Bjóða öllum að draga úr plastnotkun í Umbúðalausum apríl: „Þetta getur verið svo einfalt“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. apríl 2018 21:30 Dísa Dungal er ein þeirra sem standa að átakinu Umbúðalaus apríl. Mynd/Samsett Átakið Umbúðalaus apríl stendur nú sem hæst og bjóða aðstandendur átaksins öllum að taka þátt. Þátttaka þarf ekki að vera flókin eða erfið, að sögn skipuleggjanda, en aðalmarkmið átaksins er að fólk taki lítil skref í átt að umhverfisvænni lífsstíl.Átakið heldur úti Snapchat-aðgangi þar sem fólk er hvatt til að draga úr plastnotkun.Mynd/Dísa DungalSnýst um litlu hlutina Dísa Dungal er ein þeirra sem standa að átakinu Umbúðalaus apríl. Boðað var til átaksins í byrjun mánaðar en eins og nafnið gefur til kynna snýst það í meginatriðum um að takmarka plastneyslu. „Þetta er átak sem er í raun bara til þess að vekja athygli á almennri neyslu og byrjar með einum mánuði. Við viljum vekja fólk til umhugsunar um hvað það er að nota mikið af umbúðum, og þá sérstaklega gífurlegt magn af umbúðum úr plasti á hverjum degi,“ segir Dísa í samtali við Vísi.Sjá einnig: Þurfti að læra að segja nei við öllu hversdagsruslinu Eitt aðalmarkmið átaksins er að fólk tileinki sér lítil skref í átt að umhverfisvænni lífsstíl, sem Dísa segir að þurfi alls ekki að vera erfitt. „Við viljum sýna hvað það getur verið auðvelt að breyta litlum hlutum, eins og t.d. að hætta að nota plastpoka þegar maður fer að versla. Það getur haft rosaleg áhrif að bara ein manneskja sleppi því. Og þannig getur fólk tekið þátt í Umbúðalausum apríl, bara með því að flokka ruslið sitt og hugsa alltaf um að velja „skárri kostinn“,“ segir Dísa. „Peppa fólk“ í gegnum Snapchat Viðbrögð við Umbúðalausum apríl hafa verið mjög góð, að sögn Dísu, en átakið er keyrt áfram á samfélagsmiðlum og geta áhugasamir kynnt sér málið á Facebook-viðburði, Snapchat-aðganginum umbudalaust og Instagram.Átakið snýst einnig um að breiða út boðskapinn.Mynd/Dísa dungal„Við höfum verið að setja efni inn á Snapchat á hverjum degi, og þar er alltaf að bætast fleira og fleira fólk við, og við ætlum að reyna að halda því áfram út apríl,“ segir Dísa. Á Snapchat deilir hópurinn sem stendur að átakinu, auk góðra gesta, daglega ráðum og hugmyndum með þeim sem vilja draga úr plastnotkun. „Við viljum reyna að peppa fólk í þetta. Þetta getur verið svo einfalt.“ Vitundarvakning um skaðsemi plasts Áhugi Dísu sjálfrar á umhverfismálum kviknaði nýlega en hún segir Umbúðalausan apríl hafa hjálpað sér að stíga skrefið til fulls. „Þetta hjálpar mér að komast lengra, skoða mína neyslu og að átta mig á því að það er ótrúlega mikið sem ég get gert.“ Mikil vitundarvakning hefur orðið um skaðsemi plasts í heiminum undanfarin misseri. Frakkar tóku t.d. nýlega upp á því að banna allan borðbúnað úr plasti og þá hefur bann við plasti á Sri Lanka verið í gildi síðan í fyrra. Íslendingar nota að meðaltali 40 kíló af plastumbúðum á ári en fólk og fyrirtæki hér á landi hafa í mörgum tilvikum reynt að draga úr plastnotkun, þ. á m. Mjólkursamsalan, Joe and the Juice og nokkrir skemmtistaðir í miðborg Reykjavíkur, sem hafa hætt að bjóða upp á sogrör úr plasti. Umhverfismál Tengdar fréttir Joe & the Juice á Íslandi hætta í plastinu Joe & the Juice veitingastaðirnir á Íslandi stefna á að hætta að nota plastglös, rör og plastlok á kaffibolla frá og með 15. mars. 10. mars 2018 08:00 Árborg fagnar plokkurum Sveitarfélagið Árborg fagnar því að íbúar skuli tilbúnir að leggja hönd á plóginn við að hreinsa til í umhverfinu. 4. apríl 2018 06:00 Samfylkingin vill banna plastpokanotkun í verslunum Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur lagt fram þingsályktunartillögu þar sem skorað er á umhverfisráðherra að banna plastpokanotkun í verslunum. 30. mars 2018 11:25 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Átakið Umbúðalaus apríl stendur nú sem hæst og bjóða aðstandendur átaksins öllum að taka þátt. Þátttaka þarf ekki að vera flókin eða erfið, að sögn skipuleggjanda, en aðalmarkmið átaksins er að fólk taki lítil skref í átt að umhverfisvænni lífsstíl.