Svanhildur vill að laun hennar verði lækkuð Jakob Bjarnar skrifar 8. maí 2018 16:05 Svanhildur hefur farið fram á launalækkun en hún segir frið um Hörpu ofar öllu. Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, greindi frá því nú rétt í þessu, á Facebook-síðu sinni, hún hafi farið þess á leit við formann stjórnar Hörpu að laun hennar yrðu lækkuð afturvirkt frá 1. janúar 2018 og verði þá til samræmis við úrskurð kjararáðs frá því snemma árs 2017. „Kjaramál mín hafa truflað mjög mikilvægt verkefni sem nú er í vinnslu er varðar rekstur hússins. Friður um Hörpu er ofar öllu.“Mikil óánægja með hvernig haldið hefur verið á málum Ekki er það ofmælt en mikill styr hefur staðið um kjaramál innan Hörpu eins og fram hefur komið í dag. 17 þjónustufulltrúar hafa sagt upp störfum en í yfirlýsingu sem Svanhildur sendir í dag fyrir hönd Hörpu var þeim óskað velfarnaðar. Uppsagnir þeirra eru í meginatriðum vegna þess að þeim var gert að taka á sig kjaraskerðingu vegna erfiðs rekstrar Hörpu meðan forstjórinn sjálfur fékk launahækkun. Stjórnendur VR stéttarfélags ákváðu í kjölfarið að hætta viðskiptum við Hörpu vegna frétta af launahækkun forstjóra hússins og launalækkunum þjónustufulltrúa í húsinu. Illugi Jökulsson rithöfundur er meðal þeirra sem hefur tilkynnt að hann ætli að sniðganga Hörpu vegna málsins sem og tónlistarmaðurinn Ellen Kristjánsdóttir.Laun forstjórans hafa hækkað Sigurður Mikael Jónsson blaðamaður hefur farið rækilega í kjaramál Svanhildar og hann segir það fyrirliggjandi að forstjórinn hafi þegið ágætar launahækkanir, þrátt fyrir yfirlýsingar um annað. „Hún tekur síðan formlega við starfinu eftir að kjararáðsúrskurðurinn lá fyrir og þáði því í byrjun aldrei laun samkvæmt upprunalega ráðningarsamningnum, enda hefði það ekki verið löglegt. Þar var ekki um að ræða fórnfýsi forstjórans. Hún fékk greitt samkvæmt ákvörðun kjararáðs í tvo mánuði, þar til lagabreytingin um kjararáð tók gildi og þá, í fyrsta skipti síðan hún tók við, hækkuðu laun hennar í raun og voru þá orðin 1.567 þúsund krónur á mánuði. 20,5 prósentum hærri en forveri hennar í starfi fékk. 20,5 prósentum hærri en kjararáð hafði ákvarðað hæfilegt til handa forstjóra Hörpu nokkrum mánuðum áður.“ Kjaramál Tengdar fréttir VR hættir viðskiptum við Hörpu Stéttarfélagið VR hefur ákveðið að hætta að nota Hörpu tónlistarhús undir viðburði félagsins. Ákvörðunin er tekin í ljósi yfirýsingar forstjóra Hörpu sem send var út í dag. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá VR. 8. maí 2018 15:06 Ellen ætlar að sniðganga Hörpu Söngkonan Ellen Kristjánsdóttir er ein fjölmargra sem lýsa yfir stuðningi við þjónustufulltrúana í Hörpu, sem sögðu upp störfum í gær eftir fund með forstjóranum Svandhildi Konráðsdóttur 8. maí 2018 09:00 Harpa kveður þjónustufulltrúa sína og óskar þeim góðs gengis Svanhildur Konráðsdóttir segir ekki rétt að laun sín hafi hækkað um 20 prósent. 8. maí 2018 11:55 Illugi ætlar ekki aftur í Hörpu Sigurður Mikael Jónsson segir yfirlýsingar um kjör Svanhildar Konráðsdóttir einkennast af misvísandi útúrsnúningum. 8. maí 2018 13:36 Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Fleiri fréttir Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Sjá meira
Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, greindi frá því nú rétt í þessu, á Facebook-síðu sinni, hún hafi farið þess á leit við formann stjórnar Hörpu að laun hennar yrðu lækkuð afturvirkt frá 1. janúar 2018 og verði þá til samræmis við úrskurð kjararáðs frá því snemma árs 2017. „Kjaramál mín hafa truflað mjög mikilvægt verkefni sem nú er í vinnslu er varðar rekstur hússins. Friður um Hörpu er ofar öllu.“Mikil óánægja með hvernig haldið hefur verið á málum Ekki er það ofmælt en mikill styr hefur staðið um kjaramál innan Hörpu eins og fram hefur komið í dag. 17 þjónustufulltrúar hafa sagt upp störfum en í yfirlýsingu sem Svanhildur sendir í dag fyrir hönd Hörpu var þeim óskað velfarnaðar. Uppsagnir þeirra eru í meginatriðum vegna þess að þeim var gert að taka á sig kjaraskerðingu vegna erfiðs rekstrar Hörpu meðan forstjórinn sjálfur fékk launahækkun. Stjórnendur VR stéttarfélags ákváðu í kjölfarið að hætta viðskiptum við Hörpu vegna frétta af launahækkun forstjóra hússins og launalækkunum þjónustufulltrúa í húsinu. Illugi Jökulsson rithöfundur er meðal þeirra sem hefur tilkynnt að hann ætli að sniðganga Hörpu vegna málsins sem og tónlistarmaðurinn Ellen Kristjánsdóttir.Laun forstjórans hafa hækkað Sigurður Mikael Jónsson blaðamaður hefur farið rækilega í kjaramál Svanhildar og hann segir það fyrirliggjandi að forstjórinn hafi þegið ágætar launahækkanir, þrátt fyrir yfirlýsingar um annað. „Hún tekur síðan formlega við starfinu eftir að kjararáðsúrskurðurinn lá fyrir og þáði því í byrjun aldrei laun samkvæmt upprunalega ráðningarsamningnum, enda hefði það ekki verið löglegt. Þar var ekki um að ræða fórnfýsi forstjórans. Hún fékk greitt samkvæmt ákvörðun kjararáðs í tvo mánuði, þar til lagabreytingin um kjararáð tók gildi og þá, í fyrsta skipti síðan hún tók við, hækkuðu laun hennar í raun og voru þá orðin 1.567 þúsund krónur á mánuði. 20,5 prósentum hærri en forveri hennar í starfi fékk. 20,5 prósentum hærri en kjararáð hafði ákvarðað hæfilegt til handa forstjóra Hörpu nokkrum mánuðum áður.“
Kjaramál Tengdar fréttir VR hættir viðskiptum við Hörpu Stéttarfélagið VR hefur ákveðið að hætta að nota Hörpu tónlistarhús undir viðburði félagsins. Ákvörðunin er tekin í ljósi yfirýsingar forstjóra Hörpu sem send var út í dag. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá VR. 8. maí 2018 15:06 Ellen ætlar að sniðganga Hörpu Söngkonan Ellen Kristjánsdóttir er ein fjölmargra sem lýsa yfir stuðningi við þjónustufulltrúana í Hörpu, sem sögðu upp störfum í gær eftir fund með forstjóranum Svandhildi Konráðsdóttur 8. maí 2018 09:00 Harpa kveður þjónustufulltrúa sína og óskar þeim góðs gengis Svanhildur Konráðsdóttir segir ekki rétt að laun sín hafi hækkað um 20 prósent. 8. maí 2018 11:55 Illugi ætlar ekki aftur í Hörpu Sigurður Mikael Jónsson segir yfirlýsingar um kjör Svanhildar Konráðsdóttir einkennast af misvísandi útúrsnúningum. 8. maí 2018 13:36 Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Fleiri fréttir Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Sjá meira
VR hættir viðskiptum við Hörpu Stéttarfélagið VR hefur ákveðið að hætta að nota Hörpu tónlistarhús undir viðburði félagsins. Ákvörðunin er tekin í ljósi yfirýsingar forstjóra Hörpu sem send var út í dag. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá VR. 8. maí 2018 15:06
Ellen ætlar að sniðganga Hörpu Söngkonan Ellen Kristjánsdóttir er ein fjölmargra sem lýsa yfir stuðningi við þjónustufulltrúana í Hörpu, sem sögðu upp störfum í gær eftir fund með forstjóranum Svandhildi Konráðsdóttur 8. maí 2018 09:00
Harpa kveður þjónustufulltrúa sína og óskar þeim góðs gengis Svanhildur Konráðsdóttir segir ekki rétt að laun sín hafi hækkað um 20 prósent. 8. maí 2018 11:55
Illugi ætlar ekki aftur í Hörpu Sigurður Mikael Jónsson segir yfirlýsingar um kjör Svanhildar Konráðsdóttir einkennast af misvísandi útúrsnúningum. 8. maí 2018 13:36