Sindri Þór flúði til Svíþjóðar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. apríl 2018 16:01 Sindri Þór flúði úr fangelsinu um klukkan eitt í nótt og var kominn upp í flugvél nokkrum tímum síðar. Sindri Þór Stefánsson, sem strauk úr gæsluvarðhaldi í fangelsinu að Sogni um eittleytið í nótt, komst úr landi. Allar líkur eru á því að hann hafi verið kominn upp í flugvél þegar lögreglunni á Suðurnesjum barst tilkynning þess efnis að hann hefði flúið af fangelsinu. Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum sem barst fréttastofu rétt fyrir klukkan fjögur segir að lögreglan hafi staðfestar upplýsingar um að Sindri fór frá landinu í morgun til Arlanda flugvallar í Svíþjóð kl. 07:34. Fyrir liggur að Sindri ferðaðist á nafni annars manns en myndir úr öryggismyndavélakefi Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar staðfesta að Sindri var á ferðinni. Í samstarfi við sænsk lögregluyfirvöld er unnið að því að hafa upp á Sindra. Alþjóðleg handtökuskipun hefur verið gefin út á hendur honum.Grunaður um aðild að umsvikamiklum þjófnaði Sindri hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 2. febrúar vegna rannsóknar lögreglu á umfangsmiklum þjófnaði á tölvubúnaði. Fyrst var hann í gæsluvarðhaldi á Hólmsheiði en undanfarna tíu daga í opnu fangelsi á Sogni, þar sem föngum er treyst til þess að fara hvergi. Það komi niður á þeim bregðist þeir því trausti að sögn fangelsismálastjóra. Búnaðurinn er hluti af þýfinu í þremur innbrotum í gagnaver í Reykjanesbæ og í Borgarbyggð frá desember til janúar þar sem 600 tölvum að verðmæti 200 milljónum króna var stolið. Grunur leikur á að málið gæti teygt anga sína til annarra landa. Voru tölvurnar sérbúnar til að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin.Sogn er opið fangelsi en Páll Winkel fangelsismálastjóri sagði í samtali við Vísi í morgun að algengt væri að gæsluvarðhaldsfangar væru vistaðir þar. Færi það eftir því hvort þeir væru taldir hættulegir. Sindri var ekki talinn hættulegur eða líklegur til að flýja þegar ákveðið var að vista hann á Sogni. Gunnar Schram, yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum, sagði við fréttastofu í dag að Sindri hefði haft einhvern aðgang að tölvu og síma að Sogni. Lögregla ætlaði að kanna hvernig hann notaði þann aðgang. Þá væri algengt að fangar kæmust yfir farsíma og fengju þannig opnari aðgang að netinu. Verið væri að kanna hvort það hefði verið raunin hjá Sindra.Bjóða áfram fundarlaun Eigendur tölvubúnaðarins sem stolið var úr gagnaveri á Suðurnesjum heita áfram 6 milljónum íslenskra króna í fundarlaun til þess sem getur veitt áreiðanlegar upplýsingar um hvar búnaðinn er að finna. Frestur til að koma ábendingum um búnaðinn hefur verið framlengdur um tvær vikur, eða til 2.maí 2018. Þeir sem búa yfir upplýsingum um málið eru hvattir til að hafa samband við lögregluna á Suðurnesjum í síma: 8320253. Fundarlaunin verða greidd til þess sem lögreglyfirvöld staðfesta að hafi fyrstur komið á framfæri ábendingu um hvar búnaðinn er að finna. Gætt verður fyllsta trúnaðar við þá sem veita lögreglu upplýsingar um málið. Lögfræðistofa sem fer með málið fyrir hönd eigenda búnaðarins sér um að annast greiðslu fundarlauna. Eitt gagnaveranna var í eigu Advania en ekki hefur komið fram hverjir eigendur búnaðarins. Búnaðurinn er sem fyrr segir metinn á 200 milljónir króna en ekki hafa fengist upplýsingar um hvaða gön var að finna á tölvunum. Þær voru þó ætlaðar í námugröft fyrir rafmyntinni Bitcoin.Páll Winkel ræddi viðurlög við að strjúka úr fangelsi í Reykjavík Síðdegis í dag. Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Kanna hvort Sindri hafi verið í einni af rúmlega 40 vélum sem fóru frá Keflavík í morgun Vonandi skilar þetta okkur staðfestingu á því hvort hann hafi farið í morgun eða ekki, segir yfirlögregluþjónn. 17. apríl 2018 12:54 Óttast að strokufanginn reyni að komast úr landi Gæti hafa komist ansi langt miðað við þann tíma sem hefur liðið frá strokinu. 17. apríl 2018 10:50 Lögreglan lýsir eftir strokufanga Hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 2. febrúar 2018 vegna rannsóknar lögreglunnar á umfangsmiklum þjófnaði á tölvubúnaði. 17. apríl 2018 09:38 Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Fleiri fréttir Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Sjá meira
