Þjónustufulltrúar Hörpu ekkert heyrt frá Svanhildi Jakob Bjarnar skrifar 9. maí 2018 11:46 Svanhildur og Harpa en hressilega blæs um starfsemina þar nú um stundir. Þjónustufulltrúar Hörpu, sem sagt hafa upp störfum, hafa ekkert heyrt frá Svanhildi Konráðsdóttur forstjóra Hörpu, né stjórn hússins. Vísir ræddi við þjónustufulltrúa sem segir að einu skilaboðin, frá því þau sögðu upp í mótmælaskyni, væri yfirlýsingin frá því því gær þar sem þeim var óskað velfarnaðar og þökkuð góð störf. Samkvæmt heimildum Vísis hafa nánast allir þjónustufulltrúar hússins sagt upp störfum, en þeir eru 27 talsins. Viðmælendur Vísis telja ljóst að stjórnendur geri sér varla grein fyrir því hvað í starfi þjónustufulltrúa felst, með brotthvarfi þeirra þurrkist út áralöng reynsla og dýrt muni reynast að þjálfa nýtt fólk upp í að sinna fjölbreyttu starfinu.Þjónustufulltrúarnir telja sig greina talsverða stéttarskiptingu við lýði innan hússins.Stjórnarformaður svarar fullum hálsiSvanhildur boðaði í gær, á Facebooksíðu sinni, að hún hefði farið fram á afturvirka launalækkun við stjórn. Hún talaði um að friður um húsið væri ofar öðru. Stjórnarformaður Hörpu, Þórður Sverrisson, sagði í viðtölum í gær að mikilvægt væri að friður væri um húsið.Þórður Sverrisson formaður stjórnar segir mikilvægt að friður ríkir um Hörpu og svarar gagnrýnendum fullum hálsi.visir/gvaEn svaraði gagnrýnendum fullum hálsi; talaði um falsfréttir í tengslum við launahækkanir Svanhildar og beindi spjótum að VR, en stéttarfélagið ætlar að hætta viðskiptum við húsið, að það væri mótsagnakennt að þeir hjá VR gagnrýndu laun Svanhildar meðan framkvæmdastjórar félagsins væru á svipuðum launum. Þá vildi Þórður meina að stórmannlegt væri af Svanhildi að fara fram á að laun hennar verði lækkuð.Ragnar Þór telur málflutning stjórnarformanns skrítinnRagnar Þór Ingólfsson, formaður VR, telur þetta sérkennilegan málflutning. „Hvort er stórmannlegra að lækka launin sín eða leiðrétta kjör þeirra sem málið snýst um?“ spyr Ragnar Þór á Facebooksíðu sinni. „Til að friður náist um starfsemi Hörpu er aðeins ein lausn. Að koma fram við starfsfólkið af virðingu og auðmýkt, biðjast afsökunar, og leiðrétta þá kjaraskerðingu sem þau urðu fyrir. Þá næst friður um starfsemi Hörpu og við í VR munum endurskoða ákvörðun okkar um að hætta þar viðskiptum.“Ragnar Þór segir of seint um rassinn gripið.Fjölmargir gagnrýnt HörpuÝmsir hafa gagnrýnt það hvernig að málum hefur verið staðið í Hörpu; Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar Reykjavíkur telur þetta ekki forsvaranlegt, Ellen Kristjánsdóttir tónlistarmaður hefur boðað að hún muni ekki stíga fæti þar á svið fyrr en mál við þjónustufulltrúana hafa verið færð í skaplegt horf og menningarvinurinn Illugi Jökulsson, rithöfundur með meiru, segist ekki ætla í Hörpu aftur við óbreytta stöðu. Kjaramál Tengdar fréttir Svanhildur vill að laun hennar verði lækkuð Segir frið um Hörpu ofar öllu. 8. maí 2018 16:05 VR hættir viðskiptum við Hörpu Stéttarfélagið VR hefur ákveðið að hætta að nota Hörpu tónlistarhús undir viðburði félagsins. Ákvörðunin er tekin í ljósi yfirýsingar forstjóra Hörpu sem send var út í dag. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá VR. 8. maí 2018 15:06 Harpa kveður þjónustufulltrúa sína og óskar þeim góðs gengis Svanhildur Konráðsdóttir segir ekki rétt að laun sín hafi hækkað um 20 prósent. 8. maí 2018 11:55 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
