Sindri handtekinn í Amsterdam Birgir Olgeirsson og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 22. apríl 2018 21:48 Sindri Þór Stefánsson í flugstöð Leifs Eiríkssonar. Lögreglan á Suðurnesjum. Sindri Þór Stefánsson var handtekinn í Amsterdam fyrr í dag. Þetta staðfestir talsmaður lögreglunnar í Amsterdam í samtali við Vísi. Talsmaðurinn heitir Rob van der Veen en hann segir Sindra Þór hafa verið handtekinn í miðborg Amsterdam. Van der Veen segir Sindra Þór verða sendan til embættis héraðssaksóknara þar í borg á morgun og embættið muni setja sig í samband við yfirvöld á Íslandi vegna málsins. Gefin hafði verið út alþjóðleg handtökuskipun á hendur Sindra. Hann strauk frá fangelsinu að Sogni aðfaranótt síðastliðins þriðjudags. Hann flaug sama morgun með flugi Icelandair frá Keflavíkurflugvelli til Arlanda-flugvallar í Stokkhólmi.Rob van der Veen, talsmaður lögreglunnar í Amsterdam.Lögreglan í Amsterdam.Ekkert hafði spurst til ferða Sindra fyrr en nú. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, segist í samtali við Vísi hafa fengið staðfest að Sindri Þór hafi verið handtekinn í Amsterdam fyrr í dag. Í haldi vegna Bitcoin-máls Sindri hafði sætt gæsluvarðhaldi frá 2. febrúar vegna rannsóknar lögreglu á umfangsmiklum þjófnaði á tölvubúnaði. Fyrst var hann í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna á Hólmsheiði. Hann hafði verið í varðhaldi á grundvelli almannahagsmuna að Sogni sem er opið fangelsi, þar sem föngum er treyst til þess að fara hvergi. Það komi niður á þeim bregðist þeir því trausti hefur komið fram í máli fangelsismálastjóra. Hann hafði verið tíu daga á Sogni þegar hann flúði. Búnaðurinn er hluti af þýfinu í þremur innbrotum í gagnaver í Reykjanesbæ og í Borgarbyggð á sex vikna tímabili frá 5. desember til 16. janúar þar sem 600 tölvum að verðmæti rúmlega 200 milljónum króna var stolið. Grunur leikur á að málið gæti teygt anga sína til annarra landa. Voru tölvurnar sérbúnar til að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin.Sindri Þór var handtekinn í miðborg Amsterdam fyrr í dag.Vísir/GettySagðist hafa verið frjáls ferða sinna Sindri Þór sendi yfirlýsingu til Fréttablaðsins í síðustu viku þar sem hann sagðist hafa verið neyddur til að undirrita pappír sem stóð á að hann væri frjáls ferða sinna. Um leið hafi honum verið gert ljóst að ef hann færi mynda hann gista fangaklefa þangað til framlenging á gæsluvarðhaldi yrði samþykkt. Var Sindri þar að vísa til þess að gæsluvarðhaldsúrskurður yfir honum hefði ekki verið í gildi þegar hann lagði á flótta frá Sogni. Sindri var leiddur fyrir dómara síðastliðinn mánudag, daginn sem úrskurðurinn féll úr gildi, en dómari tók sér frest til að ákveða sig. Ætlaði að koma aftur til Íslands Sindri sagðist hafa verið upplýstur um að hann væri í raun frjáls ferða sinna meðan dómarinn tók sér frest en hann yrði handtekinn ef hann yfirgæfi fangelsið. Álitaefni er hvort lögregla hafi mátt halda Sindra án þess að handtaka hann en fordæmi eru fyrir því að slík aðgerð lögreglu sé átalin. Sindri sagðist hafa verið í gæsluvarðhaldi í tvo og hálfan mánuð að ósekju og án sönnunargagna en viðurkenndi að það hefði verið röng ákvörðun af honum að flýja. Hann var Sagðist hann ætla að koma fljótlega aftur heim til Íslands og verið væri að ræða við lögregluna á Íslandi um það. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, hafnaði því alfarið að samningaviðræður væru á milli lögreglunnar og Sindra. Athygli hefur vakið að lögreglustjórinn á Suðurnesjum óttaðist að Sindri myndi flýja land yrði hann í opnu gæsluvarðhaldi. Fangelsismálastjóri segist ekki hafa verið meðvitaður um þær áhyggjur lögreglustjórans. Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Yfirlýsing frá Sindra: „Ég kem fljótlega“ Sindri Þór Stefánsson, sem strauk úr fangelsinu að Sogni og flúði land aðfaranótt þriðjudags, sendi Fréttablaðinu yfirlýsingu, þar sem hann útskýrir sína hlið máls. 20. apríl 2018 07:30 Samkomulag við Sindra kemur ekki til greina Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir liggja ljóst fyrir að finnist Sindri Þór Stefánsson erlendis þá verði hann handtekinn. 20. apríl 2018 09:40 Leigubílstjórinn gaf sig fram við lögreglu Leigubílstjórinn, sem Sindri Þór Stefánsson fékk far með upp á Keflavíkurflugvöll á þriðjudagsmorgun, hefur gefið sig fram við lögreglu. 20. apríl 2018 13:28 Telur að gengið hafi verið of langt í gæsluvarðhaldskröfunni á hendur Sindra Verjandi Sindra Þórs Stefánssonar, sem strauk úr fangelsinu að Sogni og flúði land aðfararnótt þriðjudags, segir að gengið hafi verið of langt í gæsluvarðhaldskröfunni á hendur skjólstæðingi sínum. 20. apríl 2018 10:01 Mest lesið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Innlent Þak flettist af húsi í Sandgerði Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Innlent Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Innlent Fleiri fréttir Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Skimun fyrir ristil- og endaþarmskrabbameinum að hefjast Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Sjá meira
Sindri Þór Stefánsson var handtekinn í Amsterdam fyrr í dag. Þetta staðfestir talsmaður lögreglunnar í Amsterdam í samtali við Vísi. Talsmaðurinn heitir Rob van der Veen en hann segir Sindra Þór hafa verið handtekinn í miðborg Amsterdam. Van der Veen segir Sindra Þór verða sendan til embættis héraðssaksóknara þar í borg á morgun og embættið muni setja sig í samband við yfirvöld á Íslandi vegna málsins. Gefin hafði verið út alþjóðleg handtökuskipun á hendur Sindra. Hann strauk frá fangelsinu að Sogni aðfaranótt síðastliðins þriðjudags. Hann flaug sama morgun með flugi Icelandair frá Keflavíkurflugvelli til Arlanda-flugvallar í Stokkhólmi.Rob van der Veen, talsmaður lögreglunnar í Amsterdam.Lögreglan í Amsterdam.Ekkert hafði spurst til ferða Sindra fyrr en nú. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, segist í samtali við Vísi hafa fengið staðfest að Sindri Þór hafi verið handtekinn í Amsterdam fyrr í dag. Í haldi vegna Bitcoin-máls Sindri hafði sætt gæsluvarðhaldi frá 2. febrúar vegna rannsóknar lögreglu á umfangsmiklum þjófnaði á tölvubúnaði. Fyrst var hann í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna á Hólmsheiði. Hann hafði verið í varðhaldi á grundvelli almannahagsmuna að Sogni sem er opið fangelsi, þar sem föngum er treyst til þess að fara hvergi. Það komi niður á þeim bregðist þeir því trausti hefur komið fram í máli fangelsismálastjóra. Hann hafði verið tíu daga á Sogni þegar hann flúði. Búnaðurinn er hluti af þýfinu í þremur innbrotum í gagnaver í Reykjanesbæ og í Borgarbyggð á sex vikna tímabili frá 5. desember til 16. janúar þar sem 600 tölvum að verðmæti rúmlega 200 milljónum króna var stolið. Grunur leikur á að málið gæti teygt anga sína til annarra landa. Voru tölvurnar sérbúnar til að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin.Sindri Þór var handtekinn í miðborg Amsterdam fyrr í dag.Vísir/GettySagðist hafa verið frjáls ferða sinna Sindri Þór sendi yfirlýsingu til Fréttablaðsins í síðustu viku þar sem hann sagðist hafa verið neyddur til að undirrita pappír sem stóð á að hann væri frjáls ferða sinna. Um leið hafi honum verið gert ljóst að ef hann færi mynda hann gista fangaklefa