Plokkarar fylltu poka á alþjóðlegum degi jarðar Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 23. apríl 2018 06:00 Það var mikið tínt af rusli í Norðlingaholti í gær. Vísir/ernir Plokkarar landsins létu ekki sitt eftir liggja á alþjóðlegum degi jarðar í gær og hópuðust út í vorblíðunni og plokkuðu rusl. Síðustu vikur hafa plokkarar tínt fleiri tonn af plasti og sorpi og komið í endurvinnslu. Í gær var markmiðið að hver og einn plokkari tíndi rusl á eins kílómetra löngum kafla og skila þannig fjögur þúsund hreinum kílómetrum. Steinar Kaldal, formaður Félags umhverfisfræðinga, segir þann mikla áhuga sem fólk virðist hafa á að taka höndum saman nú og tína rusl bera vitni um þær breytingar sem átt hafi sér stað í umhverfisvitund almennings á síðustu árum. „Hjólreiðar, notkun almenningssamgangna, flokkun rusls og nú þetta nýjasta, plokkið, allt saman er þetta jákvæð þróun. Umhverfisvernd og umhverfisvitund eru ekki lengur tabú,“ segir Steinar. „Ef maður hefði séð einhvern úti að hlaupa fyrir fimm árum með poka að tína rusl þá hefði maður örugglega haldið að sá sinn sami væri eitthvað klikkaður.“ Þá bendir Steinar á að nauðsynlegt sé að ráðast að rót vandans sem eru auðvitað þeir sem henda rusli í staðinn fyrir að fara með það í endurvinnslu. „Því að það verður ánægjulegt að geta farið út og ekki bara tekið, heldur einnig gefið. Það er spurning hvað gerist næst, hvort fólk fari með birkiplöntu út að hlaupa og gróðursetji á meðan það hleypur.“Þarf að efla endurvinnslu Plokkið á rætur að rekja til Svíþjóðar en ljóst er að Íslendingar hafa tekið upp þennan heilsusamlega og umhverfisvæna sið og það með opnum örmum enda eru vel yfir fjögur þúsund manns í hópi plokkara á Facebook. Tómas Knútsson, stofnandi umhverfissamstakanna Bláa hersins, hefur undanfarna áratugi staðið að skipulagningu og framkvæmd um hundrað hreinsunarverkefna um allt land. Hann fagnar framtakssemi og elju plokkaranna en bendir um leið á að nauðsynlegt sé að efla endurvinnslu á Íslandi og þá hvata sem eigi að fá fólk til að endurvinna. Tómas bendir jafnframt á að þann 15. september verður hnattrænt hreinsunarátak á vegum samtakanna Let’s do it World. „Ég vil að Íslendingar verði bara í því að þrífa í allt sumar,“ segir Tómas. Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Tengdar fréttir Stórtækir sjóplokkarar í Nauthólsvík Konur sem hafa stundað sjósund og plokk í níu ár hafa týnt marga gáma af rusli í og við sjóinn í Nauthólsvík. Þær létu ekki sitt eftir liggja í dag og söfnuðu plasti, vírum og spýtum. Þær áttu hins vegar erfitt að taka með sér leifar af gömlu klóakröri. 15. apríl 2018 19:00 Vinna verk sín samfélaginu til góðs Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins voru veitt í þrettánda sinn í vikunni. Verðlaun voru afhent í fimm flokkum. Fjöldi tilnefninga barst og var úr vöndu að ráða fyrir þriggja manna dómnefnd. 13. apríl 2018 06:00 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Sjá meira
Plokkarar landsins létu ekki sitt eftir liggja á alþjóðlegum degi jarðar í gær og hópuðust út í vorblíðunni og plokkuðu rusl. Síðustu vikur hafa plokkarar tínt fleiri tonn af plasti og sorpi og komið í endurvinnslu. Í gær var markmiðið að hver og einn plokkari tíndi rusl á eins kílómetra löngum kafla og skila þannig fjögur þúsund hreinum kílómetrum. Steinar Kaldal, formaður Félags umhverfisfræðinga, segir þann mikla áhuga sem fólk virðist hafa á að taka höndum saman nú og tína rusl bera vitni um þær breytingar sem átt hafi sér stað í umhverfisvitund almennings á síðustu árum. „Hjólreiðar, notkun almenningssamgangna, flokkun rusls og nú þetta nýjasta, plokkið, allt saman er þetta jákvæð þróun. Umhverfisvernd og umhverfisvitund eru ekki lengur tabú,“ segir Steinar. „Ef maður hefði séð einhvern úti að hlaupa fyrir fimm árum með poka að tína rusl þá hefði maður örugglega haldið að sá sinn sami væri eitthvað klikkaður.“ Þá bendir Steinar á að nauðsynlegt sé að ráðast að rót vandans sem eru auðvitað þeir sem henda rusli í staðinn fyrir að fara með það í endurvinnslu. „Því að það verður ánægjulegt að geta farið út og ekki bara tekið, heldur einnig gefið. Það er spurning hvað gerist næst, hvort fólk fari með birkiplöntu út að hlaupa og gróðursetji á meðan það hleypur.“Þarf að efla endurvinnslu Plokkið á rætur að rekja til Svíþjóðar en ljóst er að Íslendingar hafa tekið upp þennan heilsusamlega og umhverfisvæna sið og það með opnum örmum enda eru vel yfir fjögur þúsund manns í hópi plokkara á Facebook. Tómas Knútsson, stofnandi umhverfissamstakanna Bláa hersins, hefur undanfarna áratugi staðið að skipulagningu og framkvæmd um hundrað hreinsunarverkefna um allt land. Hann fagnar framtakssemi og elju plokkaranna en bendir um leið á að nauðsynlegt sé að efla endurvinnslu á Íslandi og þá hvata sem eigi að fá fólk til að endurvinna. Tómas bendir jafnframt á að þann 15. september verður hnattrænt hreinsunarátak á vegum samtakanna Let’s do it World. „Ég vil að Íslendingar verði bara í því að þrífa í allt sumar,“ segir Tómas.
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Tengdar fréttir Stórtækir sjóplokkarar í Nauthólsvík Konur sem hafa stundað sjósund og plokk í níu ár hafa týnt marga gáma af rusli í og við sjóinn í Nauthólsvík. Þær létu ekki sitt eftir liggja í dag og söfnuðu plasti, vírum og spýtum. Þær áttu hins vegar erfitt að taka með sér leifar af gömlu klóakröri. 15. apríl 2018 19:00 Vinna verk sín samfélaginu til góðs Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins voru veitt í þrettánda sinn í vikunni. Verðlaun voru afhent í fimm flokkum. Fjöldi tilnefninga barst og var úr vöndu að ráða fyrir þriggja manna dómnefnd. 13. apríl 2018 06:00 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Sjá meira
Stórtækir sjóplokkarar í Nauthólsvík Konur sem hafa stundað sjósund og plokk í níu ár hafa týnt marga gáma af rusli í og við sjóinn í Nauthólsvík. Þær létu ekki sitt eftir liggja í dag og söfnuðu plasti, vírum og spýtum. Þær áttu hins vegar erfitt að taka með sér leifar af gömlu klóakröri. 15. apríl 2018 19:00
Vinna verk sín samfélaginu til góðs Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins voru veitt í þrettánda sinn í vikunni. Verðlaun voru afhent í fimm flokkum. Fjöldi tilnefninga barst og var úr vöndu að ráða fyrir þriggja manna dómnefnd. 13. apríl 2018 06:00