Land Rover Defender pallbíll árið 2020 Finnur Thorlacius skrifar 26. apríl 2018 08:00 Vígalegur. Seinna á þessu ári mun Land Rover kynna arftaka hins goðsagnakennda Defender-bíls síns og víst er að margir bíða spenntir eftir að sjá útlit hans. Land Rover ætlar ekki að láta staðar numið með einni útfærslu bílsins, heldur stendur til að kynna pallbílsútfærslu hans árið 2020. Sá bíll mun því taka þátt í því pallbílastríði sem hafið er hjá evrópskum bílaframleiðendum, en Mercedes Benz kynnti nýverið X-Class og við hann keppir Volkswagen Amarok. Defender-pallbíllinn verður þó ólíkur þeim hvað það varðar að hann verður ekki „double-cab“með fjórum hurðum heldur aðeins tveimur, og líklega bara einni sætaröð. Land Rover ætlar samt að bjóða þessa pallbílsútfærslu Defender í mörgum útfærslum, allt frá mjög hráum bíl til hálfgerðs lúxusbíls.Engir rafmótorar Bíllinn verður framleiddur í nýrri verksmiðju Jaguar Land Rover í Slóvakíu, en að auki kemur til greina að framleiða hann líka í nýrri verksmiðju í Mexíkó. Þó að venjulegur Defender verði í boði sem tengiltvinnbíll eða jafnvel hreinræktaður rafmagnsbíll í sumum útfærslum, stendur alls ekki til að pallbíllinn verði með slíkum drifrásum, heldur aðeins brunavélum. Það er vegna þess að búist er við því að þessi bíll verði vinsælastur í þróunarlöndum þar sem innviðir fyrir rafbíla eru víðast hvar ekki til staðar og áhuginn lítill sem enginn. Líklegast er að pallbíllinn verði í boði með 2,0 lítra Ingenium-vélum, bæði í dísil- og bensínformi. Hönnuðir Land Rover segja að tilvonandi Defender-bíll muni setja Mercedes Benz G-Class bílinn í skuggann og að þar fari bíll sem verði engum líkur og muni koma hressilega á óvart. Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent
Seinna á þessu ári mun Land Rover kynna arftaka hins goðsagnakennda Defender-bíls síns og víst er að margir bíða spenntir eftir að sjá útlit hans. Land Rover ætlar ekki að láta staðar numið með einni útfærslu bílsins, heldur stendur til að kynna pallbílsútfærslu hans árið 2020. Sá bíll mun því taka þátt í því pallbílastríði sem hafið er hjá evrópskum bílaframleiðendum, en Mercedes Benz kynnti nýverið X-Class og við hann keppir Volkswagen Amarok. Defender-pallbíllinn verður þó ólíkur þeim hvað það varðar að hann verður ekki „double-cab“með fjórum hurðum heldur aðeins tveimur, og líklega bara einni sætaröð. Land Rover ætlar samt að bjóða þessa pallbílsútfærslu Defender í mörgum útfærslum, allt frá mjög hráum bíl til hálfgerðs lúxusbíls.Engir rafmótorar Bíllinn verður framleiddur í nýrri verksmiðju Jaguar Land Rover í Slóvakíu, en að auki kemur til greina að framleiða hann líka í nýrri verksmiðju í Mexíkó. Þó að venjulegur Defender verði í boði sem tengiltvinnbíll eða jafnvel hreinræktaður rafmagnsbíll í sumum útfærslum, stendur alls ekki til að pallbíllinn verði með slíkum drifrásum, heldur aðeins brunavélum. Það er vegna þess að búist er við því að þessi bíll verði vinsælastur í þróunarlöndum þar sem innviðir fyrir rafbíla eru víðast hvar ekki til staðar og áhuginn lítill sem enginn. Líklegast er að pallbíllinn verði í boði með 2,0 lítra Ingenium-vélum, bæði í dísil- og bensínformi. Hönnuðir Land Rover segja að tilvonandi Defender-bíll muni setja Mercedes Benz G-Class bílinn í skuggann og að þar fari bíll sem verði engum líkur og muni koma hressilega á óvart.
Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent