Láta draum Andra rætast Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 29. apríl 2018 21:27 vísir/egill Fjölskylda Andra Freys Sveinssonar, sem lést fyrir tæpum fjórum árum þegar hann féll úr rússíbana í skemmtigarðinum Terra Mítica á Spáni, hefur staðið í ströngu síðustu ár og hefur ákveðið að fara í einkamál við skemmtigarðinn. Forsvarsmenn garðsins hafa hingað til enga ábyrgð tekið á slysinu, eins og fjallað var um í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrir nokkru síðan.Sjá einnig: Sorgin stendur í stað þar til réttlæti er náðFaðir Andra, Sveinn Albert Sigfússon og stjúpmóðir, Hulda GuðjónsdóttirVísir/EgillNú hefur fjölskyldan stofnað síðu á Karolinafund þar sem þau safna fjármagni. Ekki fyrir málaferlunum heldur vilja þau gera upp bíl Andra sem hefur staðið óhreyfður í fjögur ár en það var alltaf draumur feðganna að gjörbreyta bílnum eftir hugmyndum Andra. „Allt sem Andri átti varð að vera eiturgrænt. Ástæðan fyrir grænum vegg hér heima er að þetta var hans litur og bíllinn átti að vera grænn líka. Það var alltaf planið,“ segir Sveinn Sigfússon, faðir Andra. Fjölskyldan vonar að með söfnuninni verði bíllinn kominn á götuna fyrir 23 ára afmæli Andra í apríl á næsta ári. Bílinn ætla þau að eiga sjálf til minningar um Andra en vona þó að hann muni gegna stærra hlutverki í framtíðinni.Svona lítur bíllinn út í dag en fjölskyldan vill gera bílinn upp og sprauta hann eiturgrænan í anda Andra.„Kannski verður hann tákn baráttu gegn slysum í skemmtigörðum. Það er barátta sem mig langar að taka seinna þegar heilsan er komin aftur, að taka þá baráttu,“ segir Sveinn. Eftir að Andri lést hefur fjölskylda hans opnað augun fyrir þeim fjölmörgu hættum sem leynast í hinum ýmsu skemmtigörðum og benda til dæmis á facebook-síðu þar sem öll slys í skemmtigörðum eru tekin saman. Þau segja slysin líka gerast á Íslandi, þau hafi til að mynda orðið vitni af því þegar hoppukastali hrundi á hliðina í Hveragerði fyrir nokkru síðan en kastalinn var óbundinn.„Við lömuðumst þennan dag þegar við sáum þetta,“ segir Hulda, stjúpmóðir Andra. „Við duttum alveg niður - þetta var bara áminning um það sem við höfðum gengið í gegnum.“ Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Sjá meira
Fjölskylda Andra Freys Sveinssonar, sem lést fyrir tæpum fjórum árum þegar hann féll úr rússíbana í skemmtigarðinum Terra Mítica á Spáni, hefur staðið í ströngu síðustu ár og hefur ákveðið að fara í einkamál við skemmtigarðinn. Forsvarsmenn garðsins hafa hingað til enga ábyrgð tekið á slysinu, eins og fjallað var um í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrir nokkru síðan.Sjá einnig: Sorgin stendur í stað þar til réttlæti er náðFaðir Andra, Sveinn Albert Sigfússon og stjúpmóðir, Hulda GuðjónsdóttirVísir/EgillNú hefur fjölskyldan stofnað síðu á Karolinafund þar sem þau safna fjármagni. Ekki fyrir málaferlunum heldur vilja þau gera upp bíl Andra sem hefur staðið óhreyfður í fjögur ár en það var alltaf draumur feðganna að gjörbreyta bílnum eftir hugmyndum Andra. „Allt sem Andri átti varð að vera eiturgrænt. Ástæðan fyrir grænum vegg hér heima er að þetta var hans litur og bíllinn átti að vera grænn líka. Það var alltaf planið,“ segir Sveinn Sigfússon, faðir Andra. Fjölskyldan vonar að með söfnuninni verði bíllinn kominn á götuna fyrir 23 ára afmæli Andra í apríl á næsta ári. Bílinn ætla þau að eiga sjálf til minningar um Andra en vona þó að hann muni gegna stærra hlutverki í framtíðinni.Svona lítur bíllinn út í dag en fjölskyldan vill gera bílinn upp og sprauta hann eiturgrænan í anda Andra.„Kannski verður hann tákn baráttu gegn slysum í skemmtigörðum. Það er barátta sem mig langar að taka seinna þegar heilsan er komin aftur, að taka þá baráttu,“ segir Sveinn. Eftir að Andri lést hefur fjölskylda hans opnað augun fyrir þeim fjölmörgu hættum sem leynast í hinum ýmsu skemmtigörðum og benda til dæmis á facebook-síðu þar sem öll slys í skemmtigörðum eru tekin saman. Þau segja slysin líka gerast á Íslandi, þau hafi til að mynda orðið vitni af því þegar hoppukastali hrundi á hliðina í Hveragerði fyrir nokkru síðan en kastalinn var óbundinn.„Við lömuðumst þennan dag þegar við sáum þetta,“ segir Hulda, stjúpmóðir Andra. „Við duttum alveg niður - þetta var bara áminning um það sem við höfðum gengið í gegnum.“
Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Sjá meira