þór flaug til Stokkhólms í gærmorgun eftir að hafa farið út um glugga í opnu fangelsi að Sogni um nóttina. Aftonbladet kallar málið „den stora bitcoin-kuppen på Island” og fullyrðir að um stærsta þjófnað Íslandssögunnar sé að ræða. Sænska ríkissjónvarpið gerir einnig ýtarlega grein fyrir málinu. Einnig er sagt frá flóttanum í fjölmiðlum í Bretlandi og Bandaríkjunum og þá oftast í samhengi við umfjöllun um Bitcoin rafmyntina. Breska ríkisútvarpið, BBC, slær auk þess upp fyrirsögn um að strokufangi hafi sloppið með flugvél forsætisráðherra. Daily Mail gerir það sama og fær fréttin væntanlega aukinn lestur fyrir vikið. Margir miðlar, þar á meðal Washington Post, styðjast við nákvæmari frásögn alþjóðlegu fréttaveitunnar Associated Press sem er skrifuð af íslenskum fréttaritara. Fréttasíður sem tileinkaðar eru fréttum af rafmynt og tækni hafa heldur ekki látið málið framhjá sér fara. Þar má nefna miðla á borð við Crypto Globe, PYMNTS og Cointelegraph sem lagði í dramatíska Photoshop vinnslu til myndskreytingar. Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Mál strokufangans Sindra Þórs Stefánssonar hefur vakið mikla athygli erlendra fjölmiðla sem margir slá upp fyrirsögnum um Bitcoin þjófnað og að strokufangi hafi verið um borð í flugvél forsætisráðherra Íslands. Áhuginn byggir því að hluta til á getgátum og misskilningi. Sindri var í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á innbrotum í gagnaver og stórfelldum þjófnaði á tölvubúnaði sem var notaður til að framleiða rafmyntina Bitcoin. Ekki liggur fyrir hvort þjófarnir ásældust sjálfan tölvubúnaðinn eða rafmyntina sem var vistuð á hörðum diskum. Þá er vissulega full langt seilst að eigna forsætisráðherra heila farþegaflugvél þó að hún hafi verið um borð á sama tíma og Sindri. Sænskir fjölmiðlar hafa eðlilega áhuga á málinu þar sem Sindri Þór flaug til Stokkhólms í gærmorgun eftir að hafa farið út um glugga í opnu fangelsi að Sogni um nóttina. Aftonbladet kallar málið „den stora bitcoin-kuppen på Island” og fullyrðir að um stærsta þjófnað Íslandssögunnar sé að ræða. Sænska ríkissjónvarpið gerir einnig ýtarlega grein fyrir málinu. Einnig er sagt frá flóttanum í fjölmiðlum í Bretlandi og Bandaríkjunum og þá oftast í samhengi við umfjöllun um Bitcoin rafmyntina. Breska ríkisútvarpið, BBC, slær auk þess upp fyrirsögn um að strokufangi hafi sloppið með flugvél forsætisráðherra. Daily Mail gerir það sama og fær fréttin væntanlega aukinn lestur fyrir vikið. Margir miðlar, þar á meðal Washington Post, styðjast við nákvæmari frásögn alþjóðlegu fréttaveitunnar Associated Press sem er skrifuð af íslenskum fréttaritara. Fréttasíður sem tileinkaðar eru fréttum af rafmynt og tækni hafa heldur ekki látið málið framhjá sér fara. Þar má nefna miðla á borð við Crypto Globe, PYMNTS og Cointelegraph sem lagði í dramatíska Photoshop vinnslu til myndskreytingar.
Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira