Grant ætlar að halda tónleika í Silfurbergi í Hörpu 26. október næstkomandi. Þrjú ár eru liðin frá því að hann var síðast með tónleika á Íslandi og því löngu orðið tímabært að halda tónleika hér að nýju.
Excited to be announcing dates for my UK & European tour later this year... all dates and ticket info are here - with pre-sale UK ticket link to follow. See ya out there! https://t.co/ZXTfumOWQp
— John Grant (@johngrantmusic) April 24, 2018
Hann er nú að leggja lokahönd á fjórðu plötuna sína og af því tilefni er blásið til tónleikaferðar víðsvegar um Evrópu og þar á meðal á Íslandi. Aðeins verður um eina tónleika að ræða að þessu sinni, því er ljóst að ekki fá allir miða sem vilja.