Leigubílstjórinn gaf sig fram við lögreglu Birgir Olgeirsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 20. apríl 2018 13:28 Sindri Þór Stefánsson í flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þangað tók hann leigubíl. Mynd/Lögreglan á Suðurnesjum Leigubílstjórinn, sem Sindri Þór Stefánsson fékk far með upp á Keflavíkurflugvöll á þriðjudagsmorgun, hefur gefið sig fram við lögreglu. Bílstjórinn er ekki grunaður um neitt saknæmt og þegar hefur verið tekin skýrsla af honum. Þetta staðfestir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, í samtali við Vísi. Bílstjórinn gaf sig fram við lögreglu í dag, að sögn Ólafs, en óskað hafði verið eftir framburði hans síðan Sindri strauk úr fangelsinu að Sogni um klukkan eitt aðfararnótt þriðjudags. Hann var mættur upp á Keflavíkurflugvöll um þremur klukkustundum síðar. Ólafur segir enn fremur að ekki sé óeðlilegt að vitni séu svo lengi að gefa sig fram. Þá hafi verið tekin skýrsla af bílstjóranum en ekkert nýtt komið fram við skýrslutökuna.Sjá einnig: Lögreglustjóri mótmælti að Sindri færi í opið fangelsi Að sögn Ólafs liggur nú fyrir hvar leigubílstjórinn tók Sindra upp í bílinn. Ólafur kveðst þó ekki ætla að upplýsa nánar um það á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Rannsókn málsins er nú í fullum gangi og ítrekar Ólafur að engar samningaviðræður séu í gangi milli lögreglu og Sindra, eins og Sindri hélt fram í yfirlýsingu sem hann sendi Fréttablaðinu í morgun. Þá segir Ólafur lögreglu ekki vera á leiðinni erlendis að leita að Sindra. Um yfirlýsingu Sindra segir Ólafur að fróðlegt væri að vita hvaðan hún hafi borist. Þá sé ekki hægt að segja til um það hvort einhver frá Fréttablaðinu, sem birti yfirlýsinguna, verði yfirheyrður vegna málsins. Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Samkomulag við Sindra kemur ekki til greina Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir liggja ljóst fyrir að finnist Sindri Þór Stefánsson erlendis þá verði hann handtekinn. 20. apríl 2018 09:40 Lögreglustjóri mótmælti að Sindri færi í opið fangelsi Sindri Þór Stefánsson virðist hafa spilað á fangelsisyfirvöld. 20. apríl 2018 11:30 Telur að gengið hafi verið of langt í gæsluvarðhaldskröfunni á hendur Sindra Verjandi Sindra Þórs Stefánssonar, sem strauk úr fangelsinu að Sogni og flúði land aðfararnótt þriðjudags, segir að gengið hafi verið of langt í gæsluvarðhaldskröfunni á hendur skjólstæðingi sínum. 20. apríl 2018 10:01 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Leigubílstjórinn, sem Sindri Þór Stefánsson fékk far með upp á Keflavíkurflugvöll á þriðjudagsmorgun, hefur gefið sig fram við lögreglu. Bílstjórinn er ekki grunaður um neitt saknæmt og þegar hefur verið tekin skýrsla af honum. Þetta staðfestir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, í samtali við Vísi. Bílstjórinn gaf sig fram við lögreglu í dag, að sögn Ólafs, en óskað hafði verið eftir framburði hans síðan Sindri strauk úr fangelsinu að Sogni um klukkan eitt aðfararnótt þriðjudags. Hann var mættur upp á Keflavíkurflugvöll um þremur klukkustundum síðar. Ólafur segir enn fremur að ekki sé óeðlilegt að vitni séu svo lengi að gefa sig fram. Þá hafi verið tekin skýrsla af bílstjóranum en ekkert nýtt komið fram við skýrslutökuna.Sjá einnig: Lögreglustjóri mótmælti að Sindri færi í opið fangelsi Að sögn Ólafs liggur nú fyrir hvar leigubílstjórinn tók Sindra upp í bílinn. Ólafur kveðst þó ekki ætla að upplýsa nánar um það á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Rannsókn málsins er nú í fullum gangi og ítrekar Ólafur að engar samningaviðræður séu í gangi milli lögreglu og Sindra, eins og Sindri hélt fram í yfirlýsingu sem hann sendi Fréttablaðinu í morgun. Þá segir Ólafur lögreglu ekki vera á leiðinni erlendis að leita að Sindra. Um yfirlýsingu Sindra segir Ólafur að fróðlegt væri að vita hvaðan hún hafi borist. Þá sé ekki hægt að segja til um það hvort einhver frá Fréttablaðinu, sem birti yfirlýsinguna, verði yfirheyrður vegna málsins.
Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Samkomulag við Sindra kemur ekki til greina Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir liggja ljóst fyrir að finnist Sindri Þór Stefánsson erlendis þá verði hann handtekinn. 20. apríl 2018 09:40 Lögreglustjóri mótmælti að Sindri færi í opið fangelsi Sindri Þór Stefánsson virðist hafa spilað á fangelsisyfirvöld. 20. apríl 2018 11:30 Telur að gengið hafi verið of langt í gæsluvarðhaldskröfunni á hendur Sindra Verjandi Sindra Þórs Stefánssonar, sem strauk úr fangelsinu að Sogni og flúði land aðfararnótt þriðjudags, segir að gengið hafi verið of langt í gæsluvarðhaldskröfunni á hendur skjólstæðingi sínum. 20. apríl 2018 10:01 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Samkomulag við Sindra kemur ekki til greina Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir liggja ljóst fyrir að finnist Sindri Þór Stefánsson erlendis þá verði hann handtekinn. 20. apríl 2018 09:40
Lögreglustjóri mótmælti að Sindri færi í opið fangelsi Sindri Þór Stefánsson virðist hafa spilað á fangelsisyfirvöld. 20. apríl 2018 11:30
Telur að gengið hafi verið of langt í gæsluvarðhaldskröfunni á hendur Sindra Verjandi Sindra Þórs Stefánssonar, sem strauk úr fangelsinu að Sogni og flúði land aðfararnótt þriðjudags, segir að gengið hafi verið of langt í gæsluvarðhaldskröfunni á hendur skjólstæðingi sínum. 20. apríl 2018 10:01