Metfjöldi framboðslista en auðveldara að ná manni inn Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. apríl 2018 19:45 Enn sem komið er hafa fjórtán framboð lýst yfir áhuga á að bjóða fram til borgarstjórnar. Enn getur þó margt breyst. Vísir/Hlynur Allt bendir til þess að metfjöldi flokka bjóði fram í borgarstjórnarkosningunum í vor. Þá fjölgar borgarfulltrúum sem þýðir að auðveldara verður fyrir framboðin að fá mann kjörinn inn í borgarstjórn. Að sögn stjórnmálafræðings er þó of snemmt að spá of mikið í spilin hvað varðar myndun meirihluta. 15 borgarfulltrúar eiga nú sæti í borgarstjórn Reykjavíkur en þeim fjölgar í 23 í sveitarstjórnarkosningunum í lok maí. Til þess að ná manni inn samkvæmt núverandi fyrirkomulagi þurftu flokkar á bilinu 7-6% fylgi en sá þröskuldur lækkar niður í rúmlega 4% með nýju fyrirkomulagi. Þá hafa aldrei fleiri framboð lýst yfir áhuga á að bjóða fram. Sex flokkar eiga nú fulltrúa í borgarstjórn; Samfylkingin, Vinstri græn, Björt framtíð og Píratar sem mynda meirihluta auk Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina. Björt framtíð hyggst þó ekki bjóða fram í vor og Framsóknarflokkurinn býður fram undir styttra nafni. Þá hafa minnst níu til viðbótar lýst vilja til að bjóða fram; Miðflokkurinn, Viðreisn, Flokkur fólksins, Íslenska þjóðfylkingin, Alþýðufylkingin, Höfuðborgarlistinn, Frelsisflokkurinn, Sósíalistaflokkurinn og sérstakt kvennaframboð. Enn gætu fleiri bæst í hópinn eða aðrir fallið frá, en frestur til að skila inn framboðslista rennur út á hádegi þann 5. maí. Eva Heiða Önnudóttir.Vísir/skjáskot„Það eru sem sagt fjórtán framboð sem hafa verið orðuð við framboð, náttúrlega mislangt á veg komin, en þá er það metfjöldi framboða í borginni,” segir Eva Heiða Önnudóttir, dósent við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Hingað til hefur núverandi borgarstjórnarmeirihluti haldið velli í skoðanakönnunum, allt þar til í dag en samkvæmt könnun Fréttablaðsins sem birt var í morgun er meirihlutinn fallinn. Að sögn Evu geta enn orðið miklar sveiflur á fylgi flokkanna og er of snemmt að spá um of í spilin hvað varðar myndun meirihluta. „Kosningabaráttan er ekki byrjuð, og um leið og hún byrjar þá fer maður að sjá meiri hreyfingar á milli flokka,” segir Eva. „Ef maður horfir á framboðin sem koma til greina, þau eru 14, það er ekki víst að þeim takist öllum að stilla upp lista að þá raðast þessi framboð nokkurn veginn frá lengst til vinstri til lengst til hægri. Þannig að ég held að maður ætti frekar að gera ráð fyrir að þetta verði spurning um hvort þetta verði miðju-hægri borgarstjórnarmeirihluti eða miðju-vinstri borgarstjórnarmeirihluti.” Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin í borgarstjórn eru jafn stór samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og vefmiðilsins frettabladid.is. Framsóknarflokkurinn fengi kjörinn mann. Samfylkingin, VG og Píratar gætu ekki myndað meirihluta. 10. apríl 2018 03:45 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fleiri fréttir Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Sjá meira
Allt bendir til þess að metfjöldi flokka bjóði fram í borgarstjórnarkosningunum í vor. Þá fjölgar borgarfulltrúum sem þýðir að auðveldara verður fyrir framboðin að fá mann kjörinn inn í borgarstjórn. Að sögn stjórnmálafræðings er þó of snemmt að spá of mikið í spilin hvað varðar myndun meirihluta. 15 borgarfulltrúar eiga nú sæti í borgarstjórn Reykjavíkur en þeim fjölgar í 23 í sveitarstjórnarkosningunum í lok maí. Til þess að ná manni inn samkvæmt núverandi fyrirkomulagi þurftu flokkar á bilinu 7-6% fylgi en sá þröskuldur lækkar niður í rúmlega 4% með nýju fyrirkomulagi. Þá hafa aldrei fleiri framboð lýst yfir áhuga á að bjóða fram. Sex flokkar eiga nú fulltrúa í borgarstjórn; Samfylkingin, Vinstri græn, Björt framtíð og Píratar sem mynda meirihluta auk Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina. Björt framtíð hyggst þó ekki bjóða fram í vor og Framsóknarflokkurinn býður fram undir styttra nafni. Þá hafa minnst níu til viðbótar lýst vilja til að bjóða fram; Miðflokkurinn, Viðreisn, Flokkur fólksins, Íslenska þjóðfylkingin, Alþýðufylkingin, Höfuðborgarlistinn, Frelsisflokkurinn, Sósíalistaflokkurinn og sérstakt kvennaframboð. Enn gætu fleiri bæst í hópinn eða aðrir fallið frá, en frestur til að skila inn framboðslista rennur út á hádegi þann 5. maí. Eva Heiða Önnudóttir.Vísir/skjáskot„Það eru sem sagt fjórtán framboð sem hafa verið orðuð við framboð, náttúrlega mislangt á veg komin, en þá er það metfjöldi framboða í borginni,” segir Eva Heiða Önnudóttir, dósent við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Hingað til hefur núverandi borgarstjórnarmeirihluti haldið velli í skoðanakönnunum, allt þar til í dag en samkvæmt könnun Fréttablaðsins sem birt var í morgun er meirihlutinn fallinn. Að sögn Evu geta enn orðið miklar sveiflur á fylgi flokkanna og er of snemmt að spá um of í spilin hvað varðar myndun meirihluta. „Kosningabaráttan er ekki byrjuð, og um leið og hún byrjar þá fer maður að sjá meiri hreyfingar á milli flokka,” segir Eva. „Ef maður horfir á framboðin sem koma til greina, þau eru 14, það er ekki víst að þeim takist öllum að stilla upp lista að þá raðast þessi framboð nokkurn veginn frá lengst til vinstri til lengst til hægri. Þannig að ég held að maður ætti frekar að gera ráð fyrir að þetta verði spurning um hvort þetta verði miðju-hægri borgarstjórnarmeirihluti eða miðju-vinstri borgarstjórnarmeirihluti.”
Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin í borgarstjórn eru jafn stór samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og vefmiðilsins frettabladid.is. Framsóknarflokkurinn fengi kjörinn mann. Samfylkingin, VG og Píratar gætu ekki myndað meirihluta. 10. apríl 2018 03:45 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fleiri fréttir Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Sjá meira
Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin í borgarstjórn eru jafn stór samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og vefmiðilsins frettabladid.is. Framsóknarflokkurinn fengi kjörinn mann. Samfylkingin, VG og Píratar gætu ekki myndað meirihluta. 10. apríl 2018 03:45