Framhaldsskólanemar tregir til þátttöku í skuggakosningum Heimir Már Pétursson skrifar 11. apríl 2018 20:30 Reynt er að efla áhuga ungs fólks á borgarstjórnarmálum með framboðsfundum og skuggakosningum en þótt kjörstaðirnir í þeim séu færðir inn í framhaldsskólana er þátttakan lítil. Dagur B. Eggertsson nýtur mun meira fylgis í embætti borgarstjóra en fylgi Samfylkingarinnar gefur til kynna samkvæmt könnun Fréttablaðsins. Eins og fram kom í fréttum okkar í gær stefnir í met í fjölda framboða fyrir komandi borgarstjórnarkosningar í vor og gætu þau orðið að minnsta kosti fjórtán. Þá þarf minna fylgi nú en áður til að ná inn borgarfulltrúa, því borgarfulltrúum verður fjölgað úr fimmtán í tuttugu og þrjá. Kosningabaráttan fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor er hafin í framhaldsskólum borgarinnar. Samhliða framboðskynningum fara fram skuggakosningar til borgarstjórnar í skólunum. „Þetta er eiginlega æfing í því að taka þátt í lýðræðislegum kosningum. Við reynum að herma eftir því hvernig raunverulegar kosningar fara fram,“ segir Róbert Ferdinandsson kennari á félagsfræðibraut Fjölbrautaskólans við Ármúla. Þannig sé til dæmis gefin út kjörskrá og frambjóðendur mæti í skólana til að kynna stefnumál sín og sitja fyrir svörum eins og í FÁ í morgun.Eyþór Arnalds og Dagur B. Eggertsson.Vísir/SamsettYngstu kjósendurnir hafa verið tregastir til að mæta á kjörstað í almennum kosningum og það á líka við í skuggkosningunum þótt kjörklefinn sé færður inn í skólana.„Hún hefur verið svona svipuð, því miður eins og þekkist, í kringum 40 prósent. En aðalatriðið í okkar huga er að virkja sem flesta,“ segir Róbert.Samkvæmt könnun sem Fréttablaðið birtir í dag myndu 45 prósent þeirra sem taka afstöðu vilja Dag B. Eggertsson áfram í stól borgarstjóra, 30 prósent Eyþór Arnalds en aðrir njóta eins stafs fylgis í embættið.Ertu sáttur við það?„Mér finnst þetta mjög góð byrjun. Að vera með 30 prósenta stuðning í þetta embætti. Langmestan stuðning fyrir utan sitjandi borgarstjóra sem hefur meiri stuðning eins og staðan er í dag,“ segir Eyþór.Dagur er þakklátur fyrir stuðninginn.„Reyndar tek ég þetta ekki bara til mín heldur í raun til alls meirihlutans. Því ég held að það hafi vakið athygli að við höfum unnið mjög vel saman sem einn maður. Fólk á því kannski ekki að venjast í pólitík og vill meira af því,“ segir Dagur B. Eggertsson. Kosningar 2018 Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Yfir 40 prósent segjast óánægð með Dag Yfir 40 prósent í könnun Fréttablaðsins og vefmiðilsins frettabladid.is eru óánægð með störf Dags B. Eggertssonar. Hann er þó sá sem flestir vilja sem borgarstjóra. 11. apríl 2018 06:00 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Sjá meira
Reynt er að efla áhuga ungs fólks á borgarstjórnarmálum með framboðsfundum og skuggakosningum en þótt kjörstaðirnir í þeim séu færðir inn í framhaldsskólana er þátttakan lítil. Dagur B. Eggertsson nýtur mun meira fylgis í embætti borgarstjóra en fylgi Samfylkingarinnar gefur til kynna samkvæmt könnun Fréttablaðsins. Eins og fram kom í fréttum okkar í gær stefnir í met í fjölda framboða fyrir komandi borgarstjórnarkosningar í vor og gætu þau orðið að minnsta kosti fjórtán. Þá þarf minna fylgi nú en áður til að ná inn borgarfulltrúa, því borgarfulltrúum verður fjölgað úr fimmtán í tuttugu og þrjá. Kosningabaráttan fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor er hafin í framhaldsskólum borgarinnar. Samhliða framboðskynningum fara fram skuggakosningar til borgarstjórnar í skólunum. „Þetta er eiginlega æfing í því að taka þátt í lýðræðislegum kosningum. Við reynum að herma eftir því hvernig raunverulegar kosningar fara fram,“ segir Róbert Ferdinandsson kennari á félagsfræðibraut Fjölbrautaskólans við Ármúla. Þannig sé til dæmis gefin út kjörskrá og frambjóðendur mæti í skólana til að kynna stefnumál sín og sitja fyrir svörum eins og í FÁ í morgun.Eyþór Arnalds og Dagur B. Eggertsson.Vísir/SamsettYngstu kjósendurnir hafa verið tregastir til að mæta á kjörstað í almennum kosningum og það á líka við í skuggkosningunum þótt kjörklefinn sé færður inn í skólana.„Hún hefur verið svona svipuð, því miður eins og þekkist, í kringum 40 prósent. En aðalatriðið í okkar huga er að virkja sem flesta,“ segir Róbert.Samkvæmt könnun sem Fréttablaðið birtir í dag myndu 45 prósent þeirra sem taka afstöðu vilja Dag B. Eggertsson áfram í stól borgarstjóra, 30 prósent Eyþór Arnalds en aðrir njóta eins stafs fylgis í embættið.Ertu sáttur við það?„Mér finnst þetta mjög góð byrjun. Að vera með 30 prósenta stuðning í þetta embætti. Langmestan stuðning fyrir utan sitjandi borgarstjóra sem hefur meiri stuðning eins og staðan er í dag,“ segir Eyþór.Dagur er þakklátur fyrir stuðninginn.„Reyndar tek ég þetta ekki bara til mín heldur í raun til alls meirihlutans. Því ég held að það hafi vakið athygli að við höfum unnið mjög vel saman sem einn maður. Fólk á því kannski ekki að venjast í pólitík og vill meira af því,“ segir Dagur B. Eggertsson.
Kosningar 2018 Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Yfir 40 prósent segjast óánægð með Dag Yfir 40 prósent í könnun Fréttablaðsins og vefmiðilsins frettabladid.is eru óánægð með störf Dags B. Eggertssonar. Hann er þó sá sem flestir vilja sem borgarstjóra. 11. apríl 2018 06:00 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Sjá meira
Yfir 40 prósent segjast óánægð með Dag Yfir 40 prósent í könnun Fréttablaðsins og vefmiðilsins frettabladid.is eru óánægð með störf Dags B. Eggertssonar. Hann er þó sá sem flestir vilja sem borgarstjóra. 11. apríl 2018 06:00