Sindri handtekinn klukkan átta í gærkvöldi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. apríl 2018 11:41 Sindri Þór Stefánsson er hér í Leifsstöð í liðinni viku á leiðinni til Svíþjóðar. Lögreglan á Suðurnesjum Strokufanginn Sindri Þór Stefánsson var handtekinn um klukkan átta að staðartíma í gærkvöldi í miðborg Amsterdam, eða klukkan sex að íslenskum tíma. Talsmaður lögreglunnar í Amsterdam, Rob Van der Veen, segir í samtali að enginn annar hafi verið handtekinn með Sindra en vill að öðru leyti ekki fara nánar út í handtökuna, til að mynda hvað kom lögreglunni á sporið og leiddi til þess að Sindri var tekinn höndum. Þá vill hann ekki svara því til hvort Sindri hafi verið einn á ferð í miðborg Amsterdam þegar hann var handtekinn. Aðspurður kveðst Van der Veen ekki hafa upplýsingar um það hvernig Sindri ferðaðist frá Svíþjóð til Amsterdam en eftir að hann strauk frá Fangelsinu Sogni aðfaranótt síðastliðins þriðjudags tók hann leigubíl til Keflavíkur þaðan sem hann flaug til Svíþjóðar.Rob van der Veen, talsmaður lögreglunnar í Amsterdam.Lögreglan í Amsterdam.Óljóst hvenær Sindri verður framseldur Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, sem fer með rannsókn á stórfelldum þjófnaði sem Sindri er grunaður um aðild að hafði litlar sem engar upplýsingar um handtökuna þegar Vísir náði tali af honum upp úr klukkan ellefu í morgun. Þannig kvaðst hann ekki hafa upplýsingar um það hvort einhver virkni á samfélagsmiðlum, myndir eða annað slíkt, hefði komið lögreglu á sporið en Hafþór Logi Hlynsson, vinur Sindra, birti mynd af sér á Instagram í Amsterdam í gær. Í samtali við Vísi sagði Hafþór að myndin hefði verið stuðningsyfirlýsing við Sindra en myndina hefði hann birt eftir handtökuna í gærkvöldi. Óljóst er hvenær Sindri kemur til landsins en nú fer í gang framsalsferli á grundvelli samnings þar um sem Ísland og Holland hafa gert með sér. Þorgils Þorgilsson, lögmaður Sindra, sagði í samtali við Vísi í morgun að hann vonaðist til að Sindri kæmi til landsins eftir nokkra daga og í mesta lagi eftir rúmlega viku.Fangelsið Sogn þar sem Sindri Þór var í tíu daga áður en hann flúði.Vísir/Magnús HlynurHafði verið tíu daga á Sogni þegar hann flúði Sindri hafði sætt gæsluvarðhaldi frá 2. febrúar vegna rannsóknar lögreglu á umfangsmiklum þjófnaði á tölvubúnaði. Fyrst var hann í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna á Hólmsheiði. Hann hafði verið í varðhaldi á grundvelli almannahagsmuna að Sogni sem er opið fangelsi, þar sem föngum er treyst til þess að fara hvergi. Það komi niður á þeim bregðist þeir því trausti hefur komið fram í máli fangelsismálastjóra. Hann hafði verið tíu daga á Sogni þegar hann flúði. Búnaðurinn er hluti af þýfinu í þremur innbrotum í gagnaver í Reykjanesbæ og í Borgarbyggð á sex vikna tímabili frá 5. desember til 16. janúar þar sem 600 tölvum að verðmæti rúmlega 200 milljónum króna var stolið. Grunur leikur á að málið gæti teygt anga sína til annarra landa. Voru tölvurnar sérbúnar til að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin. Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Birti mynd af sér með Sindra Þór í Amsterdam Stuðningsyfirlýsing við besta vin sinn segir Hafþór Logi Hlynsson. 