Láta draum Andra rætast Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 29. apríl 2018 21:27 vísir/egill Fjölskylda Andra Freys Sveinssonar, sem lést fyrir tæpum fjórum árum þegar hann féll úr rússíbana í skemmtigarðinum Terra Mítica á Spáni, hefur staðið í ströngu síðustu ár og hefur ákveðið að fara í einkamál við skemmtigarðinn. Forsvarsmenn garðsins hafa hingað til enga ábyrgð tekið á slysinu, eins og fjallað var um í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrir nokkru síðan.Sjá einnig: Sorgin stendur í stað þar til réttlæti er náðFaðir Andra, Sveinn Albert Sigfússon og stjúpmóðir, Hulda GuðjónsdóttirVísir/EgillNú hefur fjölskyldan stofnað síðu á Karolinafund þar sem þau safna fjármagni. Ekki fyrir málaferlunum heldur vilja þau gera upp bíl Andra sem hefur staðið óhreyfður í fjögur ár en það var alltaf draumur feðganna að gjörbreyta bílnum eftir hugmyndum Andra. „Allt sem Andri átti varð að vera eiturgrænt. Ástæðan fyrir grænum vegg hér heima er að þetta var hans litur og bíllinn átti að vera grænn líka. Það var alltaf planið,“ segir Sveinn Sigfússon, faðir Andra. Fjölskyldan vonar að með söfnuninni verði bíllinn kominn á götuna fyrir 23 ára afmæli Andra í apríl á næsta ári. Bílinn ætla þau að eiga sjálf til minningar um Andra en vona þó að hann muni gegna stærra hlutverki í framtíðinni.Svona lítur bíllinn út í dag en fjölskyldan vill gera bílinn upp og sprauta hann eiturgrænan í anda Andra.„Kannski verður hann tákn baráttu gegn slysum í skemmtigörðum. Það er barátta sem mig langar að taka seinna þegar heilsan er komin aftur, að taka þá baráttu,“ segir Sveinn. Eftir að Andri lést hefur fjölskylda hans opnað augun fyrir þeim fjölmörgu hættum sem leynast í hinum ýmsu skemmtigörðum og benda til dæmis á facebook-síðu þar sem öll slys í skemmtigörðum eru tekin saman. Þau segja slysin líka gerast á Íslandi, þau hafi til að mynda orðið vitni af því þegar hoppukastali hrundi á hliðina í Hveragerði fyrir nokkru síðan en kastalinn var óbundinn.„Við lömuðumst þennan dag þegar við sáum þetta,“ segir Hulda, stjúpmóðir Andra. „Við duttum alveg niður - þetta var bara áminning um það sem við höfðum gengið í gegnum.“ Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Sjá meira
Fjölskylda Andra Freys Sveinssonar, sem lést fyrir tæpum fjórum árum þegar hann féll úr rússíbana í skemmtigarðinum Terra Mítica á Spáni, hefur staðið í ströngu síðustu ár og hefur ákveðið að fara í einkamál við skemmtigarðinn. Forsvarsmenn garðsins hafa hingað til enga ábyrgð tekið á slysinu, eins og fjallað var um í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrir nokkru síðan.Sjá einnig: Sorgin stendur í stað þar til réttlæti er náðFaðir Andra, Sveinn Albert Sigfússon og stjúpmóðir, Hulda GuðjónsdóttirVísir/EgillNú hefur fjölskyldan stofnað síðu á Karolinafund þar sem þau safna fjármagni. Ekki fyrir málaferlunum heldur vilja þau gera upp bíl Andra sem hefur staðið óhreyfður í fjögur ár en það var alltaf draumur feðganna að gjörbreyta bílnum eftir hugmyndum Andra. „Allt sem Andri átti varð að vera eiturgrænt. Ástæðan fyrir grænum vegg hér heima er að þetta var hans litur og bíllinn átti að vera grænn líka. Það var alltaf planið,“ segir Sveinn Sigfússon, faðir Andra. Fjölskyldan vonar að með söfnuninni verði bíllinn kominn á götuna fyrir 23 ára afmæli Andra í apríl á næsta ári. Bílinn ætla þau að eiga sjálf til minningar um Andra en vona þó að hann muni gegna stærra hlutverki í framtíðinni.Svona lítur bíllinn út í dag en fjölskyldan vill gera bílinn upp og sprauta hann eiturgrænan í anda Andra.„Kannski verður hann tákn baráttu gegn slysum í skemmtigörðum. Það er barátta sem mig langar að taka seinna þegar heilsan er komin aftur, að taka þá baráttu,“ segir Sveinn. Eftir að Andri lést hefur fjölskylda hans opnað augun fyrir þeim fjölmörgu hættum sem leynast í hinum ýmsu skemmtigörðum og benda til dæmis á facebook-síðu þar sem öll slys í skemmtigörðum eru tekin saman. Þau segja slysin líka gerast á Íslandi, þau hafi til að mynda orðið vitni af því þegar hoppukastali hrundi á hliðina í Hveragerði fyrir nokkru síðan en kastalinn var óbundinn.„Við lömuðumst þennan dag þegar við sáum þetta,“ segir Hulda, stjúpmóðir Andra. „Við duttum alveg niður - þetta var bara áminning um það sem við höfðum gengið í gegnum.“
Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Sjá meira