Átakið heldur úti Snapchat-aðgangi þar sem fólk er hvatt til að draga úr plastnotkun.Mynd/Dísa DungalSnýst um litlu hlutina Dísa Dungal er ein þeirra sem standa að átakinu Umbúðalaus apríl. Boðað var til átaksins í byrjun mánaðar en eins og nafnið gefur til kynna snýst það í meginatriðum um að takmarka plastneyslu. „Þetta er átak sem er í raun bara til þess að vekja athygli á almennri neyslu og byrjar með einum mánuði. Við viljum vekja fólk til umhugsunar um hvað það er að nota mikið af umbúðum, og þá sérstaklega gífurlegt magn af umbúðum úr plasti á hverjum degi,“ segir Dísa í samtali við Vísi.Sjá einnig: Þurfti að læra að segja nei við öllu hversdagsruslinu Eitt aðalmarkmið átaksins er að fólk tileinki sér lítil skref í átt að umhverfisvænni lífsstíl, sem Dísa segir að þurfi alls ekki að vera erfitt. „Við viljum sýna hvað það getur verið auðvelt að breyta litlum hlutum, eins og t.d. að hætta að nota plastpoka þegar maður fer að versla. Það getur haft rosaleg áhrif að bara ein manneskja sleppi því. Og þannig getur fólk tekið þátt í Umbúðalausum apríl, bara með því að flokka ruslið sitt og hugsa alltaf um að velja „skárri kostinn“,“ segir Dísa. „Peppa fólk“ í gegnum Snapchat Viðbrögð við Umbúðalausum apríl hafa verið mjög góð, að sögn Dísu, en átakið er keyrt áfram á samfélagsmiðlum og geta áhugasamir kynnt sér málið á Facebook-viðburði, Snapchat-aðganginum umbudalaust og Instagram.Átakið snýst einnig um að breiða út boðskapinn.Mynd/Dísa dungal„Við höfum verið að setja efni inn á Snapchat á hverjum degi, og þar er alltaf að bætast fleira og fleira fólk við, og við ætlum að reyna að halda því áfram út apríl,“ segir Dísa. Á Snapchat deilir hópurinn sem stendur að átakinu, auk góðra gesta, daglega ráðum og hugmyndum með þeim sem vilja draga úr plastnotkun. „Við viljum reyna að peppa fólk í þetta. Þetta getur verið svo einfalt.“ Vitundarvakning um skaðsemi plasts Áhugi Dísu sjálfrar á umhverfismálum kviknaði nýlega en hún segir Umbúðalausan apríl hafa hjálpað sér að stíga skrefið til fulls. „Þetta hjálpar mér að komast lengra, skoða mína neyslu og að átta mig á því að það er ótrúlega mikið sem ég get gert.“ Mikil vitundarvakning hefur orðið um skaðsemi plasts í heiminum undanfarin misseri. Frakkar tóku t.d. nýlega upp á því að banna allan borðbúnað úr plasti og þá hefur bann við plasti á Sri Lanka verið í gildi síðan í fyrra. Íslendingar nota að meðaltali 40 kíló af plastumbúðum á ári en fólk og fyrirtæki hér á landi hafa í mörgum tilvikum reynt að draga úr plastnotkun, þ. á m. Mjólkursamsalan, Joe and the Juice og nokkrir skemmtistaðir í miðborg Reykjavíkur, sem hafa hætt að bjóða upp á sogrör úr plasti.
Umhverfismál Tengdar fréttir Joe & the Juice á Íslandi hætta í plastinu Joe & the Juice veitingastaðirnir á Íslandi stefna á að hætta að nota plastglös, rör og plastlok á kaffibolla frá og með 15. mars. 10. mars 2018 08:00 Árborg fagnar plokkurum Sveitarfélagið Árborg fagnar því að íbúar skuli tilbúnir að leggja hönd á plóginn við að hreinsa til í umhverfinu. 4. apríl 2018 06:00 Samfylkingin vill banna plastpokanotkun í verslunum Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur lagt fram þingsályktunartillögu þar sem skorað er á umhverfisráðherra að banna plastpokanotkun í verslunum. 30. mars 2018 11:25 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Joe & the Juice á Íslandi hætta í plastinu Joe & the Juice veitingastaðirnir á Íslandi stefna á að hætta að nota plastglös, rör og plastlok á kaffibolla frá og með 15. mars. 10. mars 2018 08:00
Árborg fagnar plokkurum Sveitarfélagið Árborg fagnar því að íbúar skuli tilbúnir að leggja hönd á plóginn við að hreinsa til í umhverfinu. 4. apríl 2018 06:00
Samfylkingin vill banna plastpokanotkun í verslunum Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur lagt fram þingsályktunartillögu þar sem skorað er á umhverfisráðherra að banna plastpokanotkun í verslunum. 30. mars 2018 11:25
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent