Segir heiminn ekki skilja hvers vegna við stundum enn hvalveiðar Sunna Sæmundsdóttir og Þórdís Valsdóttir skrifa 22. apríl 2018 12:54 Rannveig Grétarsdóttir er framkvæmdastjóri Eldingar. Vísir/Stefán Á þriðjudag var greint frá því að Hvalur hf. í eigu Kristjáns Loftssonar ætli að hefja hvalveiðar á ný. Framkvæmdastjóri hvalaskoðunarfyrirtækisins Eldingar hefur áhyggjur af því hvaða áhrif veiðarnar munu hafa á orðspor Íslands í alþjóðasamfélaginu. Í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær sagði Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðukona Íslandsstofu, að stofnuninni væru þegar farnar að berast fyrirspurnir frá ferðamönnum vegna fyrirhugaðra veiða Hvals hf. á langreyð í sumar. Hefur utanríkisráðuneytið séð um að svara þessum fyrirspurnum. Rannveig Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri hvalaskoðunarfyrirtækisins Eldingar, segist einnig hafa fengið fyrirspurnir. „Það að Kristján hafi ákveðið að fara í langreyðarnar aftur, eftir tveggja ára hlé, það voru mikil vonbrigði og við erum strax farin að fá tölvupósta, um leið og það fréttist að langreyðaveiðarnar væru byrjaðar aftur. Ég held að fyrst við erum hvalaskoðunarfyrirtæki þá beinist kastljósið á okkur varðandi þetta,“ segir Rannveig. Hún segir að fólk hafi sent þeim tölvupóst bæði til þess að tilkynna að það ætli ekki að koma til landsins, en einnig segja sumir að þau muni koma hingað til þess að mótmæla hvalveiðunum. Þá sé erfitt að spá fyrir um hvaða áhrif þetta muni hafa. „Maður veit auðvitað ekki hvað verður“, segir Rannveig. Í gegnum tíðina hafa hvalaskoðunarfyrirtæki og Samtök ferðaþjónustunnar mótmælt hvalveiðum vegna áhrifa þeirra á greinina. Rannveig telur óvíst hvaða áhrif þessar veiðar munu hafa. „Hrefnuveiðarnar hafa auðvitað bein áhrif á ferðirnar okkar því það er verið að skjóta hrefnurnar út í flóa en við langreyðaveiðarnar valda okkur meiri áhyggjum í alþjóðasamfélaginu. Ég held að þetta hafi áhrif á Ísland yfir höfuð, á alþjóðavettvangi.“ Rannveig segir að alþjóðasamfélagið eigi erfitt með að skilja af hverju Íslendingar haldi hvalveiðum áfram. „Þetta er eitthvað sem var bara gert í gamla daga. Það er ekki mikill áhugi á hvalaafurðum í heiminum, það einskorðast sennilega við þrjú lönd.“ Hvalveiðar Tengdar fréttir Hvalveiðar gætu vakið alvarleg viðbrögð Hvalur hf. stefnir á veiðar á stórhvelum í sumar eftir tveggja ára hlé. 17. apríl 2018 19:45 Ráðherra fylgist með viðbrögðum að utan Formaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands vonaði að hvalveiðisögu Íslendinga væri lokið. Hvalur hf. hyggst hefja veiðar á ný í sumar eftir tveggja ára hlé. Boða fæðubótarefni úr afurðum gegn járnskorti. Áhyggjur af viðbrögðum erlendis. 19. apríl 2018 08:00 Hefja hvalveiðar á ný Hvalur hf. ætlar að hefja hvalveiðar á ný eftir tveggja ára hlé og eins og fyrr verða langreyðar veiddar. 17. apríl 2018 07:05 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Fleiri fréttir Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Sjá meira
