Félagsmálaráðherra kallar leigusala á sinn fund Höskuldur Kári Schram skrifar 16. apríl 2018 18:43 Félagsmálaráðherra hefur kallað eigendur þjónustuíbúða við Boðaþing í Kópavogi á sinn fund vegna ákvörðunar þeirra um að segja upp leigusamningum við íbúa í húsinu. Ráðherra segist finna fyrir aukinni hörku á leigumarkaði og segir nauðsynlegt að endurskoða þær reglur sem nú eru í gildi. Hópur aldraðra íbúa í þjónustu- og öryggisíbúðum við Boðaðþing hefur á undanförnum árum staðið í málaferlum við rekstrarfélag íbúðanna vegna ágreinings um innheimtu hússjóðs. Íbúarnir töldu að hússjóðurinn hafi verið notaður til að standa straum af óskyldum kostnaði og kröfðust þess að fá endurgreitt. Heildarupphæðin hljóp á mörgum milljónum króna. Íbúðirnar eru í eigu Naustavarar sem er dótturfélag Sjómannadagsráðs og er rekið samhliða Hrafnistu. Héraðsdómur dæmdi í málinu á síðasta ári og féllst á allar kröfur íbúa. Félagið greip þá til þess ráðs að breyta leigusamningi. Þeir sem neituðu að skrifa undir fengu uppsögn og hefur þeim nú verið gert að yfirgefa íbúðir sínar á næstu mánuðum. Inga Sæland formaður Flokks fólksins tók málið upp á Alþingi í dag og kallaði eftir afstöðu félagsmálaráðherra. „Staðreyndin er sú að leigusali, í þessu tilviki er dótturfélags Sjómannadagsráðs, er móðurfélag yfir öllum Hrafnistuheimilunum. Naustavör heitir það. Eins og við vitum njóta Hrafnistuheimilin samninga við Sjúkratryggingar Íslands, þannig að þetta er alls ekki þannig að við eigum ekki að taka utan um málið og að það sé ekki stutt af almannafé,“ sagði Inga Sæland á Alþingi. Ráðherra sagði þetti dæmi um þá hörku sem er í gangi á leigumarkaði og við því verði að bregðast. „Ég hef líka tilkynnt þeim leigusölum sem þarna eiga í hlut að ég hyggist boða þá á fund til að fara yfir þetta einstaka mál og önnur sambærileg mál. Ég vil bara segja að ég held að sú staða sem er á leigumarkaði í dag á Íslandi kalli á stjórnvöld verði tilbúin til þess að skoða þessi mál betur, enda vantar oft og tíðum svolítið félagslegu taugina í þetta,“ sagði Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra. Húsnæðismál Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Félagsmálaráðherra hefur kallað eigendur þjónustuíbúða við Boðaþing í Kópavogi á sinn fund vegna ákvörðunar þeirra um að segja upp leigusamningum við íbúa í húsinu. Ráðherra segist finna fyrir aukinni hörku á leigumarkaði og segir nauðsynlegt að endurskoða þær reglur sem nú eru í gildi. Hópur aldraðra íbúa í þjónustu- og öryggisíbúðum við Boðaðþing hefur á undanförnum árum staðið í málaferlum við rekstrarfélag íbúðanna vegna ágreinings um innheimtu hússjóðs. Íbúarnir töldu að hússjóðurinn hafi verið notaður til að standa straum af óskyldum kostnaði og kröfðust þess að fá endurgreitt. Heildarupphæðin hljóp á mörgum milljónum króna. Íbúðirnar eru í eigu Naustavarar sem er dótturfélag Sjómannadagsráðs og er rekið samhliða Hrafnistu. Héraðsdómur dæmdi í málinu á síðasta ári og féllst á allar kröfur íbúa. Félagið greip þá til þess ráðs að breyta leigusamningi. Þeir sem neituðu að skrifa undir fengu uppsögn og hefur þeim nú verið gert að yfirgefa íbúðir sínar á næstu mánuðum. Inga Sæland formaður Flokks fólksins tók málið upp á Alþingi í dag og kallaði eftir afstöðu félagsmálaráðherra. „Staðreyndin er sú að leigusali, í þessu tilviki er dótturfélags Sjómannadagsráðs, er móðurfélag yfir öllum Hrafnistuheimilunum. Naustavör heitir það. Eins og við vitum njóta Hrafnistuheimilin samninga við Sjúkratryggingar Íslands, þannig að þetta er alls ekki þannig að við eigum ekki að taka utan um málið og að það sé ekki stutt af almannafé,“ sagði Inga Sæland á Alþingi. Ráðherra sagði þetti dæmi um þá hörku sem er í gangi á leigumarkaði og við því verði að bregðast. „Ég hef líka tilkynnt þeim leigusölum sem þarna eiga í hlut að ég hyggist boða þá á fund til að fara yfir þetta einstaka mál og önnur sambærileg mál. Ég vil bara segja að ég held að sú staða sem er á leigumarkaði í dag á Íslandi kalli á stjórnvöld verði tilbúin til þess að skoða þessi mál betur, enda vantar oft og tíðum svolítið félagslegu taugina í þetta,“ sagði Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra.
Húsnæðismál Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira