Telur að gengið hafi verið of langt í gæsluvarðhaldskröfunni á hendur Sindra Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. apríl 2018 10:01 Þorgils Þorgilsson, verjandi Sindra Þórs Stefánssonar. Vísir/Ernir Verjandi Sindra Þórs Stefánssonar, sem strauk úr fangelsinu að Sogni og flúði land aðfararnótt þriðjudags, segir að gengið hafi verið of langt í gæsluvarðhaldskröfunni á hendur skjólstæðingi sínum. Þá hefur hann rætt við Sindra um ástæður að baki flóttanum en getur ekki tjáð sig um það sem þeim hefur farið á milli. Í yfirlýsingu, sem Sindri sendi Fréttablaðinu í morgun, segir að hann hafi verið neyddur til að undirrita pappír sem stóð á að hann væri frjáls ferða sinna en hafi um leið verið gert ljóst að ef hann færi myndi hann gista fangaklefa þangað til framlenging á gæsluvarðhaldi væri samþykkt.Sindri Þór Stefánsson í flugstöð Leifs Eiríkssonar.Lögreglan á Suðurnesjum.„Ákveðin nauð“ Spurður að því hvort Sindri hafi verið neyddur til að dvelja um nóttina á Sogni segir Þorgils Þorgilsson, verjandi Sindra, um að ræða „ákveðna nauð“ þar sem Sindra hafi verið gefnir afarkostir.Sjá einnig: Yfirlýsing frá Sindra: „Ég kem fljótlega“ Sindri heldur því einnig fram í yfirlýsingu að um sé að ræða mannréttindabrot og hyggst kæra málið til Mannréttindadómstóls Evrópu. Aðspurður hvort hann sé sammála Sindra að um mannréttindabrot sé að ræða segist Þorgils telja að gengið hafi verið of langt í gæsluvarðhaldskröfunni miðað við eðli málsins. „Þetta er ofboðslega íþyngjandi úrræði,“ segir Þorgils. Hefur ávallt haldið fram sakleysi sínu Þá segist Þorgils ekki geta tjáð sig um þá fullyrðingu Sindra að honum hafi verið haldið í gæsluvarðhaldi án sönnunargagna. Sindri var í varðhaldi vegna gruns um aðild að Bitcoin-málinu svokallaða þar sem 600 tölvum að verðmæti 200 milljónum króna var stolið. Þorgils ítrekar að Sindri hafi ávallt haldið fram sakleysi sínu í málinu. „Mér heyrist á þessu að hann sé að lýsa því yfir enn og aftur.“ Aðspurður segir Þorgils hafa rætt við Sindra um ástæður að baki flóttanum en getur ekki tjáð sig um það sem þeim hefur farið á milli í þeim efnum. Sindri hafi auk þess ekki látið verjanda sinn vita af yfirlýsingunni sem hann sendi Fréttblaðinu en Þorgils segir þá jafnframt ekki hafa ræðst við í dag. Þá veit Þorgils ekki hvar Sindri er niðurkominn en hefur haft milligöngu um samskipti Sindra við lögreglu sem verjandi hans. Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Yfirlýsing frá Sindra: „Ég kem fljótlega“ Sindri Þór Stefánsson, sem strauk úr fangelsinu að Sogni og flúði land aðfaranótt þriðjudags, sendi Fréttablaðinu yfirlýsingu, þar sem hann útskýrir sína hlið máls. 20. apríl 2018 07:30 Samkomulag við Sindra kemur ekki til greina Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir liggja ljóst fyrir að finnist Sindri Þór Stefánsson erlendis þá verði hann handtekinn. 20. apríl 2018 09:40 Tveir yfirheyrðir vegna gruns um aðild að flótta Sindra Voru látnir lausir að loknum yfirheyrslum. 18. apríl 2018 15:43 Sindri gæti hafa farið víða Við höfum ekkert staðfest um það hvar hann sé,“ segir lögreglan. 19. apríl 2018 12:15 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