Á þriðjudag var greint frá því að Hvalur hf. í eigu Kristjáns Loftssonar ætli að hefja hvalveiðar á ný. Framkvæmdastjóri hvalaskoðunarfyrirtækisins Eldingar hefur áhyggjur af því hvaða áhrif veiðarnar munu hafa á orðspor Íslands í alþjóðasamfélaginu. Í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær sagði Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðukona Íslandsstofu, að stofnuninni væru þegar farnar að berast fyrirspurnir frá ferðamönnum vegna fyrirhugaðra veiða Hvals hf. á langreyð í sumar. Hefur utanríkisráðuneytið séð um að svara þessum fyrirspurnum. Rannveig Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri hvalaskoðunarfyrirtækisins Eldingar, segist einnig hafa fengið fyrirspurnir. „Það að Kristján hafi ákveðið að fara í langreyðarnar aftur, eftir tveggja ára hlé, það voru mikil vonbrigði og við erum strax farin að fá tölvupósta, um leið og það fréttist að langreyðaveiðarnar væru byrjaðar aftur. Ég held að fyrst við erum hvalaskoðunarfyrirtæki þá beinist kastljósið á okkur varðandi þetta,“ segir Rannveig. Hún segir að fólk hafi sent þeim tölvupóst bæði til þess að tilkynna að það ætli ekki að koma til landsins, en einnig segja sumir að þau muni koma hingað til þess að mótmæla hvalveiðunum. Þá sé erfitt að spá fyrir um hvaða áhrif þetta muni hafa. „Maður veit auðvitað ekki hvað verður“, segir Rannveig. Í gegnum tíðina hafa hvalaskoðunarfyrirtæki og Samtök ferðaþjónustunnar mótmælt hvalveiðum vegna áhrifa þeirra á greinina. Rannveig telur óvíst hvaða áhrif þessar veiðar munu hafa. „Hrefnuveiðarnar hafa auðvitað bein áhrif á ferðirnar okkar því það er verið að skjóta hrefnurnar út í flóa en við langreyðaveiðarnar valda okkur meiri áhyggjum í alþjóðasamfélaginu. Ég held að þetta hafi áhrif á Ísland yfir höfuð, á alþjóðavettvangi.“ Rannveig segir að alþjóðasamfélagið eigi erfitt með að skilja af hverju Íslendingar haldi hvalveiðum áfram. „Þetta er eitthvað sem var bara gert í gamla daga. Það er ekki mikill áhugi á hvalaafurðum í heiminum, það einskorðast sennilega við þrjú lönd.“
Hvalveiðar Tengdar fréttir Hvalveiðar gætu vakið alvarleg viðbrögð Hvalur hf. stefnir á veiðar á stórhvelum í sumar eftir tveggja ára hlé. 17. apríl 2018 19:45 Ráðherra fylgist með viðbrögðum að utan Formaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands vonaði að hvalveiðisögu Íslendinga væri lokið. Hvalur hf. hyggst hefja veiðar á ný í sumar eftir tveggja ára hlé. Boða fæðubótarefni úr afurðum gegn járnskorti. Áhyggjur af viðbrögðum erlendis. 19. apríl 2018 08:00 Hefja hvalveiðar á ný Hvalur hf. ætlar að hefja hvalveiðar á ný eftir tveggja ára hlé og eins og fyrr verða langreyðar veiddar. 17. apríl 2018 07:05 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Fleiri fréttir Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Sjá meira
Hvalveiðar gætu vakið alvarleg viðbrögð Hvalur hf. stefnir á veiðar á stórhvelum í sumar eftir tveggja ára hlé. 17. apríl 2018 19:45
Ráðherra fylgist með viðbrögðum að utan Formaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands vonaði að hvalveiðisögu Íslendinga væri lokið. Hvalur hf. hyggst hefja veiðar á ný í sumar eftir tveggja ára hlé. Boða fæðubótarefni úr afurðum gegn járnskorti. Áhyggjur af viðbrögðum erlendis. 19. apríl 2018 08:00
Hefja hvalveiðar á ný Hvalur hf. ætlar að hefja hvalveiðar á ný eftir tveggja ára hlé og eins og fyrr verða langreyðar veiddar. 17. apríl 2018 07:05