Einföld og öflug straumfluga Karl Lúðvíksson skrifar 18. apríl 2018 10:45 Mickey Finn Mynd úr safni Það er merkilegt hvað sumar flugur halda vel vinsældum sínum og eru mikið notaðar á hverju ári. Ein af þeim sem mér finnst alltaf merkilegt að sjá undir hjá öðrum veiðimönnum á vorin er fluga sem ég hef sjálfur tamið mér að nota fyrst á tímabilinu og sérstaklega í vötnum þar sem urriða er að finna. Satt best að segja man ég ekki eftir því að hafa fengið nokkuð annað en urriða á hana en þekki samt nokkra sem veiða líka grimmt á þessa ágætu flugu í sjóbirting og sjóbleikju. Flugan er Mickey Finn og afbrigðin af henni eru frekar mörg miðað við að í fluguna eru bara notuð tvö lykil efni. Búkurinn er silfur tinsel, stundum flatt, stundum oval, stundum flatt með oval. Oval silfur eða oval gull. Vængurinn er jafn langur búknum og er hnýttur með gulu og rauðu hári af kálfsskotti en líka hafa útgáfur af þessari flugu verið með geitahárum, hrosshárum, marabou, ref, ísbirni o.s.fr. Persónulega veiði ég mest á hana með ref og geitahári. Það vildi bara þannig til að ég átti það til margt fyrir löngu og hnýtti slatta af þessari flugu á 8-12# straumfluguöngla. Í raun hnýtti ég svo mikið að ég er ennþá að nota birgðir þess tíma en það eru líklega um 20 ár síðan ég hnýtti heilt spjald af þessari flugu. Hún veiðir vel urriða, um það er engin vafi en það fer aðeins eftir því hvernig henni er beitt hvort sá árangur sem veiðimaðurinn býst við af henni verði í takt við væntingar. Við vötn þar sem urriða er að finna hefur það reynst afar vel á fyrstu vikum veiðitímans að nota hana á löngum grönnum taum, láta fluguna sökkva niður og draga inn í stuttum rykkjum með stoppi inn á milli. Það er þó um að gera að prófa líka að strippa inn ofarlega í vatninu því svangur urriði sækir oft grimmt í yfirborðið. Mest lesið Sporðaköst fengu grænt ljós frá Eric Clapton: „I love it“ Veiði Laxveiðin líklega undir meðallagi í sumar Veiði Er sumarflugan 2014 fundin? Veiði Þrjár nauðsynlegar laxaflugur í boxið Veiði Veiðiferð til Belize í vinning Veiði Varar jarðeigendur við yfirgangi Þingvallaþjóðgarðs Veiði Hreindýraveiðar hófust í dag Veiði Kort af friðlandi rjúpna á Reykjanesi Veiði Að prófa eitthvað nýtt í litlu vatni Veiði 105 sm lax úr Víðidalsá Veiði
Það er merkilegt hvað sumar flugur halda vel vinsældum sínum og eru mikið notaðar á hverju ári. Ein af þeim sem mér finnst alltaf merkilegt að sjá undir hjá öðrum veiðimönnum á vorin er fluga sem ég hef sjálfur tamið mér að nota fyrst á tímabilinu og sérstaklega í vötnum þar sem urriða er að finna. Satt best að segja man ég ekki eftir því að hafa fengið nokkuð annað en urriða á hana en þekki samt nokkra sem veiða líka grimmt á þessa ágætu flugu í sjóbirting og sjóbleikju. Flugan er Mickey Finn og afbrigðin af henni eru frekar mörg miðað við að í fluguna eru bara notuð tvö lykil efni. Búkurinn er silfur tinsel, stundum flatt, stundum oval, stundum flatt með oval. Oval silfur eða oval gull. Vængurinn er jafn langur búknum og er hnýttur með gulu og rauðu hári af kálfsskotti en líka hafa útgáfur af þessari flugu verið með geitahárum, hrosshárum, marabou, ref, ísbirni o.s.fr. Persónulega veiði ég mest á hana með ref og geitahári. Það vildi bara þannig til að ég átti það til margt fyrir löngu og hnýtti slatta af þessari flugu á 8-12# straumfluguöngla. Í raun hnýtti ég svo mikið að ég er ennþá að nota birgðir þess tíma en það eru líklega um 20 ár síðan ég hnýtti heilt spjald af þessari flugu. Hún veiðir vel urriða, um það er engin vafi en það fer aðeins eftir því hvernig henni er beitt hvort sá árangur sem veiðimaðurinn býst við af henni verði í takt við væntingar. Við vötn þar sem urriða er að finna hefur það reynst afar vel á fyrstu vikum veiðitímans að nota hana á löngum grönnum taum, láta fluguna sökkva niður og draga inn í stuttum rykkjum með stoppi inn á milli. Það er þó um að gera að prófa líka að strippa inn ofarlega í vatninu því svangur urriði sækir oft grimmt í yfirborðið.
Mest lesið Sporðaköst fengu grænt ljós frá Eric Clapton: „I love it“ Veiði Laxveiðin líklega undir meðallagi í sumar Veiði Er sumarflugan 2014 fundin? Veiði Þrjár nauðsynlegar laxaflugur í boxið Veiði Veiðiferð til Belize í vinning Veiði Varar jarðeigendur við yfirgangi Þingvallaþjóðgarðs Veiði Hreindýraveiðar hófust í dag Veiði Kort af friðlandi rjúpna á Reykjanesi Veiði Að prófa eitthvað nýtt í litlu vatni Veiði 105 sm lax úr Víðidalsá Veiði