Verjandi Sindra Þórs Stefánssonar, sem strauk úr fangelsinu að Sogni og flúði land aðfararnótt þriðjudags, segir að gengið hafi verið of langt í gæsluvarðhaldskröfunni á hendur skjólstæðingi sínum. Þá hefur hann rætt við Sindra um ástæður að baki flóttanum en getur ekki tjáð sig um það sem þeim hefur farið á milli. Í yfirlýsingu, sem Sindri sendi Fréttablaðinu í morgun, segir að hann hafi verið neyddur til að undirrita pappír sem stóð á að hann væri frjáls ferða sinna en hafi um leið verið gert ljóst að ef hann færi myndi hann gista fangaklefa þangað til framlenging á gæsluvarðhaldi væri samþykkt.Sindri Þór Stefánsson í flugstöð Leifs Eiríkssonar.Lögreglan á Suðurnesjum.„Ákveðin nauð“ Spurður að því hvort Sindri hafi verið neyddur til að dvelja um nóttina á Sogni segir Þorgils Þorgilsson, verjandi Sindra, um að ræða „ákveðna nauð“ þar sem Sindra hafi verið gefnir afarkostir.Sjá einnig: Yfirlýsing frá Sindra: „Ég kem fljótlega“ Sindri heldur því einnig fram í yfirlýsingu að um sé að ræða mannréttindabrot og hyggst kæra málið til Mannréttindadómstóls Evrópu. Aðspurður hvort hann sé sammála Sindra að um mannréttindabrot sé að ræða segist Þorgils telja að gengið hafi verið of langt í gæsluvarðhaldskröfunni miðað við eðli málsins. „Þetta er ofboðslega íþyngjandi úrræði,“ segir Þorgils. Hefur ávallt haldið fram sakleysi sínu Þá segist Þorgils ekki geta tjáð sig um þá fullyrðingu Sindra að honum hafi verið haldið í gæsluvarðhaldi án sönnunargagna. Sindri var í varðhaldi vegna gruns um aðild að Bitcoin-málinu svokallaða þar sem 600 tölvum að verðmæti 200 milljónum króna var stolið. Þorgils ítrekar að Sindri hafi ávallt haldið fram sakleysi sínu í málinu. „Mér heyrist á þessu að hann sé að lýsa því yfir enn og aftur.“ Aðspurður segir Þorgils hafa rætt við Sindra um ástæður að baki flóttanum en getur ekki tjáð sig um það sem þeim hefur farið á milli í þeim efnum. Sindri hafi auk þess ekki látið verjanda sinn vita af yfirlýsingunni sem hann sendi Fréttblaðinu en Þorgils segir þá jafnframt ekki hafa ræðst við í dag. Þá veit Þorgils ekki hvar Sindri er niðurkominn en hefur haft milligöngu um samskipti Sindra við lögreglu sem verjandi hans.
Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Yfirlýsing frá Sindra: „Ég kem fljótlega“ Sindri Þór Stefánsson, sem strauk úr fangelsinu að Sogni og flúði land aðfaranótt þriðjudags, sendi Fréttablaðinu yfirlýsingu, þar sem hann útskýrir sína hlið máls. 20. apríl 2018 07:30 Samkomulag við Sindra kemur ekki til greina Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir liggja ljóst fyrir að finnist Sindri Þór Stefánsson erlendis þá verði hann handtekinn. 20. apríl 2018 09:40 Tveir yfirheyrðir vegna gruns um aðild að flótta Sindra Voru látnir lausir að loknum yfirheyrslum. 18. apríl 2018 15:43 Sindri gæti hafa farið víða Við höfum ekkert staðfest um það hvar hann sé,“ segir lögreglan. 19. apríl 2018 12:15 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
Yfirlýsing frá Sindra: „Ég kem fljótlega“ Sindri Þór Stefánsson, sem strauk úr fangelsinu að Sogni og flúði land aðfaranótt þriðjudags, sendi Fréttablaðinu yfirlýsingu, þar sem hann útskýrir sína hlið máls. 20. apríl 2018 07:30
Samkomulag við Sindra kemur ekki til greina Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir liggja ljóst fyrir að finnist Sindri Þór Stefánsson erlendis þá verði hann handtekinn. 20. apríl 2018 09:40
Tveir yfirheyrðir vegna gruns um aðild að flótta Sindra Voru látnir lausir að loknum yfirheyrslum. 18. apríl 2018 15:43
Sindri gæti hafa farið víða Við höfum ekkert staðfest um það hvar hann sé,“ segir lögreglan. 19. apríl 2018 12:15