Allt kapp lagt á að Perlan verði opnuð sem fyrst Heimir Már Pétursson skrifar 25. apríl 2018 19:32 Framkvæmdastjóri Perlu norðursins vonar að bruninn í Perlunni í gær tefji opnun mikillar sýningar um náttúru Íslands aðeins um örfáa daga. Unnið var að hreinsun í dag og voru allar vörur Rammagerðarinnar í húsinu meðal annars fjarlægðar úr hillum vegna reykjarlyktar. Allur tiltækur mannafli Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var kallaður að Perlunni í gær þegar eldur kom upp í einum tanki hennar þar sem iðnaðarmenn voru að störfum. Um tvöhundruð manns var gert að yfirgefa bygginguna og tók það slökkvilið um átta klukkustundir að ráða niðurlögum eldsins. Hér á annarri hæð Perlunnar má sjá hvar eldurinn læsti sig í klæðningu í einum tanki hússins. En slökkviliðinu reyndist erfitt að komast að rótum eldsins inni í klæðningunni. Húsið var vaktað af slökkviliði til um klukkan tvö í nótt. Gunnar Gunnarsson forstjóri Perlu náttúrunnar segir að þegar slökkvistarfi var lokið hafi þegar verið byrjað að dæla miklu magni af vatni út úr Perlunni. En betur fór en á horfðist í brunanum meðal annars í sal undir brunastaðnum sem hýsir jarðfræðihluta sýningarinnar; Undur íslenskrar náttúru.Þetta er lán í óláni í raun og veru?„Það er bara ævintýri að þetta hafi endað svona. Miðað við hvað var mikið vatn hér fyrir ofan og hvað mikið vatn kom í rýmið. Það er ótrúlegt að skjávarparnir séu nánast í lagi. Eina sem þarf að laga er gólfið og einn veggur,“ segir Gunnar. Hann þakkar slökkviliði og lögreglu sem með faglegum vinnubrögðum hafi tryggt að ekki fór verr. En reykurinn olli meðal annars tjóni á vörum Rammagerðarinnar á efri hæð Perlunnar og var starfsfólk verslunarinnar í óða önn að fjarlægja allar vörur þaðan í dag. Þegar ég talaði við þig hér fyrir utan í gær þegar slökkvilið var að störfum varstu nú svolítið kvíðinn ekki rétt? „Ég var ofsalega stressaður í gær. Ég held að það hafi ekki munað rosalega miklu í gær. Það voru mjög taugastrekkjandi mínútur að horfa á húsið eins og það var. Þetta var mjög erfitt fyrir mig,“ segir Gunnar. Og það er ekki að undra því Gunnar og félagar hans hafa fjárfest fyrir um tvo milljarða í metnaðarfulltri sýningu á náttúru íslands í Perlunni sem meiningin var að opna formlega á fimmtudag í næstu viku. Gunnar vonar að opnunin tefjist ekki um meira en nokkra daga og hægt verði að opna sýninguna í lok næstu viku. „Okkar markmið er að opna Perluna eins skjótt og hægt er. Við viljum hafa Perluna hundrað prósent. Við viljum ekki að gestir komi inn og finni lykt. Þannig að við erum að reyna eins og við getum. Í húsinu eru að vinna sextíu til sjötíu manns í dag við að tappa út lyktinni og taka ruslið út. Þannig að vonandi tekst okkur að opna á föstudaginn í næstu viku, kannski á laugardaginn. Bara eins fljótt og verða má,“ segir Gunnar Gunnarsson. Tengdar fréttir Munu vakta tankinn í alla nótt Búið er að fækka slökkviliðsmönnum á vettvangi við Perluna. 24. apríl 2018 23:02 Slökkvistarfi lauk um klukkan tvö í nótt Slökkviliðsmönnum gekk erfiðlega að komast að rótum en lagði áherslu á að verja aðalbygginguna en þar inni er búnaður metinn á um eða yfir tvo milljarða króna. 25. apríl 2018 07:46 Skemmdir í Perlunni minni en menn óttuðust Skemmdir vegna brunans í Perlunni í gær eru minni en eigendur sýnigar í húsinu óttuðust en hreinsun og tiltekt hófst í húsinu í morgun. 25. apríl 2018 13:00 Eldur í klæðningu Perlunnar Byggingin hefur verið rýmd. 24. apríl 2018 14:47 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Sjá meira
Framkvæmdastjóri Perlu norðursins vonar að bruninn í Perlunni í gær tefji opnun mikillar sýningar um náttúru Íslands aðeins um örfáa daga. Unnið var að hreinsun í dag og voru allar vörur Rammagerðarinnar í húsinu meðal annars fjarlægðar úr hillum vegna reykjarlyktar. Allur tiltækur mannafli Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var kallaður að Perlunni í gær þegar eldur kom upp í einum tanki hennar þar sem iðnaðarmenn voru að störfum. Um tvöhundruð manns var gert að yfirgefa bygginguna og tók það slökkvilið um átta klukkustundir að ráða niðurlögum eldsins. Hér á annarri hæð Perlunnar má sjá hvar eldurinn læsti sig í klæðningu í einum tanki hússins. En slökkviliðinu reyndist erfitt að komast að rótum eldsins inni í klæðningunni. Húsið var vaktað af slökkviliði til um klukkan tvö í nótt. Gunnar Gunnarsson forstjóri Perlu náttúrunnar segir að þegar slökkvistarfi var lokið hafi þegar verið byrjað að dæla miklu magni af vatni út úr Perlunni. En betur fór en á horfðist í brunanum meðal annars í sal undir brunastaðnum sem hýsir jarðfræðihluta sýningarinnar; Undur íslenskrar náttúru.Þetta er lán í óláni í raun og veru?„Það er bara ævintýri að þetta hafi endað svona. Miðað við hvað var mikið vatn hér fyrir ofan og hvað mikið vatn kom í rýmið. Það er ótrúlegt að skjávarparnir séu nánast í lagi. Eina sem þarf að laga er gólfið og einn veggur,“ segir Gunnar. Hann þakkar slökkviliði og lögreglu sem með faglegum vinnubrögðum hafi tryggt að ekki fór verr. En reykurinn olli meðal annars tjóni á vörum Rammagerðarinnar á efri hæð Perlunnar og var starfsfólk verslunarinnar í óða önn að fjarlægja allar vörur þaðan í dag. Þegar ég talaði við þig hér fyrir utan í gær þegar slökkvilið var að störfum varstu nú svolítið kvíðinn ekki rétt? „Ég var ofsalega stressaður í gær. Ég held að það hafi ekki munað rosalega miklu í gær. Það voru mjög taugastrekkjandi mínútur að horfa á húsið eins og það var. Þetta var mjög erfitt fyrir mig,“ segir Gunnar. Og það er ekki að undra því Gunnar og félagar hans hafa fjárfest fyrir um tvo milljarða í metnaðarfulltri sýningu á náttúru íslands í Perlunni sem meiningin var að opna formlega á fimmtudag í næstu viku. Gunnar vonar að opnunin tefjist ekki um meira en nokkra daga og hægt verði að opna sýninguna í lok næstu viku. „Okkar markmið er að opna Perluna eins skjótt og hægt er. Við viljum hafa Perluna hundrað prósent. Við viljum ekki að gestir komi inn og finni lykt. Þannig að við erum að reyna eins og við getum. Í húsinu eru að vinna sextíu til sjötíu manns í dag við að tappa út lyktinni og taka ruslið út. Þannig að vonandi tekst okkur að opna á föstudaginn í næstu viku, kannski á laugardaginn. Bara eins fljótt og verða má,“ segir Gunnar Gunnarsson.
Tengdar fréttir Munu vakta tankinn í alla nótt Búið er að fækka slökkviliðsmönnum á vettvangi við Perluna. 24. apríl 2018 23:02 Slökkvistarfi lauk um klukkan tvö í nótt Slökkviliðsmönnum gekk erfiðlega að komast að rótum en lagði áherslu á að verja aðalbygginguna en þar inni er búnaður metinn á um eða yfir tvo milljarða króna. 25. apríl 2018 07:46 Skemmdir í Perlunni minni en menn óttuðust Skemmdir vegna brunans í Perlunni í gær eru minni en eigendur sýnigar í húsinu óttuðust en hreinsun og tiltekt hófst í húsinu í morgun. 25. apríl 2018 13:00 Eldur í klæðningu Perlunnar Byggingin hefur verið rýmd. 24. apríl 2018 14:47 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Sjá meira
Munu vakta tankinn í alla nótt Búið er að fækka slökkviliðsmönnum á vettvangi við Perluna. 24. apríl 2018 23:02
Slökkvistarfi lauk um klukkan tvö í nótt Slökkviliðsmönnum gekk erfiðlega að komast að rótum en lagði áherslu á að verja aðalbygginguna en þar inni er búnaður metinn á um eða yfir tvo milljarða króna. 25. apríl 2018 07:46
Skemmdir í Perlunni minni en menn óttuðust Skemmdir vegna brunans í Perlunni í gær eru minni en eigendur sýnigar í húsinu óttuðust en hreinsun og tiltekt hófst í húsinu í morgun. 25. apríl 2018 13:00