350 þúsund króna sátt RÚV í meiðyrðamáli Sigurður Mikael Jónsson skrifar 12. apríl 2018 06:00 RÚV samdi um annað meiðyrðamál utan dómstóla árið 2009 vegna fréttar frá árinu 2008. Sáttin kostaði 350 þúsund krónur. Vísir/ernir Ríkisútvarpið greiddi útgerðarfyrirtækinu FiskAra frá Súðavík 350 þúsund krónur í sáttagreiðslu vegna fréttar í svæðisútvarpi Vestfjarða árið 2008 um yfirvofandi gjaldþrot fyrirtækisins sem reyndist röng. Trúnaði af sáttargreiðslunni hefur verið aflétt í kjölfar niðurstöðu úrskurðarnefndar um upplýsingamál á dögunum um að RÚV bæri að afhenda Vísi samkomulag sem stofnunin gerði við Guðmund Spartakus Ómarsson á síðasta ári. Fréttablaðið greindi frá því í október að ákvörðun RÚV um að greiða Guðmundi 2,5 milljónir í miskabætur til að ljúka meiðyrðamáli utan dómstóla sem hann hafði höfðað á hendur stofnuninni væri ekki einsdæmi. Slíkt hið sama hefði gerst vegna lítillar fréttar sem hljómaði í svæðisútvarpi Vestfjarða árið 2008. RÚV neitaði þá beiðni Fréttablaðsins um efni sáttarinnar og vildi ekki upplýsa um hversu há sáttargreiðslan var fyrr en niðurstaða fengist hjá úrskurðarnefndinni um sátt RÚV við Guðmund. Nú hefur RÚV veitt Fréttablaðinu þessar upplýsingar.Sjá einnig: RÚV gert að afhenda samkomulag um fréttaflutningÍ mars 2009 höfðaði FiskAri ehf. mál á hendur RÚV vegna fréttarinnar um að FiskAri ætti í „verulegum fjárhagslegum erfiðleikum og rambaði á barmi gjaldþrots“. Krafist var að ummæli yrðu dæmd dauð og ómerk, RÚV yrði gert að greiða félaginu 400 þúsund krónur til að kosta birtingu dóms í fjórum dagblöðum og að RÚV greiddi málskostnað.Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins.Vísir/StefánÍ samkomulagi FiskAra og RÚV kemur fram að stofnunin fallist á að ummælin hafi falið í sér fullyrðingar um staðreyndir sem hafi ekki átt sér viðhlítandi stoð í raunveruleikanum, er fyrirtækið beðið afsökunar auk þess sem leiðrétting og afsökunarbeiðni yrðu birt á textavarpi RÚV, í fréttum svæðisútvarpsins og í dagblaðinu Bæjarins besta á Ísafirði. Þá féllst RÚV einnig á að greiða 350 þúsund krónur í málskostnað en að gegn greiðslunni og birtingu leiðréttingar og afsökunarbeiðni skuldbatt FiskAri sig til að fella niður meiðyrðamálið og lýsa því yfir að félagið ætti engar frekari kröfur á hendur stofnuninni vegna málsins. Munurinn á samkomulagi RÚV við FiskAra og Guðmund Spartakus felst einna helst í því að í sáttinni við Guðmund var kveðið á um að engin leiðrétting yrði gerð á fréttunum sem stefnt var vegna, sáttin væri ekki viðurkenning á bótaskyldu og enginn yrði beðinn afsökunar. Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var útvarpsstjóri þegar sáttin við FiskAra ver gerð en hann hefur gagnrýnt miskabótagreiðslu RÚV til Guðmundar. Furðaði hann sig á að stofnunin væri að kaupa sig frá því að biðjast afsökunar eða leiðrétta frétt. Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Tengdar fréttir RÚV gert að afhenda samkomulag um fréttaflutning Páll Magnússon formaður allsherjarnefndar krefst viðbragða frá stjórn RÚV og/eða ráðherra. 10. apríl 2018 14:00 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Ríkisútvarpið greiddi útgerðarfyrirtækinu FiskAra frá Súðavík 350 þúsund krónur í sáttagreiðslu vegna fréttar í svæðisútvarpi Vestfjarða árið 2008 um yfirvofandi gjaldþrot fyrirtækisins sem reyndist röng. Trúnaði af sáttargreiðslunni hefur verið aflétt í kjölfar niðurstöðu úrskurðarnefndar um upplýsingamál á dögunum um að RÚV bæri að afhenda Vísi samkomulag sem stofnunin gerði við Guðmund Spartakus Ómarsson á síðasta ári. Fréttablaðið greindi frá því í október að ákvörðun RÚV um að greiða Guðmundi 2,5 milljónir í miskabætur til að ljúka meiðyrðamáli utan dómstóla sem hann hafði höfðað á hendur stofnuninni væri ekki einsdæmi. Slíkt hið sama hefði gerst vegna lítillar fréttar sem hljómaði í svæðisútvarpi Vestfjarða árið 2008. RÚV neitaði þá beiðni Fréttablaðsins um efni sáttarinnar og vildi ekki upplýsa um hversu há sáttargreiðslan var fyrr en niðurstaða fengist hjá úrskurðarnefndinni um sátt RÚV við Guðmund. Nú hefur RÚV veitt Fréttablaðinu þessar upplýsingar.Sjá einnig: RÚV gert að afhenda samkomulag um fréttaflutningÍ mars 2009 höfðaði FiskAri ehf. mál á hendur RÚV vegna fréttarinnar um að FiskAri ætti í „verulegum fjárhagslegum erfiðleikum og rambaði á barmi gjaldþrots“. Krafist var að ummæli yrðu dæmd dauð og ómerk, RÚV yrði gert að greiða félaginu 400 þúsund krónur til að kosta birtingu dóms í fjórum dagblöðum og að RÚV greiddi málskostnað.Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins.Vísir/StefánÍ samkomulagi FiskAra og RÚV kemur fram að stofnunin fallist á að ummælin hafi falið í sér fullyrðingar um staðreyndir sem hafi ekki átt sér viðhlítandi stoð í raunveruleikanum, er fyrirtækið beðið afsökunar auk þess sem leiðrétting og afsökunarbeiðni yrðu birt á textavarpi RÚV, í fréttum svæðisútvarpsins og í dagblaðinu Bæjarins besta á Ísafirði. Þá féllst RÚV einnig á að greiða 350 þúsund krónur í málskostnað en að gegn greiðslunni og birtingu leiðréttingar og afsökunarbeiðni skuldbatt FiskAri sig til að fella niður meiðyrðamálið og lýsa því yfir að félagið ætti engar frekari kröfur á hendur stofnuninni vegna málsins. Munurinn á samkomulagi RÚV við FiskAra og Guðmund Spartakus felst einna helst í því að í sáttinni við Guðmund var kveðið á um að engin leiðrétting yrði gerð á fréttunum sem stefnt var vegna, sáttin væri ekki viðurkenning á bótaskyldu og enginn yrði beðinn afsökunar. Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var útvarpsstjóri þegar sáttin við FiskAra ver gerð en hann hefur gagnrýnt miskabótagreiðslu RÚV til Guðmundar. Furðaði hann sig á að stofnunin væri að kaupa sig frá því að biðjast afsökunar eða leiðrétta frétt.
Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Tengdar fréttir RÚV gert að afhenda samkomulag um fréttaflutning Páll Magnússon formaður allsherjarnefndar krefst viðbragða frá stjórn RÚV og/eða ráðherra. 10. apríl 2018 14:00 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
RÚV gert að afhenda samkomulag um fréttaflutning Páll Magnússon formaður allsherjarnefndar krefst viðbragða frá stjórn RÚV og/eða ráðherra. 10. apríl 2018 14:00