Eyþór telur tvískinnung einkenna gagnrýni Lífar Jakob Bjarnar skrifar 16. apríl 2018 17:38 Eyþór snýr vörn í sókn og segir borgina geta trútt um talað þegar aldraðir og öryrkjar eru annars vegar. „Það merkilegt að heyra þau sjónarmið sem Líf Magneudóttir og Gunnar Smári Egilsson hafa uppi í málefnum eldri borgara. Í stað þess að taka undir tillögur okkar um að létta aðeins álögur á elstu samborgara okkar fara þau í lagatúlkanir á því hvað borginni er heimilt,“ segir Eyþór Arnalds leiðtogi Sjálfstæðisflokksins í borginni. Í stuttum pistli sem hann setti nú fyrir stundu inn á kosningasíðu sína.Verulegur hiti er hlaupinn í kosningaslaginn vegna komandi sveitarstjórnarkosningar en í dag hafa andstæðingar Sjálfstæðisflokksins sett öngla sína í kosningaloforð flokksins þess efnis að fasteignagjöld á þá sem eldri eru en sjötugir verði felld niður. Líf, sem er forseti borgarstjórnar, Gunnar Smári leiðtogi Sósíalistaflokksins og Vilhjálmur Þorsteinsson fyrrverandi gjaldkeri Samfylkingarinnar eru meðal þeirra sem efast um að það standist lög. En Eyþór vísar til þess að svona hafi þetta verið í Vestmannaeyjum um árabil, án vandkvæða.Þrætubók og lagatækni í stað stuðnings við eldri borgaraVísir fjallaði um málið fyrr í dag og ræddi þá meðal annars við Elliða um hvernig þetta horfir við Eyjamönnum. „Það sem við erum að leggja til hefur verið gert í Vestmannaeyjum við góðan orðstír um árabil,“ segir Eyþór og heldur áfram: „Það er sérkennilegt svo ekki sé meira sagt að oddvitar VG og Sósíalistaflokksins skuli velja þrætubók og lagatækni í stað þess að styðja eldri borgara. Það er síðan mikill tvískinnungur að fulltrúi núverandi meirihluta tali fyrir lagatækni þar sem borgin hefur brotið lög á öryrkjum um árabil. Verið dæmd í héraði og Hæstarétti. Þá var ekki mikið verið að spá í lögin.“Kafkaísk viðbrögð ReykjavíkurborgarVísir ræddi nánar við Eyþór um þessi atriði sem hann setur fram og spurði út í þau. „Reykjavíkurborg borgaði ekki lögbundnar húsaleigubætur til öryrkja í mörg mörg ár. Þrátt fyrir að öryrkjar hafi sótt rétt sinn til dómsstóla og alla leið til Hæstaréttar, er ekki enn búið að ganga frá greiðslum til öryrkja heldur er enn verið að svara með lagatæknilegum rökum. Í stað þess að greiða það sem borgin var dæmd til að gera. Það eina sem hægt er að sjá út úr þessu tvennu er að núverandi meirihluti vill ekki bæta kjör aldraðra. Það er það eina sem hægt er að lesa út úr þessu tvennu,“ segir Eyþór. Eyþór bendir í þessu samhengi á fjölmörg mál sem dæmi um nákvæmlega þetta og sýnir blaðamanni auk þess dæmi um slíkt, bréf sem málsaðilum hafa borist frá Reykjavíkurborg. Hann telur óyggjandi að viðbrögð borgarinnar við réttmætum kröfum aldraðra, sem og öryrkja, séu nánast Kafkaísk, og til þess fallin að drepa málum á dreif. Kosningar 2018 Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Eyþór í klemmu vegna kosningaloforða Fullyrt að ólöglegt sé að fella niður fasteignagjöld á eldri borgara. 16. apríl 2018 13:59 Skattahugmyndir Eyþórs sagðar hannaðar fyrir hina ríku Eyþór Arnalds segist vilja gera eldri borgurum kleift að búa lengur heima hjá sér. 16. apríl 2018 11:40 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
„Það merkilegt að heyra þau sjónarmið sem Líf Magneudóttir og Gunnar Smári Egilsson hafa uppi í málefnum eldri borgara. Í stað þess að taka undir tillögur okkar um að létta aðeins álögur á elstu samborgara okkar fara þau í lagatúlkanir á því hvað borginni er heimilt,“ segir Eyþór Arnalds leiðtogi Sjálfstæðisflokksins í borginni. Í stuttum pistli sem hann setti nú fyrir stundu inn á kosningasíðu sína.Verulegur hiti er hlaupinn í kosningaslaginn vegna komandi sveitarstjórnarkosningar en í dag hafa andstæðingar Sjálfstæðisflokksins sett öngla sína í kosningaloforð flokksins þess efnis að fasteignagjöld á þá sem eldri eru en sjötugir verði felld niður. Líf, sem er forseti borgarstjórnar, Gunnar Smári leiðtogi Sósíalistaflokksins og Vilhjálmur Þorsteinsson fyrrverandi gjaldkeri Samfylkingarinnar eru meðal þeirra sem efast um að það standist lög. En Eyþór vísar til þess að svona hafi þetta verið í Vestmannaeyjum um árabil, án vandkvæða.Þrætubók og lagatækni í stað stuðnings við eldri borgaraVísir fjallaði um málið fyrr í dag og ræddi þá meðal annars við Elliða um hvernig þetta horfir við Eyjamönnum. „Það sem við erum að leggja til hefur verið gert í Vestmannaeyjum við góðan orðstír um árabil,“ segir Eyþór og heldur áfram: „Það er sérkennilegt svo ekki sé meira sagt að oddvitar VG og Sósíalistaflokksins skuli velja þrætubók og lagatækni í stað þess að styðja eldri borgara. Það er síðan mikill tvískinnungur að fulltrúi núverandi meirihluta tali fyrir lagatækni þar sem borgin hefur brotið lög á öryrkjum um árabil. Verið dæmd í héraði og Hæstarétti. Þá var ekki mikið verið að spá í lögin.“Kafkaísk viðbrögð ReykjavíkurborgarVísir ræddi nánar við Eyþór um þessi atriði sem hann setur fram og spurði út í þau. „Reykjavíkurborg borgaði ekki lögbundnar húsaleigubætur til öryrkja í mörg mörg ár. Þrátt fyrir að öryrkjar hafi sótt rétt sinn til dómsstóla og alla leið til Hæstaréttar, er ekki enn búið að ganga frá greiðslum til öryrkja heldur er enn verið að svara með lagatæknilegum rökum. Í stað þess að greiða það sem borgin var dæmd til að gera. Það eina sem hægt er að sjá út úr þessu tvennu er að núverandi meirihluti vill ekki bæta kjör aldraðra. Það er það eina sem hægt er að lesa út úr þessu tvennu,“ segir Eyþór. Eyþór bendir í þessu samhengi á fjölmörg mál sem dæmi um nákvæmlega þetta og sýnir blaðamanni auk þess dæmi um slíkt, bréf sem málsaðilum hafa borist frá Reykjavíkurborg. Hann telur óyggjandi að viðbrögð borgarinnar við réttmætum kröfum aldraðra, sem og öryrkja, séu nánast Kafkaísk, og til þess fallin að drepa málum á dreif.
Kosningar 2018 Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Eyþór í klemmu vegna kosningaloforða Fullyrt að ólöglegt sé að fella niður fasteignagjöld á eldri borgara. 16. apríl 2018 13:59 Skattahugmyndir Eyþórs sagðar hannaðar fyrir hina ríku Eyþór Arnalds segist vilja gera eldri borgurum kleift að búa lengur heima hjá sér. 16. apríl 2018 11:40 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Eyþór í klemmu vegna kosningaloforða Fullyrt að ólöglegt sé að fella niður fasteignagjöld á eldri borgara. 16. apríl 2018 13:59
Skattahugmyndir Eyþórs sagðar hannaðar fyrir hina ríku Eyþór Arnalds segist vilja gera eldri borgurum kleift að búa lengur heima hjá sér. 16. apríl 2018 11:40