23. apríl 2018 00:04 Sindri handtekinn í Amsterdam Strauk úr fangelsinu á Sogni fyrir tæpri viku. 22. apríl 2018 21:48 Óljóst hvenær Sindri verður framseldur til Íslands Þorgils Þorgilsson, lögmaður strokufangans Sindra Þórs Stefánssonar, vonast til þess að hann komi til landsins eftir nokkra daga. 23. apríl 2018 09:49 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Strokufanginn Sindri Þór Stefánsson var handtekinn um klukkan átta að staðartíma í gærkvöldi í miðborg Amsterdam, eða klukkan sex að íslenskum tíma. Talsmaður lögreglunnar í Amsterdam, Rob Van der Veen, segir í samtali að enginn annar hafi verið handtekinn með Sindra en vill að öðru leyti ekki fara nánar út í handtökuna, til að mynda hvað kom lögreglunni á sporið og leiddi til þess að Sindri var tekinn höndum. Þá vill hann ekki svara því til hvort Sindri hafi verið einn á ferð í miðborg Amsterdam þegar hann var handtekinn. Aðspurður kveðst Van der Veen ekki hafa upplýsingar um það hvernig Sindri ferðaðist frá Svíþjóð til Amsterdam en eftir að hann strauk frá Fangelsinu Sogni aðfaranótt síðastliðins þriðjudags tók hann leigubíl til Keflavíkur þaðan sem hann flaug til Svíþjóðar.Rob van der Veen, talsmaður lögreglunnar í Amsterdam.Lögreglan í Amsterdam.Óljóst hvenær Sindri verður framseldur Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, sem fer með rannsókn á stórfelldum þjófnaði sem Sindri er grunaður um aðild að hafði litlar sem engar upplýsingar um handtökuna þegar Vísir náði tali af honum upp úr klukkan ellefu í morgun. Þannig kvaðst hann ekki hafa upplýsingar um það hvort einhver virkni á samfélagsmiðlum, myndir eða annað slíkt, hefði komið lögreglu á sporið en Hafþór Logi Hlynsson, vinur Sindra, birti mynd af sér á Instagram í Amsterdam í gær. Í samtali við Vísi sagði Hafþór að myndin hefði verið stuðningsyfirlýsing við Sindra en myndina hefði hann birt eftir handtökuna í gærkvöldi. Óljóst er hvenær Sindri kemur til landsins en nú fer í gang framsalsferli á grundvelli samnings þar um sem Ísland og Holland hafa gert með sér. Þorgils Þorgilsson, lögmaður Sindra, sagði í samtali við Vísi í morgun að hann vonaðist til að Sindri kæmi til landsins eftir nokkra daga og í mesta lagi eftir rúmlega viku.Fangelsið Sogn þar sem Sindri Þór var í tíu daga áður en hann flúði.Vísir/Magnús HlynurHafði verið tíu daga á Sogni þegar hann flúði Sindri hafði sætt gæsluvarðhaldi frá 2. febrúar vegna rannsóknar lögreglu á umfangsmiklum þjófnaði á tölvubúnaði. Fyrst var hann í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna á Hólmsheiði. Hann hafði verið í varðhaldi á grundvelli almannahagsmuna að Sogni sem er opið fangelsi, þar sem föngum er treyst til þess að fara hvergi. Það komi niður á þeim bregðist þeir því trausti hefur komið fram í máli fangelsismálastjóra. Hann hafði verið tíu daga á Sogni þegar hann flúði. Búnaðurinn er hluti af þýfinu í þremur innbrotum í gagnaver í Reykjanesbæ og í Borgarbyggð á sex vikna tímabili frá 5. desember til 16. janúar þar sem 600 tölvum að verðmæti rúmlega 200 milljónum króna var stolið. Grunur leikur á að málið gæti teygt anga sína til annarra landa. Voru tölvurnar sérbúnar til að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin.
Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Birti mynd af sér með Sindra Þór í Amsterdam Stuðningsyfirlýsing við besta vin sinn segir Hafþór Logi Hlynsson. 23. apríl 2018 00:04 Sindri handtekinn í Amsterdam Strauk úr fangelsinu á Sogni fyrir tæpri viku. 22. apríl 2018 21:48 Óljóst hvenær Sindri verður framseldur til Íslands Þorgils Þorgilsson, lögmaður strokufangans Sindra Þórs Stefánssonar, vonast til þess að hann komi til landsins eftir nokkra daga. 23. apríl 2018 09:49 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Birti mynd af sér með Sindra Þór í Amsterdam Stuðningsyfirlýsing við besta vin sinn segir Hafþór Logi Hlynsson. 23. apríl 2018 00:04
Óljóst hvenær Sindri verður framseldur til Íslands Þorgils Þorgilsson, lögmaður strokufangans Sindra Þórs Stefánssonar, vonast til þess að hann komi til landsins eftir nokkra daga. 23. apríl 2018 09:49