Þjónustufulltrúar Hörpu, sem sagt hafa upp störfum, hafa ekkert heyrt frá Svanhildi Konráðsdóttur forstjóra Hörpu, né stjórn hússins. Vísir ræddi við þjónustufulltrúa sem segir að einu skilaboðin, frá því þau sögðu upp í mótmælaskyni, væri yfirlýsingin frá því því gær þar sem þeim var óskað velfarnaðar og þökkuð góð störf. Samkvæmt heimildum Vísis hafa nánast allir þjónustufulltrúar hússins sagt upp störfum, en þeir eru 27 talsins. Viðmælendur Vísis telja ljóst að stjórnendur geri sér varla grein fyrir því hvað í starfi þjónustufulltrúa felst, með brotthvarfi þeirra þurrkist út áralöng reynsla og dýrt muni reynast að þjálfa nýtt fólk upp í að sinna fjölbreyttu starfinu.Þjónustufulltrúarnir telja sig greina talsverða stéttarskiptingu við lýði innan hússins.Stjórnarformaður svarar fullum hálsiSvanhildur boðaði í gær, á Facebooksíðu sinni, að hún hefði farið fram á afturvirka launalækkun við stjórn. Hún talaði um að friður um húsið væri ofar öðru. Stjórnarformaður Hörpu, Þórður Sverrisson, sagði í viðtölum í gær að mikilvægt væri að friður væri um húsið.Þórður Sverrisson formaður stjórnar segir mikilvægt að friður ríkir um Hörpu og svarar gagnrýnendum fullum hálsi.visir/gvaEn svaraði gagnrýnendum fullum hálsi; talaði um falsfréttir í tengslum við launahækkanir Svanhildar og beindi spjótum að VR, en stéttarfélagið ætlar að hætta viðskiptum við húsið, að það væri mótsagnakennt að þeir hjá VR gagnrýndu laun Svanhildar meðan framkvæmdastjórar félagsins væru á svipuðum launum. Þá vildi Þórður meina að stórmannlegt væri af Svanhildi að fara fram á að laun hennar verði lækkuð.Ragnar Þór telur málflutning stjórnarformanns skrítinnRagnar Þór Ingólfsson, formaður VR, telur þetta sérkennilegan málflutning. „Hvort er stórmannlegra að lækka launin sín eða leiðrétta kjör þeirra sem málið snýst um?“ spyr Ragnar Þór á Facebooksíðu sinni. „Til að friður náist um starfsemi Hörpu er aðeins ein lausn. Að koma fram við starfsfólkið af virðingu og auðmýkt, biðjast afsökunar, og leiðrétta þá kjaraskerðingu sem þau urðu fyrir. Þá næst friður um starfsemi Hörpu og við í VR munum endurskoða ákvörðun okkar um að hætta þar viðskiptum.“Ragnar Þór segir of seint um rassinn gripið.Fjölmargir gagnrýnt HörpuÝmsir hafa gagnrýnt það hvernig að málum hefur verið staðið í Hörpu; Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar Reykjavíkur telur þetta ekki forsvaranlegt, Ellen Kristjánsdóttir tónlistarmaður hefur boðað að hún muni ekki stíga fæti þar á svið fyrr en mál við þjónustufulltrúana hafa verið færð í skaplegt horf og menningarvinurinn Illugi Jökulsson, rithöfundur með meiru, segist ekki ætla í Hörpu aftur við óbreytta stöðu.
Kjaramál Tengdar fréttir Svanhildur vill að laun hennar verði lækkuð Segir frið um Hörpu ofar öllu. 8. maí 2018 16:05 VR hættir viðskiptum við Hörpu Stéttarfélagið VR hefur ákveðið að hætta að nota Hörpu tónlistarhús undir viðburði félagsins. Ákvörðunin er tekin í ljósi yfirýsingar forstjóra Hörpu sem send var út í dag. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá VR. 8. maí 2018 15:06 Harpa kveður þjónustufulltrúa sína og óskar þeim góðs gengis Svanhildur Konráðsdóttir segir ekki rétt að laun sín hafi hækkað um 20 prósent. 8. maí 2018 11:55 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
VR hættir viðskiptum við Hörpu Stéttarfélagið VR hefur ákveðið að hætta að nota Hörpu tónlistarhús undir viðburði félagsins. Ákvörðunin er tekin í ljósi yfirýsingar forstjóra Hörpu sem send var út í dag. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá VR. 8. maí 2018 15:06
Harpa kveður þjónustufulltrúa sína og óskar þeim góðs gengis Svanhildur Konráðsdóttir segir ekki rétt að laun sín hafi hækkað um 20 prósent. 8. maí 2018 11:55