Sindri Þór Stefánsson, sem strauk úr gæsluvarðhaldi í fangelsinu að Sogni um eittleytið í nótt, komst úr landi. Allar líkur eru á því að hann hafi verið kominn upp í flugvél þegar lögreglunni á Suðurnesjum barst tilkynning þess efnis að hann hefði flúið af fangelsinu. Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum sem barst fréttastofu rétt fyrir klukkan fjögur segir að lögreglan hafi staðfestar upplýsingar um að Sindri fór frá landinu í morgun til Arlanda flugvallar í Svíþjóð kl. 07:34. Fyrir liggur að Sindri ferðaðist á nafni annars manns en myndir úr öryggismyndavélakefi Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar staðfesta að Sindri var á ferðinni. Í samstarfi við sænsk lögregluyfirvöld er unnið að því að hafa upp á Sindra. Alþjóðleg handtökuskipun hefur verið gefin út á hendur honum.Grunaður um aðild að umsvikamiklum þjófnaði Sindri hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 2. febrúar vegna rannsóknar lögreglu á umfangsmiklum þjófnaði á tölvubúnaði. Fyrst var hann í gæsluvarðhaldi á Hólmsheiði en undanfarna tíu daga í opnu fangelsi á Sogni, þar sem föngum er treyst til þess að fara hvergi. Það komi niður á þeim bregðist þeir því trausti að sögn fangelsismálastjóra. Búnaðurinn er hluti af þýfinu í þremur innbrotum í gagnaver í Reykjanesbæ og í Borgarbyggð frá desember til janúar þar sem 600 tölvum að verðmæti 200 milljónum króna var stolið. Grunur leikur á að málið gæti teygt anga sína til annarra landa. Voru tölvurnar sérbúnar til að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin.Sogn er opið fangelsi en Páll Winkel fangelsismálastjóri sagði í samtali við Vísi í morgun að algengt væri að gæsluvarðhaldsfangar væru vistaðir þar. Færi það eftir því hvort þeir væru taldir hættulegir. Sindri var ekki talinn hættulegur eða líklegur til að flýja þegar ákveðið var að vista hann á Sogni. Gunnar Schram, yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum, sagði við fréttastofu í dag að Sindri hefði haft einhvern aðgang að tölvu og síma að Sogni. Lögregla ætlaði að kanna hvernig hann notaði þann aðgang. Þá væri algengt að fangar kæmust yfir farsíma og fengju þannig opnari aðgang að netinu. Verið væri að kanna hvort það hefði verið raunin hjá Sindra.Bjóða áfram fundarlaun Eigendur tölvubúnaðarins sem stolið var úr gagnaveri á Suðurnesjum heita áfram 6 milljónum íslenskra króna í fundarlaun til þess sem getur veitt áreiðanlegar upplýsingar um hvar búnaðinn er að finna. Frestur til að koma ábendingum um búnaðinn hefur verið framlengdur um tvær vikur, eða til 2.maí 2018. Þeir sem búa yfir upplýsingum um málið eru hvattir til að hafa samband við lögregluna á Suðurnesjum í síma: 8320253. Fundarlaunin verða greidd til þess sem lögreglyfirvöld staðfesta að hafi fyrstur komið á framfæri ábendingu um hvar búnaðinn er að finna. Gætt verður fyllsta trúnaðar við þá sem veita lögreglu upplýsingar um málið. Lögfræðistofa sem fer með málið fyrir hönd eigenda búnaðarins sér um að annast greiðslu fundarlauna. Eitt gagnaveranna var í eigu Advania en ekki hefur komið fram hverjir eigendur búnaðarins. Búnaðurinn er sem fyrr segir metinn á 200 milljónir króna en ekki hafa fengist upplýsingar um hvaða gön var að finna á tölvunum. Þær voru þó ætlaðar í námugröft fyrir rafmyntinni Bitcoin.Páll Winkel ræddi viðurlög við að strjúka úr fangelsi í Reykjavík Síðdegis í dag.
Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Kanna hvort Sindri hafi verið í einni af rúmlega 40 vélum sem fóru frá Keflavík í morgun Vonandi skilar þetta okkur staðfestingu á því hvort hann hafi farið í morgun eða ekki, segir yfirlögregluþjónn. 17. apríl 2018 12:54 Óttast að strokufanginn reyni að komast úr landi Gæti hafa komist ansi langt miðað við þann tíma sem hefur liðið frá strokinu. 17. apríl 2018 10:50 Lögreglan lýsir eftir strokufanga Hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 2. febrúar 2018 vegna rannsóknar lögreglunnar á umfangsmiklum þjófnaði á tölvubúnaði. 17. apríl 2018 09:38 Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Fleiri fréttir Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Sjá meira
Kanna hvort Sindri hafi verið í einni af rúmlega 40 vélum sem fóru frá Keflavík í morgun Vonandi skilar þetta okkur staðfestingu á því hvort hann hafi farið í morgun eða ekki, segir yfirlögregluþjónn. 17. apríl 2018 12:54
Óttast að strokufanginn reyni að komast úr landi Gæti hafa komist ansi langt miðað við þann tíma sem hefur liðið frá strokinu. 17. apríl 2018 10:50
Lögreglan lýsir eftir strokufanga Hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 2. febrúar 2018 vegna rannsóknar lögreglunnar á umfangsmiklum þjófnaði á tölvubúnaði. 17. apríl 2018 09:38