Tugþúsundir fermetra af þjónustu og atvinnuhúsnæði á teikniborðinu Heimir Már Pétursson skrifar 27. apríl 2018 20:00 Í morgun fór fram kynning á uppbyggingu á atvinnu og þjónustuhúsnæði sem framundan er í Reykjavík á næstu árum. Mikil uppbygging á alls kyns atvinnuhúsnæði allt frá veitingastöðum upp í iðnaðarstarfsemi er framundan í Reykjavík á næstu árum. Tugþúsundir fermetra munu rísa inn í grónari hverfum sem og í úthverfum. Eitt þeirra svæða sem mun taka algjörum stakkaskiptum er í Kringlunni, þar sem mikil aukning verður á þjónustustarfsemi og byggðar verða um 800 íbúðir. Í morgun fór fram kynning á uppbyggingu á atvinnu og þjónustuhúsnæði sem framundan er í Reykjavík á næstu árum. Verkefnin eru fjölmörg og ólík allt frá íbúðarhúsnæði og hótelum með alls kyns þjónustustarfsemi á jarðhæðum til heilu iðnaðarlóðanna fyrir alls kyns framleiðslustarfsemi. En einar mestu byggingarframkvæmdir sem framundan eru í Reykjavík eru auðvitað nýbyggingarnar við Landsspítalann. Á líkani sem sýnt er í Tjarnarsal ráðhússins má m.a. sjá meðferðarkjarnann í fjórum byggingum sem hafist verður handa við að byggja strax á þessu ári. En þegar uppbyggingunni á Landspítala lóðinni er lokið, hefur þessi hluti borgarinnar tekið gífurlegum breytingum. Kringlusvæðið er eitt þeirra svæða sem mun taka miklum stakkaskiptum á næstu tíu til tólf árum. Halldóra Kristín Bragadóttir arkitekt hjá Kanon arkitektum fór yfir áætlanirnar en þar stendur til að byggja mikið á um þrettán hekturum sem afmarkast af Kringlumýrarbraut, Miklubraut, Listabraut og Kringlunni sjálfri. Meðal annars mun Kringlan töluvert og leita út á við með starfsemi sína.Þessi byggð sem er að rísa hérna, þetta verður ekki allt atvinnuhúsnæði eða hvað? „Nei þetta er blönduð byggð. Það verður atvinnuhúsnæði á götuhæðunum til að efla og göfga mannlífið og síðan verða íbúðir á efri hæðum,“ segir Halldóra Kristín. Reiknað er með að framkvæmdir geti hafist inna tveggja til þriggja ára og svæðið byggist upp í áföngum allt til ársins 2030. Hvað heldur þú þegar upp er staðið að verði margar íbúðir á þessu svæði? „Við erum að tala um að þetta gæti orðið þess vegan ríflega 800 íbúðir,“ segir Halldóra Kristín. Sem styrki atvinnuhúsnæðið og auki nýtingu á svæðinu, eins og bílastæðum og öðrum umferðamannvirkjum. „Og náttúrlega gott að fá þessa innspýtingu fólks sem getur komist hingað gangandi og hjólandi. Eflir viðskipti og þjónustu. Ýtir undir fjölbreyttan samgöngumáta, borgarlínuna sem er fyrirhuguð og þar fram eftir götunum,“ segir Halldóra Kristín Bragadóttir. Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Sjá meira
Mikil uppbygging á alls kyns atvinnuhúsnæði allt frá veitingastöðum upp í iðnaðarstarfsemi er framundan í Reykjavík á næstu árum. Tugþúsundir fermetra munu rísa inn í grónari hverfum sem og í úthverfum. Eitt þeirra svæða sem mun taka algjörum stakkaskiptum er í Kringlunni, þar sem mikil aukning verður á þjónustustarfsemi og byggðar verða um 800 íbúðir. Í morgun fór fram kynning á uppbyggingu á atvinnu og þjónustuhúsnæði sem framundan er í Reykjavík á næstu árum. Verkefnin eru fjölmörg og ólík allt frá íbúðarhúsnæði og hótelum með alls kyns þjónustustarfsemi á jarðhæðum til heilu iðnaðarlóðanna fyrir alls kyns framleiðslustarfsemi. En einar mestu byggingarframkvæmdir sem framundan eru í Reykjavík eru auðvitað nýbyggingarnar við Landsspítalann. Á líkani sem sýnt er í Tjarnarsal ráðhússins má m.a. sjá meðferðarkjarnann í fjórum byggingum sem hafist verður handa við að byggja strax á þessu ári. En þegar uppbyggingunni á Landspítala lóðinni er lokið, hefur þessi hluti borgarinnar tekið gífurlegum breytingum. Kringlusvæðið er eitt þeirra svæða sem mun taka miklum stakkaskiptum á næstu tíu til tólf árum. Halldóra Kristín Bragadóttir arkitekt hjá Kanon arkitektum fór yfir áætlanirnar en þar stendur til að byggja mikið á um þrettán hekturum sem afmarkast af Kringlumýrarbraut, Miklubraut, Listabraut og Kringlunni sjálfri. Meðal annars mun Kringlan töluvert og leita út á við með starfsemi sína.Þessi byggð sem er að rísa hérna, þetta verður ekki allt atvinnuhúsnæði eða hvað? „Nei þetta er blönduð byggð. Það verður atvinnuhúsnæði á götuhæðunum til að efla og göfga mannlífið og síðan verða íbúðir á efri hæðum,“ segir Halldóra Kristín. Reiknað er með að framkvæmdir geti hafist inna tveggja til þriggja ára og svæðið byggist upp í áföngum allt til ársins 2030. Hvað heldur þú þegar upp er staðið að verði margar íbúðir á þessu svæði? „Við erum að tala um að þetta gæti orðið þess vegan ríflega 800 íbúðir,“ segir Halldóra Kristín. Sem styrki atvinnuhúsnæðið og auki nýtingu á svæðinu, eins og bílastæðum og öðrum umferðamannvirkjum. „Og náttúrlega gott að fá þessa innspýtingu fólks sem getur komist hingað gangandi og hjólandi. Eflir viðskipti og þjónustu. Ýtir undir fjölbreyttan samgöngumáta, borgarlínuna sem er fyrirhuguð og þar fram eftir götunum,“ segir Halldóra Kristín Bragadóttir.
Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Sjá meira