Leigubílstjórinn gaf sig fram við lögreglu Birgir Olgeirsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 20. apríl 2018 13:28 Sindri Þór Stefánsson í flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þangað tók hann leigubíl. Mynd/Lögreglan á Suðurnesjum Leigubílstjórinn, sem Sindri Þór Stefánsson fékk far með upp á Keflavíkurflugvöll á þriðjudagsmorgun, hefur gefið sig fram við lögreglu. Bílstjórinn er ekki grunaður um neitt saknæmt og þegar hefur verið tekin skýrsla af honum. Þetta staðfestir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, í samtali við Vísi. Bílstjórinn gaf sig fram við lögreglu í dag, að sögn Ólafs, en óskað hafði verið eftir framburði hans síðan Sindri strauk úr fangelsinu að Sogni um klukkan eitt aðfararnótt þriðjudags. Hann var mættur upp á Keflavíkurflugvöll um þremur klukkustundum síðar. Ólafur segir enn fremur að ekki sé óeðlilegt að vitni séu svo lengi að gefa sig fram. Þá hafi verið tekin skýrsla af bílstjóranum en ekkert nýtt komið fram við skýrslutökuna.Sjá einnig: Lögreglustjóri mótmælti að Sindri færi í opið fangelsi Að sögn Ólafs liggur nú fyrir hvar leigubílstjórinn tók Sindra upp í bílinn. Ólafur kveðst þó ekki ætla að upplýsa nánar um það á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Rannsókn málsins er nú í fullum gangi og ítrekar Ólafur að engar samningaviðræður séu í gangi milli lögreglu og Sindra, eins og Sindri hélt fram í yfirlýsingu sem hann sendi Fréttablaðinu í morgun. Þá segir Ólafur lögreglu ekki vera á leiðinni erlendis að leita að Sindra. Um yfirlýsingu Sindra segir Ólafur að fróðlegt væri að vita hvaðan hún hafi borist. Þá sé ekki hægt að segja til um það hvort einhver frá Fréttablaðinu, sem birti yfirlýsinguna, verði yfirheyrður vegna málsins. Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Samkomulag við Sindra kemur ekki til greina Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir liggja ljóst fyrir að finnist Sindri Þór Stefánsson erlendis þá verði hann handtekinn. 20. apríl 2018 09:40 Lögreglustjóri mótmælti að Sindri færi í opið fangelsi Sindri Þór Stefánsson virðist hafa spilað á fangelsisyfirvöld. 20. apríl 2018 11:30 Telur að gengið hafi verið of langt í gæsluvarðhaldskröfunni á hendur Sindra Verjandi Sindra Þórs Stefánssonar, sem strauk úr fangelsinu að Sogni og flúði land aðfararnótt þriðjudags, segir að gengið hafi verið of langt í gæsluvarðhaldskröfunni á hendur skjólstæðingi sínum. 20. apríl 2018 10:01 Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Sjá meira
Leigubílstjórinn, sem Sindri Þór Stefánsson fékk far með upp á Keflavíkurflugvöll á þriðjudagsmorgun, hefur gefið sig fram við lögreglu. Bílstjórinn er ekki grunaður um neitt saknæmt og þegar hefur verið tekin skýrsla af honum. Þetta staðfestir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, í samtali við Vísi. Bílstjórinn gaf sig fram við lögreglu í dag, að sögn Ólafs, en óskað hafði verið eftir framburði hans síðan Sindri strauk úr fangelsinu að Sogni um klukkan eitt aðfararnótt þriðjudags. Hann var mættur upp á Keflavíkurflugvöll um þremur klukkustundum síðar. Ólafur segir enn fremur að ekki sé óeðlilegt að vitni séu svo lengi að gefa sig fram. Þá hafi verið tekin skýrsla af bílstjóranum en ekkert nýtt komið fram við skýrslutökuna.Sjá einnig: Lögreglustjóri mótmælti að Sindri færi í opið fangelsi Að sögn Ólafs liggur nú fyrir hvar leigubílstjórinn tók Sindra upp í bílinn. Ólafur kveðst þó ekki ætla að upplýsa nánar um það á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Rannsókn málsins er nú í fullum gangi og ítrekar Ólafur að engar samningaviðræður séu í gangi milli lögreglu og Sindra, eins og Sindri hélt fram í yfirlýsingu sem hann sendi Fréttablaðinu í morgun. Þá segir Ólafur lögreglu ekki vera á leiðinni erlendis að leita að Sindra. Um yfirlýsingu Sindra segir Ólafur að fróðlegt væri að vita hvaðan hún hafi borist. Þá sé ekki hægt að segja til um það hvort einhver frá Fréttablaðinu, sem birti yfirlýsinguna, verði yfirheyrður vegna málsins.
Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Samkomulag við Sindra kemur ekki til greina Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir liggja ljóst fyrir að finnist Sindri Þór Stefánsson erlendis þá verði hann handtekinn. 20. apríl 2018 09:40 Lögreglustjóri mótmælti að Sindri færi í opið fangelsi Sindri Þór Stefánsson virðist hafa spilað á fangelsisyfirvöld. 20. apríl 2018 11:30 Telur að gengið hafi verið of langt í gæsluvarðhaldskröfunni á hendur Sindra Verjandi Sindra Þórs Stefánssonar, sem strauk úr fangelsinu að Sogni og flúði land aðfararnótt þriðjudags, segir að gengið hafi verið of langt í gæsluvarðhaldskröfunni á hendur skjólstæðingi sínum. 20. apríl 2018 10:01 Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Sjá meira
Samkomulag við Sindra kemur ekki til greina Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir liggja ljóst fyrir að finnist Sindri Þór Stefánsson erlendis þá verði hann handtekinn. 20. apríl 2018 09:40
Lögreglustjóri mótmælti að Sindri færi í opið fangelsi Sindri Þór Stefánsson virðist hafa spilað á fangelsisyfirvöld. 20. apríl 2018 11:30
Telur að gengið hafi verið of langt í gæsluvarðhaldskröfunni á hendur Sindra Verjandi Sindra Þórs Stefánssonar, sem strauk úr fangelsinu að Sogni og flúði land aðfararnótt þriðjudags, segir að gengið hafi verið of langt í gæsluvarðhaldskröfunni á hendur skjólstæðingi sínum. 20. apríl 2018 10:01