Bæjarstjóri segir enga formlega ákvörðun liggja fyrir um landfyllingu Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar 25. apríl 2018 23:44 Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri Akraneskaupsstaðar segir að hann sé mjög meðvitaður um áhyggjur íbúa vegna fyrirhugaðra breytinga á aðalskipulagi við höfnina á Akranesi. Ekki hafi verið tekin formleg ákvörðun um málið. Eins og kom fram á Vísi fyrr í kvöld felast breytingar í fyrirhugaðri stækkun landfyllingar til norðurs til að rýma fyrir stækkun athafnahúsnæðis sem þar er á svæðinu. Íbúi sem Vísir ræddi við í kvöld sagði málið ekki snúast um útlits- og sjónmengun heldur væri þetta spurning um það hvernig bæ þau vilji búa í. „Málið er núna eins og kemur fram að fara í kynningu á íbúafundi og fram til þessa er búið að vera í gangi svokallað kynningarferli þar sem að við höfum verið að óska eftir ábendingum frá bæjarbúum, þannig að formlegt skipulagsferli er ekki hafið. Athugasemdaferli er ekki heldur hafið heldur er þetta bara hluti af lögformlegu ferli sem að við höfum hafið. Við lítum svo á að við viljum gefa bæði fyrirtækinu þann rétt að sækjast eftir því sem þeir eru að óska eftir og auðvitað íbúum að koma með ábendingar um hvað skipti máli í þessu,“ segir Sævar. Fyrirtækið sem um ræðir heitir Skaginn 3X sem er hátæknifyrirtæki á Skaganum. „Svo verður þessi kynningarfundur og eftir það verður tekin ákvörðun hvort að þetta mál fari í formlegt skipulagsferli,“ sagði Sævar Freyr í samtali við fréttastofu í kvöld. Skiptar skoðanir væru á þessari fyrirhuguðu breytingu. „Það er alveg klárt að það eru íbúar sem hafa áhyggjur af málinu og hafa komið með ábendingar. En eins og staðan er núna að þá er athugasemdafrestur ekki hafinn og ekki búið að ákveða að málið fari í formlegt skipulagsferli. En já ég hef alveg orðið var við að það eru íbúar sem hafa áhyggjur af þessu. En ég hef líka orðið var við það að það eru íbúar sem telja mikilvægt að þetta mál fái umfjöllun og skoðun. Þannig að ég get ekki sagt að það sé einhliða skoðun íbúa að þetta eigi ekki að verða. En hugsunin með kynningarfundinum er að gefa öllum færi á að fá allar upplýsingar á borðið áður en að skipulagsferlið hefst.“ Kynningarfundurinn fer fram 2.maí næstkomandi og samhliða verður kynnt tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir reitinn. Skipulag Tengdar fréttir Landfylling á Akranesi leggst ekki vel í íbúa Breytingarnar felast í fyrirhugaðri stækkun landfyllingar til norðurs til að rýma fyrir stækkun athafnahúsnæðis sem þar er á svæðinu. 25. apríl 2018 21:52 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri Akraneskaupsstaðar segir að hann sé mjög meðvitaður um áhyggjur íbúa vegna fyrirhugaðra breytinga á aðalskipulagi við höfnina á Akranesi. Ekki hafi verið tekin formleg ákvörðun um málið. Eins og kom fram á Vísi fyrr í kvöld felast breytingar í fyrirhugaðri stækkun landfyllingar til norðurs til að rýma fyrir stækkun athafnahúsnæðis sem þar er á svæðinu. Íbúi sem Vísir ræddi við í kvöld sagði málið ekki snúast um útlits- og sjónmengun heldur væri þetta spurning um það hvernig bæ þau vilji búa í. „Málið er núna eins og kemur fram að fara í kynningu á íbúafundi og fram til þessa er búið að vera í gangi svokallað kynningarferli þar sem að við höfum verið að óska eftir ábendingum frá bæjarbúum, þannig að formlegt skipulagsferli er ekki hafið. Athugasemdaferli er ekki heldur hafið heldur er þetta bara hluti af lögformlegu ferli sem að við höfum hafið. Við lítum svo á að við viljum gefa bæði fyrirtækinu þann rétt að sækjast eftir því sem þeir eru að óska eftir og auðvitað íbúum að koma með ábendingar um hvað skipti máli í þessu,“ segir Sævar. Fyrirtækið sem um ræðir heitir Skaginn 3X sem er hátæknifyrirtæki á Skaganum. „Svo verður þessi kynningarfundur og eftir það verður tekin ákvörðun hvort að þetta mál fari í formlegt skipulagsferli,“ sagði Sævar Freyr í samtali við fréttastofu í kvöld. Skiptar skoðanir væru á þessari fyrirhuguðu breytingu. „Það er alveg klárt að það eru íbúar sem hafa áhyggjur af málinu og hafa komið með ábendingar. En eins og staðan er núna að þá er athugasemdafrestur ekki hafinn og ekki búið að ákveða að málið fari í formlegt skipulagsferli. En já ég hef alveg orðið var við að það eru íbúar sem hafa áhyggjur af þessu. En ég hef líka orðið var við það að það eru íbúar sem telja mikilvægt að þetta mál fái umfjöllun og skoðun. Þannig að ég get ekki sagt að það sé einhliða skoðun íbúa að þetta eigi ekki að verða. En hugsunin með kynningarfundinum er að gefa öllum færi á að fá allar upplýsingar á borðið áður en að skipulagsferlið hefst.“ Kynningarfundurinn fer fram 2.maí næstkomandi og samhliða verður kynnt tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir reitinn.
Skipulag Tengdar fréttir Landfylling á Akranesi leggst ekki vel í íbúa Breytingarnar felast í fyrirhugaðri stækkun landfyllingar til norðurs til að rýma fyrir stækkun athafnahúsnæðis sem þar er á svæðinu. 25. apríl 2018 21:52 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Landfylling á Akranesi leggst ekki vel í íbúa Breytingarnar felast í fyrirhugaðri stækkun landfyllingar til norðurs til að rýma fyrir stækkun athafnahúsnæðis sem þar er á svæðinu. 25. apríl 2018 21:52