Milljón dollara miðinn kominn í sölu Benedikt Bóas skrifar 26. apríl 2018 06:00 Mikið stuð var á meðal gesta á Solstice í fyrra, jafnvel þótt þeir hafi ekki borgað milljón dollara. Vísir/ernir Tónlistarhátíðin Secret Solstice er að taka á sig mynd, flestir listamenn eru bókaðir og Laugardalurinn er tilbúinn að taka á móti hátíðinni sem verður frá 21.-24 júní. Rokkkóngarnir í Slayer, leðurbarkinn Bonnie Tyler auk gömlu hundanna í Jet Black Joe ásamt fjölmörgum öðrum stórum og smáum munu telja í og slá taktinn í Laugardal. Hægt er að njóta hátíðarinnar ef peningar eru ekki vandamál því milljón dollara miðinn er kominn í sölu. Fyrir eina milljón dollara, eða rúmlega 100 milljónir er hægt að fá gullna miðann á hátíðina, sem er samkvæmt tilkynningu sagður vera dýrasti tónleikamiði í heimi. Hver vill ekki óþrjótandi kampavín þegar hann lendir á einkaþotunni sem hátíðin útvegar? Hver vill ekki sólahringsaðgang að tveimur bílum og bílstjórum sem og leiðsögumanni um borgina, HM-veislu þar sem hægt er að horfa á hvaða leik sem er með einkakokk fyrir þig og þína gesti sem og endalausar pylsur á Bæjarins beztu. Ef 100 milljónir eru aðeins of mikið er einnig í boði Pakki guðanna á 14.800 dollara eða um 1,5 milljónir, en þrír slíkir verða seldir, og Óðinn sem er á rétt rúmlega 2.000 dollara sem gerir rétt rúmlega 200 þúsund. Forsvarsmenn hátíðarinnar svöruðu ekki þegar Fréttablaðið leitaði svara.Meðal þess sem er innifalið í miðanum er einkaferð í Jökulsár- eða Fjallsárlón.FRÉTTABLAÐIÐ/VALLIGullni miðinnFram og til baka á einkaþotu, Gulfstream G300 eða álíka fyrir sex manns.Lúxusgisting alla Secret Solstice vikuna.Komupartí með endalausu kampavíni og íslensku góðgæti útbúnu af einkakokki.Partí með alþjóð- legri stjörnu sem kemur fram á hátíðinni sem og einkatónleikar fyrir þig og þína gesti.Sérstök 66°Norður pop-up búð á hótelherberginu.Einkahárgreiðslumaður og förðunarfræðingur til að passa upp á glamour-inn.Sólarhringsaðgangur að tveimur bílstjórum sem aka viðkomandi og gestum hvert sem er á lúxusbílum.Daglegt slökunarnudd fyrir viðkomandi og gesti.Sérstakt HM-partí þar sem hægt er að horfa á hvaða leik sem er með einkakokki.Einkatúr með þyrlu um jökla og eldfjöll Suðurlands.VIP-miðnætursigling á snekkju fyrir viðkomandi og gesti ásamt listamanni sem kemur fram á hátíðinni.Miðinn tryggir aðgang baksviðs og fram fyrir röð.Endalausar pylsur á Bæjarins beztu.Ferð á Langjökul á vélsleðum.Þekktur ljósmyndari mun mynda þá ferð.Einkaferð í Jökulsár- eða Fjallsárlón.Matur inni í helli sem verður lýstur upp með kertum. Birtist í Fréttablaðinu Secret Solstice Tengdar fréttir Guðfaðir fönksins spilar á Secret Solstice George Clinton ásamt Parliament-Funkadelics, Kollektiv Turmstrasse, Stuðmenn, Gus Gus, Aron Can, Reykjavíkurdætur, Valdimar, Flóni, Birnir og Joey Christ ásamt fleirum bætast við í þriðju tilkynningu Secret Solstice hátíðarinnar. 27. mars 2018 15:00 Metall, rapp og karókívænir smellir í Laugardalnum Secret Solstice hefur sent frá sér sína aðra tilkynningu fyrir hátíðina í sumar. Hér verður rennt í stórum dráttum yfir það sem tilkynnt hefur verið hingað til á hátíðina og skoðað það helsta sem er að frétta þar á bæ. 22. febrúar 2018 21:00 Bonnie Tyler kemur fram á Secret Solstice Söngkonan fræga Bonnie Tyler mun koma frá á tónlistarhátíðinni Secret Solstice í sumar en hátíðin fer fram í Laugardalnum 21.-24. júní. 7. febrúar 2018 12:30 Vinsælasti rappari Bretlands kemur fram á Secret Solstice Skipuleggjendur tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice hafa nú tilkynnt fyrstu tónlistaratriðin sem fram koma í Laugardalnum 21.-24. júní næstkomandi. 7. febrúar 2018 15:00 Mest lesið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Lífið Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Matur Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Vetrartískan er mætt í Boozt með kósýheit Lífið samstarf Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fleiri fréttir Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Sjá meira
Tónlistarhátíðin Secret Solstice er að taka á sig mynd, flestir listamenn eru bókaðir og Laugardalurinn er tilbúinn að taka á móti hátíðinni sem verður frá 21.-24 júní. Rokkkóngarnir í Slayer, leðurbarkinn Bonnie Tyler auk gömlu hundanna í Jet Black Joe ásamt fjölmörgum öðrum stórum og smáum munu telja í og slá taktinn í Laugardal. Hægt er að njóta hátíðarinnar ef peningar eru ekki vandamál því milljón dollara miðinn er kominn í sölu. Fyrir eina milljón dollara, eða rúmlega 100 milljónir er hægt að fá gullna miðann á hátíðina, sem er samkvæmt tilkynningu sagður vera dýrasti tónleikamiði í heimi. Hver vill ekki óþrjótandi kampavín þegar hann lendir á einkaþotunni sem hátíðin útvegar? Hver vill ekki sólahringsaðgang að tveimur bílum og bílstjórum sem og leiðsögumanni um borgina, HM-veislu þar sem hægt er að horfa á hvaða leik sem er með einkakokk fyrir þig og þína gesti sem og endalausar pylsur á Bæjarins beztu. Ef 100 milljónir eru aðeins of mikið er einnig í boði Pakki guðanna á 14.800 dollara eða um 1,5 milljónir, en þrír slíkir verða seldir, og Óðinn sem er á rétt rúmlega 2.000 dollara sem gerir rétt rúmlega 200 þúsund. Forsvarsmenn hátíðarinnar svöruðu ekki þegar Fréttablaðið leitaði svara.Meðal þess sem er innifalið í miðanum er einkaferð í Jökulsár- eða Fjallsárlón.FRÉTTABLAÐIÐ/VALLIGullni miðinnFram og til baka á einkaþotu, Gulfstream G300 eða álíka fyrir sex manns.Lúxusgisting alla Secret Solstice vikuna.Komupartí með endalausu kampavíni og íslensku góðgæti útbúnu af einkakokki.Partí með alþjóð- legri stjörnu sem kemur fram á hátíðinni sem og einkatónleikar fyrir þig og þína gesti.Sérstök 66°Norður pop-up búð á hótelherberginu.Einkahárgreiðslumaður og förðunarfræðingur til að passa upp á glamour-inn.Sólarhringsaðgangur að tveimur bílstjórum sem aka viðkomandi og gestum hvert sem er á lúxusbílum.Daglegt slökunarnudd fyrir viðkomandi og gesti.Sérstakt HM-partí þar sem hægt er að horfa á hvaða leik sem er með einkakokki.Einkatúr með þyrlu um jökla og eldfjöll Suðurlands.VIP-miðnætursigling á snekkju fyrir viðkomandi og gesti ásamt listamanni sem kemur fram á hátíðinni.Miðinn tryggir aðgang baksviðs og fram fyrir röð.Endalausar pylsur á Bæjarins beztu.Ferð á Langjökul á vélsleðum.Þekktur ljósmyndari mun mynda þá ferð.Einkaferð í Jökulsár- eða Fjallsárlón.Matur inni í helli sem verður lýstur upp með kertum.
Birtist í Fréttablaðinu Secret Solstice Tengdar fréttir Guðfaðir fönksins spilar á Secret Solstice George Clinton ásamt Parliament-Funkadelics, Kollektiv Turmstrasse, Stuðmenn, Gus Gus, Aron Can, Reykjavíkurdætur, Valdimar, Flóni, Birnir og Joey Christ ásamt fleirum bætast við í þriðju tilkynningu Secret Solstice hátíðarinnar. 27. mars 2018 15:00 Metall, rapp og karókívænir smellir í Laugardalnum Secret Solstice hefur sent frá sér sína aðra tilkynningu fyrir hátíðina í sumar. Hér verður rennt í stórum dráttum yfir það sem tilkynnt hefur verið hingað til á hátíðina og skoðað það helsta sem er að frétta þar á bæ. 22. febrúar 2018 21:00 Bonnie Tyler kemur fram á Secret Solstice Söngkonan fræga Bonnie Tyler mun koma frá á tónlistarhátíðinni Secret Solstice í sumar en hátíðin fer fram í Laugardalnum 21.-24. júní. 7. febrúar 2018 12:30 Vinsælasti rappari Bretlands kemur fram á Secret Solstice Skipuleggjendur tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice hafa nú tilkynnt fyrstu tónlistaratriðin sem fram koma í Laugardalnum 21.-24. júní næstkomandi. 7. febrúar 2018 15:00 Mest lesið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Lífið Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Matur Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Vetrartískan er mætt í Boozt með kósýheit Lífið samstarf Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fleiri fréttir Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Sjá meira
Guðfaðir fönksins spilar á Secret Solstice George Clinton ásamt Parliament-Funkadelics, Kollektiv Turmstrasse, Stuðmenn, Gus Gus, Aron Can, Reykjavíkurdætur, Valdimar, Flóni, Birnir og Joey Christ ásamt fleirum bætast við í þriðju tilkynningu Secret Solstice hátíðarinnar. 27. mars 2018 15:00
Metall, rapp og karókívænir smellir í Laugardalnum Secret Solstice hefur sent frá sér sína aðra tilkynningu fyrir hátíðina í sumar. Hér verður rennt í stórum dráttum yfir það sem tilkynnt hefur verið hingað til á hátíðina og skoðað það helsta sem er að frétta þar á bæ. 22. febrúar 2018 21:00
Bonnie Tyler kemur fram á Secret Solstice Söngkonan fræga Bonnie Tyler mun koma frá á tónlistarhátíðinni Secret Solstice í sumar en hátíðin fer fram í Laugardalnum 21.-24. júní. 7. febrúar 2018 12:30
Vinsælasti rappari Bretlands kemur fram á Secret Solstice Skipuleggjendur tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice hafa nú tilkynnt fyrstu tónlistaratriðin sem fram koma í Laugardalnum 21.-24. júní næstkomandi. 7. febrúar 2018 15:00