Telur mikilvægt að börn geti sagt frá án afleiðinga Hersir Aron Ólafsson skrifar 11. apríl 2018 21:00 Talskona Stígamóta segir nauðsynlegt að koma á úrræði þar sem ungmenni geti sagt frá kynferðisofbeldi án þess að tilkynningarskylda sé til staðar. Mikil aukning varð í fjölda mála á borði samtakanna í fyrra, en meirihluti þolenda varð fyrir ofbeldinu á barnsaldri. Þrátt fyrir að mikill meirihluti þolenda kynferðisofbeldis verði fyrir brotum yngri en átján ára er algengt að þeir greini ekki frá raunum sínum fyrr en árum eða áratugum síðar. Þetta er meðal þess sem fram kom í ársskýrslu Stígamóta fyrir 2017, en málum sem komu á borð samtakanna fjölgaði um 30% milli ára. „Við teljum að hluti af ástæðum þess að þau hafa ekki leitað hjálpar sé hræðslan við að opna málin,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta.Ber að tilkynna mál lögum samkvæmt Þannig sé algengt að brotamaðurinn tengist þolandanum ættar- eða vinaböndum og hann óttist því að sundra fjölskyldunni með einhverjum hætti komist málið til foreldra eða yfirvalda. „Ég man eftir stúlku sem hringdi í mig og spurði: „Ertu með númerabirti? Hvað gerist ef ég segi þér eitthvað?“ og þegar ég sagði henni það sagði hún bara að það kæmi ekki til greina að mamma og pabbi fái að vita eða í ljós komi hver hafi gert þetta. Á sama tíma var hún hins vegar í örvinglan að leita að hjálp,“ segir Guðrún. Í dag ber samtökum á borð við Stígamót lögum samkvæmt að tilkynna yfirvöldum ef barn kveðst hafa orðið fyrir slíku ofbeldi. Þetta telur Guðrún að valdi því gjarnan að þolendur burðist frekar með raunir sínar, einir með sjálfum sér. „Að sérfræðingar eins og annað hvort Barnahús eða við ef okkur væri treyst fyrir því opnuðum hreinlega síma einhverja tíma í viku þar sem börnum væri gert kleift að segja frá alvarlegum hlutum án þess að nokkuð gerist. Þar sem ekki er númerabirtir heldur höfum við bara það hlutverk að mæta barninu og vinna leiðir til að það geti opnað málið sitt.“Mikið um unga brotamenn Hún segir jafnframt áhyggjuefni hversu stórt hlutfall gerenda er ungt fólk. Nauðsynlegt sé að nálgast muninn á heilbrigðu og óheilbrigðri kynhegðun í fræðslu, strax á grunnskólastigi. „Kynfræðsla hefur til margra ára snúist um einhverja tæknilega hluti eins og þunganir eða eitthvað slíkt. Fyrst og fremst finnst okkur að það eigi að vera siðfræðilegur hluti þarna og virkileg fræðsla til krakka á öllum aldri,“ segir Guðrún að lokum. Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Aldrei fleiri mál á borð Stígamóta Talskona Stígamóta segir fjölgunina í takt við samfélagsumræðuna. 11. apríl 2018 13:30 Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
Talskona Stígamóta segir nauðsynlegt að koma á úrræði þar sem ungmenni geti sagt frá kynferðisofbeldi án þess að tilkynningarskylda sé til staðar. Mikil aukning varð í fjölda mála á borði samtakanna í fyrra, en meirihluti þolenda varð fyrir ofbeldinu á barnsaldri. Þrátt fyrir að mikill meirihluti þolenda kynferðisofbeldis verði fyrir brotum yngri en átján ára er algengt að þeir greini ekki frá raunum sínum fyrr en árum eða áratugum síðar. Þetta er meðal þess sem fram kom í ársskýrslu Stígamóta fyrir 2017, en málum sem komu á borð samtakanna fjölgaði um 30% milli ára. „Við teljum að hluti af ástæðum þess að þau hafa ekki leitað hjálpar sé hræðslan við að opna málin,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta.Ber að tilkynna mál lögum samkvæmt Þannig sé algengt að brotamaðurinn tengist þolandanum ættar- eða vinaböndum og hann óttist því að sundra fjölskyldunni með einhverjum hætti komist málið til foreldra eða yfirvalda. „Ég man eftir stúlku sem hringdi í mig og spurði: „Ertu með númerabirti? Hvað gerist ef ég segi þér eitthvað?“ og þegar ég sagði henni það sagði hún bara að það kæmi ekki til greina að mamma og pabbi fái að vita eða í ljós komi hver hafi gert þetta. Á sama tíma var hún hins vegar í örvinglan að leita að hjálp,“ segir Guðrún. Í dag ber samtökum á borð við Stígamót lögum samkvæmt að tilkynna yfirvöldum ef barn kveðst hafa orðið fyrir slíku ofbeldi. Þetta telur Guðrún að valdi því gjarnan að þolendur burðist frekar með raunir sínar, einir með sjálfum sér. „Að sérfræðingar eins og annað hvort Barnahús eða við ef okkur væri treyst fyrir því opnuðum hreinlega síma einhverja tíma í viku þar sem börnum væri gert kleift að segja frá alvarlegum hlutum án þess að nokkuð gerist. Þar sem ekki er númerabirtir heldur höfum við bara það hlutverk að mæta barninu og vinna leiðir til að það geti opnað málið sitt.“Mikið um unga brotamenn Hún segir jafnframt áhyggjuefni hversu stórt hlutfall gerenda er ungt fólk. Nauðsynlegt sé að nálgast muninn á heilbrigðu og óheilbrigðri kynhegðun í fræðslu, strax á grunnskólastigi. „Kynfræðsla hefur til margra ára snúist um einhverja tæknilega hluti eins og þunganir eða eitthvað slíkt. Fyrst og fremst finnst okkur að það eigi að vera siðfræðilegur hluti þarna og virkileg fræðsla til krakka á öllum aldri,“ segir Guðrún að lokum.
Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Aldrei fleiri mál á borð Stígamóta Talskona Stígamóta segir fjölgunina í takt við samfélagsumræðuna. 11. apríl 2018 13:30 Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
Aldrei fleiri mál á borð Stígamóta Talskona Stígamóta segir fjölgunina í takt við samfélagsumræðuna. 11. apríl 2018 13:30