Innlent

„Höfum aldrei fengið áfallahjálp“

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Andri Freyr var nýorðinn átján ára þegar hann lést
Andri Freyr var nýorðinn átján ára þegar hann lést vísir/egill
Fjölskylda Andra Freys Sveinssonar sem lést eftir fall úr rússibana á Spáni árið 2014 hefur höfðað einkamál gegn skemmtigarðinum, í þeirri von að öryggismál verði bætt.

„Í mínum huga snýst þetta um að garðurinn viðurkenni að þeir hafi gert eitthvað rangt, viðhald á tækjum hafi verið ábótavant og að þeir tryggi að þetta gerist ekki aftur. Þá er stærsti sigurinn unninn," segir Sveinn Albert Sigfússon, í viðtali í fréttum Stöðvar 2 í kvöld þar sem rætt verður við hann um málaferlin, sorgina og eftirköstin en átta fjölskyldumeðlimir voru úti þegar slysið gerðist og þrír urðu vitni af því, þar af yngri systir Andra. 

Fjölskyldan fær engan opinberan stuðning við málareksturinn en sárast segja þau að hafa aldrei fengið áfallahjálp á þeim fjórum árum síðan Andri lést.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×