Turnarnir tveir myndu báðir tapa fylgi frá síðustu kosningum Jón Hákon Halldórsson skrifar 9. maí 2018 10:00 Eyþór Arnalds og Dagur B. Eggertsson þurfa að kljást við fjölda flokka um fylgið í höfuðborginni. Vísir „Það kemur á óvart hvað hún er ólík öðrum könnunum,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar, um könnun sem Fréttablaðið og frettabladid.is gerðu á fylgi flokkanna fyrir borgarstjórnarkosningarnar. „Við sjáum þarna miklar sveiflur á fylgi en það er líka hátt hlutfall sem er ekki að svara. Annaðhvort eru miklar sveiflur á fylginu eða þá að fólk er ekki að gefa sig upp,“ bætir Eyþór við. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 22,4 prósenta fylgi í könnuninni sem gerð var í fyrrakvöld. Þegar Fréttablaðið og frettabladid.is könnuðu fylgið 24. apríl síðastliðinn var Sjálfstæðisflokkurinn með rúmlega 30 prósent og hefur því misst verulegt fylgi á tæpum hálfum mánuði. Það yrði líka lakari árangur en í kosningunum árið 2014 þegar flokkurinn fékk 25,7 prósent.Sjá einnig: Afgerandi forysta Samfylkingar Samfylkingin mælist með 30,5 prósenta fylgi í könnuninni og bætir við sig tæpum fimm prósentustigum milli kannana. Flokkurinn nær þó ekki sama fylgi og í kosningunum 2014, þegar hann fékk 31,9 prósent gildra atkvæða upp úr kjörkössunum. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar, lýsti ánægju með niðurstöðu könnunarinnar í samtali við Bylgjuna í gær. „Já, þetta er sterk könnun fyrir meirihlutann og sterk könnun fyrir Samfylkinguna sem ég er innilega ánægður með. Ég held að það séu að teiknast upp býsna skýrir valkostir í kosningunum, þar sem við stöndum fyrir þróun Reykjavíkur í græna átt. Í átt að fjölbreyttari og áhugaverðari borg sem er jafnframt borg fyrir alla,“ sagði Dagur. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Tengdar fréttir Eyþór segir árar ekki verða lagðar í bát þótt móti blási Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir langt í frá að árar verði lagðar í bát þótt Samfylkingin hafi tekið afgerandi forystu fyrir komandi borgarstjórnar kosningar samkvæmt könnun Fréttablaðsins. 8. maí 2018 20:00 Afgerandi forysta Samfylkingar Samfylkingin, VG og Píratar gætu myndað meirihluta ef kosið við til borgarstjórnar núna. Samfylkingin er stærsti flokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn næststærstur. 8. maí 2018 05:30 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
„Það kemur á óvart hvað hún er ólík öðrum könnunum,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar, um könnun sem Fréttablaðið og frettabladid.is gerðu á fylgi flokkanna fyrir borgarstjórnarkosningarnar. „Við sjáum þarna miklar sveiflur á fylgi en það er líka hátt hlutfall sem er ekki að svara. Annaðhvort eru miklar sveiflur á fylginu eða þá að fólk er ekki að gefa sig upp,“ bætir Eyþór við. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 22,4 prósenta fylgi í könnuninni sem gerð var í fyrrakvöld. Þegar Fréttablaðið og frettabladid.is könnuðu fylgið 24. apríl síðastliðinn var Sjálfstæðisflokkurinn með rúmlega 30 prósent og hefur því misst verulegt fylgi á tæpum hálfum mánuði. Það yrði líka lakari árangur en í kosningunum árið 2014 þegar flokkurinn fékk 25,7 prósent.Sjá einnig: Afgerandi forysta Samfylkingar Samfylkingin mælist með 30,5 prósenta fylgi í könnuninni og bætir við sig tæpum fimm prósentustigum milli kannana. Flokkurinn nær þó ekki sama fylgi og í kosningunum 2014, þegar hann fékk 31,9 prósent gildra atkvæða upp úr kjörkössunum. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar, lýsti ánægju með niðurstöðu könnunarinnar í samtali við Bylgjuna í gær. „Já, þetta er sterk könnun fyrir meirihlutann og sterk könnun fyrir Samfylkinguna sem ég er innilega ánægður með. Ég held að það séu að teiknast upp býsna skýrir valkostir í kosningunum, þar sem við stöndum fyrir þróun Reykjavíkur í græna átt. Í átt að fjölbreyttari og áhugaverðari borg sem er jafnframt borg fyrir alla,“ sagði Dagur.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Tengdar fréttir Eyþór segir árar ekki verða lagðar í bát þótt móti blási Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir langt í frá að árar verði lagðar í bát þótt Samfylkingin hafi tekið afgerandi forystu fyrir komandi borgarstjórnar kosningar samkvæmt könnun Fréttablaðsins. 8. maí 2018 20:00 Afgerandi forysta Samfylkingar Samfylkingin, VG og Píratar gætu myndað meirihluta ef kosið við til borgarstjórnar núna. Samfylkingin er stærsti flokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn næststærstur. 8. maí 2018 05:30 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
Eyþór segir árar ekki verða lagðar í bát þótt móti blási Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir langt í frá að árar verði lagðar í bát þótt Samfylkingin hafi tekið afgerandi forystu fyrir komandi borgarstjórnar kosningar samkvæmt könnun Fréttablaðsins. 8. maí 2018 20:00
Afgerandi forysta Samfylkingar Samfylkingin, VG og Píratar gætu myndað meirihluta ef kosið við til borgarstjórnar núna. Samfylkingin er stærsti flokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn næststærstur. 8. maí 2018 05:30