Félagarnir Óli og Tryggvi í GameTíví skelltu sér til Montana á dögunum og tóku snúning í FarCry 5 þar sem þeir börðust saman gegn ofsatrúamönnum, með misgóðum árangri. Tryggvi gabbaði Óla þó einu sinni illilega og stökk úr þyrlu sem hann var að fljúga og sveif til jarðar í fallhlíf. Óli, sem sat í aftursæti þyrlunnar, stökk einnig út úr þyrlunni en uppgötvaði fljótt ða hann var ekki með fallhlíf, sem var verra.
Tryggvi hefur verið að spila leikinn að undanförnu og fór einnig yfir hvað honum fannst um leikinn og gaf honum sinn dóm.