þangað til framlenging á gæsluvarðhaldi yrði samþykkt. Var Sindri þar að vísa til þess að gæsluvarðhaldsúrskurður yfir honum hefði ekki verið í gildi þegar hann lagði á flótta frá Sogni. Sindri var leiddur fyrir dómara síðastliðinn mánudag, daginn sem úrskurðurinn féll úr gildi, en dómari tók sér frest til að ákveða sig. Ætlaði að koma aftur til Íslands Sindri sagðist hafa verið upplýstur um að hann væri í raun frjáls ferða sinna meðan dómarinn tók sér frest en hann yrði handtekinn ef hann yfirgæfi fangelsið. Álitaefni er hvort lögregla hafi mátt halda Sindra án þess að handtaka hann en fordæmi eru fyrir því að slík aðgerð lögreglu sé átalin. Sindri sagðist hafa verið í gæsluvarðhaldi í tvo og hálfan mánuð að ósekju og án sönnunargagna en viðurkenndi að það hefði verið röng ákvörðun af honum að flýja. Hann var Sagðist hann ætla að koma fljótlega aftur heim til Íslands og verið væri að ræða við lögregluna á Íslandi um það. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, hafnaði því alfarið að samningaviðræður væru á milli lögreglunnar og Sindra. Athygli hefur vakið að lögreglustjórinn á Suðurnesjum óttaðist að Sindri myndi flýja land yrði hann í opnu gæsluvarðhaldi. Fangelsismálastjóri segist ekki hafa verið meðvitaður um þær áhyggjur lögreglustjórans.
Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Yfirlýsing frá Sindra: „Ég kem fljótlega“ Sindri Þór Stefánsson, sem strauk úr fangelsinu að Sogni og flúði land aðfaranótt þriðjudags, sendi Fréttablaðinu yfirlýsingu, þar sem hann útskýrir sína hlið máls. 20. apríl 2018 07:30 Samkomulag við Sindra kemur ekki til greina Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir liggja ljóst fyrir að finnist Sindri Þór Stefánsson erlendis þá verði hann handtekinn. 20. apríl 2018 09:40 Leigubílstjórinn gaf sig fram við lögreglu Leigubílstjórinn, sem Sindri Þór Stefánsson fékk far með upp á Keflavíkurflugvöll á þriðjudagsmorgun, hefur gefið sig fram við lögreglu. 20. apríl 2018 13:28 Telur að gengið hafi verið of langt í gæsluvarðhaldskröfunni á hendur Sindra Verjandi Sindra Þórs Stefánssonar, sem strauk úr fangelsinu að Sogni og flúði land aðfararnótt þriðjudags, segir að gengið hafi verið of langt í gæsluvarðhaldskröfunni á hendur skjólstæðingi sínum. 20. apríl 2018 10:01 Mest lesið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Innlent Þak flettist af húsi í Sandgerði Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Innlent Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Innlent Fleiri fréttir Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Skimun fyrir ristil- og endaþarmskrabbameinum að hefjast Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Sjá meira
Yfirlýsing frá Sindra: „Ég kem fljótlega“ Sindri Þór Stefánsson, sem strauk úr fangelsinu að Sogni og flúði land aðfaranótt þriðjudags, sendi Fréttablaðinu yfirlýsingu, þar sem hann útskýrir sína hlið máls. 20. apríl 2018 07:30
Samkomulag við Sindra kemur ekki til greina Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir liggja ljóst fyrir að finnist Sindri Þór Stefánsson erlendis þá verði hann handtekinn. 20. apríl 2018 09:40
Leigubílstjórinn gaf sig fram við lögreglu Leigubílstjórinn, sem Sindri Þór Stefánsson fékk far með upp á Keflavíkurflugvöll á þriðjudagsmorgun, hefur gefið sig fram við lögreglu. 20. apríl 2018 13:28
Telur að gengið hafi verið of langt í gæsluvarðhaldskröfunni á hendur Sindra Verjandi Sindra Þórs Stefánssonar, sem strauk úr fangelsinu að Sogni og flúði land aðfararnótt þriðjudags, segir að gengið hafi verið of langt í gæsluvarðhaldskröfunni á hendur skjólstæðingi sínum. 20. apríl 2018 10:01