Samkomulag við Sindra kemur ekki til greina Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. apríl 2018 09:40 Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri á Suðurnesjum Vísir „Það er ávallt þannig þegar leitað er framlengingar á gæsluvarðhaldi þá heldur hinn fyrri úrskurður gildi sínu þangað til dómari hefur úrskurðað um nýja kröfu. Ég tel að lögin séu algjörlega skýr um þetta og ofan á það bætist að þetta er viðtekin venja og hefur verið alla mína tíð.“ Þetta segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, um þá afstöðu Sindra Þórs Stefánssonar strokufanga þess efnis að hann hafi verið þvingaður til að skrifa undir yfirlýsingu þess efnis að hann færi ekki úr landi á meðan dómari tæki sér sólarhringsfrest varðandi kröfu lögreglu um áframhaldandi gæsluvarðhald. Gæsluvarðhald yfir Sindra Þór rann út á mánudaginn klukkan 16. Lögregla fór fram á áframhaldandi gæsluvarðhald og var Sindri leiddur fyrir dómara í héraðsdómis. Sá ákvað að taka sér umhugsunarfrest varðandi frekara gæsluvarðhald en Sindri hafði þá verið í gæslu í tíu vikur. Lengst af í fangelsinu á Hólmsheiði en síðustu tíu dagana í opnu fangelsi á Sogni. Þaðan strauk hann út um glugga klukkan 01 aðfaranótt þriðjudags og var komin í flugvél Icelandair á leið til Svíþjóðar nokkrum klukkustundum síðar. Ólafur Helgi var til viðtals í Morgunútvarpinu í morgun. Í yfirlýsingu Sindra Þórs sem birtist í Fréttablaðinu í morgun segir hann að unnið sé að því að semja við lögregluna um að hann verði ekki handtekinn erlendis heldur fái að koma til landsins fljótlega. „Ef hann finnst erlendis þá liggur það ljóst fyrir að það er til handtökuskipun á hann og því verður ekki breytt. Það liggur ljóst fyrir að hann yrði fluttur til Íslands. Hvað varðar viðurlög fangelsisins get ég ekkert sagt um en hitt fer til héraðssaksóknara til ákvörðunar.“ Engar viðræður hafi átt sér stað við Sindra. Það komi honum mjög á óvart það sem Sindri haldi fram. Lögregla hafi ekki verið í neinu sambandi við Sindra og engar haldbærar sannanir fyrir því hvar Sindra væri að finna. Grunur væri uppi um að hann væri á Spáni þar sem lögregla telur að samverkamenn hans dvelji. Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Yfirlýsing frá Sindra: „Ég kem fljótlega“ Sindri Þór Stefánsson, sem strauk úr fangelsinu að Sogni og flúði land aðfaranótt þriðjudags, sendi Fréttablaðinu yfirlýsingu, þar sem hann útskýrir sína hlið máls. 20. apríl 2018 07:30 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Fleiri fréttir Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Sjá meira
„Það er ávallt þannig þegar leitað er framlengingar á gæsluvarðhaldi þá heldur hinn fyrri úrskurður gildi sínu þangað til dómari hefur úrskurðað um nýja kröfu. Ég tel að lögin séu algjörlega skýr um þetta og ofan á það bætist að þetta er viðtekin venja og hefur verið alla mína tíð.“ Þetta segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, um þá afstöðu Sindra Þórs Stefánssonar strokufanga þess efnis að hann hafi verið þvingaður til að skrifa undir yfirlýsingu þess efnis að hann færi ekki úr landi á meðan dómari tæki sér sólarhringsfrest varðandi kröfu lögreglu um áframhaldandi gæsluvarðhald. Gæsluvarðhald yfir Sindra Þór rann út á mánudaginn klukkan 16. Lögregla fór fram á áframhaldandi gæsluvarðhald og var Sindri leiddur fyrir dómara í héraðsdómis. Sá ákvað að taka sér umhugsunarfrest varðandi frekara gæsluvarðhald en Sindri hafði þá verið í gæslu í tíu vikur. Lengst af í fangelsinu á Hólmsheiði en síðustu tíu dagana í opnu fangelsi á Sogni. Þaðan strauk hann út um glugga klukkan 01 aðfaranótt þriðjudags og var komin í flugvél Icelandair á leið til Svíþjóðar nokkrum klukkustundum síðar. Ólafur Helgi var til viðtals í Morgunútvarpinu í morgun. Í yfirlýsingu Sindra Þórs sem birtist í Fréttablaðinu í morgun segir hann að unnið sé að því að semja við lögregluna um að hann verði ekki handtekinn erlendis heldur fái að koma til landsins fljótlega. „Ef hann finnst erlendis þá liggur það ljóst fyrir að það er til handtökuskipun á hann og því verður ekki breytt. Það liggur ljóst fyrir að hann yrði fluttur til Íslands. Hvað varðar viðurlög fangelsisins get ég ekkert sagt um en hitt fer til héraðssaksóknara til ákvörðunar.“ Engar viðræður hafi átt sér stað við Sindra. Það komi honum mjög á óvart það sem Sindri haldi fram. Lögregla hafi ekki verið í neinu sambandi við Sindra og engar haldbærar sannanir fyrir því hvar Sindra væri að finna. Grunur væri uppi um að hann væri á Spáni þar sem lögregla telur að samverkamenn hans dvelji.
Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Yfirlýsing frá Sindra: „Ég kem fljótlega“ Sindri Þór Stefánsson, sem strauk úr fangelsinu að Sogni og flúði land aðfaranótt þriðjudags, sendi Fréttablaðinu yfirlýsingu, þar sem hann útskýrir sína hlið máls. 20. apríl 2018 07:30 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Fleiri fréttir Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Sjá meira
Yfirlýsing frá Sindra: „Ég kem fljótlega“ Sindri Þór Stefánsson, sem strauk úr fangelsinu að Sogni og flúði land aðfaranótt þriðjudags, sendi Fréttablaðinu yfirlýsingu, þar sem hann útskýrir sína hlið máls. 20. apríl 2018 07:30