Sósíalistar vilja að borgin stofni byggingafélag Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. maí 2018 06:29 Efstu tveir frambjóðendur á lista Sósílaista í Reykjavík, oddvitinn Sanna Magdalena Mörtudóttir og Daníel Örn Arnarson. Sósíalistar Framboð Sósíalistaflokks Íslands vill að Reykjavíkurborg stofni sitt eigið byggingafélag, sem byggi íbúðir fyrir það „fólk sem er í mestum vanda.“ Í tilkynningu frá flokknum er haft eftir Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, oddvita Sósíalista í Reykjavík, að hún telji að almenningur geti ekki greitt „hinum auðugu arð af öllum stigum íbúðabygginga,“ eins og hún orðar það. „Eins og staðan er í dag þurfum við að borga lóðabraskaranum sinn gróða, eigendum byggingavöruverslunarinnar sinn hagnað, verktakanum sína álagningu og eigendum leigufélagsins sinn arð. Þetta leggst ofan á alla vextina sem við borgum á endanum, vextina af okkar lánum og lánunum sem fyrirtækin taka. Fátækar fjölskyldur, láglaunafólk, lífeyrisþegar, öryrkjar og annað fólk sem er í húsnæðisvanda getur ekki staðið undir þessu öllu,“ er haft eftir Sunnu í tilkynningunni. Daníel Örn Arnarson, verkamaður og annar maður á lista sósíalista, er á sama máli. „Við erum klemmd á milli lágra launa og okurleigu,“ er haft eftir Daníel í tilkynningunni. „Húsnæðiskerfið er byggt upp svo að fáir aðilar geti hagnast sem mest: Lóðabraskarar, byggingarvörufyrirtæki, verktakar, húsaleigufyrirtæki.“„Hin verst settu geta ekki staðið undir hinum ríku. Þeir verða að finna sér aðra tekjulind en húsnæðiskreppu láglaunafólks.“ Í tilkynningunni er hugmynd Sósíalista jafnframt reifuð. Þeir vilja að Reykjavíkurborg sjálf stofni byggingafyrirtæki, sem flytji sjálft inn byggingarefnið, byggi sjálft húsin á borgarlandi og leigi sjálf út íbúðirnar. Sósíalistar vilja að byggt verði upp húsnæðiskerfi sem er algjörlega einangrað frá „gróðafyrirtækjum,“ eins og þau orða það. Máli sínu til stuðnings vísa Sósíalistar í söguna. Reykvíkingar stofnuðu til að mynda Bæjarútgerð Reykjavíkur til að útvega fólki örugga vinnu eftir stríð. Þá blása þau á þá gagnrýni að hugmyndir þeirra séu of kostnaðarsamar. „Reykjavíkurborg réð við að byggja upp Hitaveituna, skipta út olíu- og kolakyndingu og setja heitt vatn í hvert hús,“ bendir Daníel á. „Ef markaðurinn hefði fengið að ráða værum við enn að hita húsin með kolum.“ Kosningar 2018 Tengdar fréttir Sósíalistaflokkur Íslands býður fram til borgarstjórnar Félagsfundur Sósíalistaflokks Íslands samþykkti í dag ályktun sem kveður á um að fela framkvæmdastjórn flokksins að undirbúa framboð til borgarstjórnar Reykjavíkur í vor á vegum flokksins. 18. febrúar 2018 17:16 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Sjá meira
Framboð Sósíalistaflokks Íslands vill að Reykjavíkurborg stofni sitt eigið byggingafélag, sem byggi íbúðir fyrir það „fólk sem er í mestum vanda.“ Í tilkynningu frá flokknum er haft eftir Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, oddvita Sósíalista í Reykjavík, að hún telji að almenningur geti ekki greitt „hinum auðugu arð af öllum stigum íbúðabygginga,“ eins og hún orðar það. „Eins og staðan er í dag þurfum við að borga lóðabraskaranum sinn gróða, eigendum byggingavöruverslunarinnar sinn hagnað, verktakanum sína álagningu og eigendum leigufélagsins sinn arð. Þetta leggst ofan á alla vextina sem við borgum á endanum, vextina af okkar lánum og lánunum sem fyrirtækin taka. Fátækar fjölskyldur, láglaunafólk, lífeyrisþegar, öryrkjar og annað fólk sem er í húsnæðisvanda getur ekki staðið undir þessu öllu,“ er haft eftir Sunnu í tilkynningunni. Daníel Örn Arnarson, verkamaður og annar maður á lista sósíalista, er á sama máli. „Við erum klemmd á milli lágra launa og okurleigu,“ er haft eftir Daníel í tilkynningunni. „Húsnæðiskerfið er byggt upp svo að fáir aðilar geti hagnast sem mest: Lóðabraskarar, byggingarvörufyrirtæki, verktakar, húsaleigufyrirtæki.“„Hin verst settu geta ekki staðið undir hinum ríku. Þeir verða að finna sér aðra tekjulind en húsnæðiskreppu láglaunafólks.“ Í tilkynningunni er hugmynd Sósíalista jafnframt reifuð. Þeir vilja að Reykjavíkurborg sjálf stofni byggingafyrirtæki, sem flytji sjálft inn byggingarefnið, byggi sjálft húsin á borgarlandi og leigi sjálf út íbúðirnar. Sósíalistar vilja að byggt verði upp húsnæðiskerfi sem er algjörlega einangrað frá „gróðafyrirtækjum,“ eins og þau orða það. Máli sínu til stuðnings vísa Sósíalistar í söguna. Reykvíkingar stofnuðu til að mynda Bæjarútgerð Reykjavíkur til að útvega fólki örugga vinnu eftir stríð. Þá blása þau á þá gagnrýni að hugmyndir þeirra séu of kostnaðarsamar. „Reykjavíkurborg réð við að byggja upp Hitaveituna, skipta út olíu- og kolakyndingu og setja heitt vatn í hvert hús,“ bendir Daníel á. „Ef markaðurinn hefði fengið að ráða værum við enn að hita húsin með kolum.“
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Sósíalistaflokkur Íslands býður fram til borgarstjórnar Félagsfundur Sósíalistaflokks Íslands samþykkti í dag ályktun sem kveður á um að fela framkvæmdastjórn flokksins að undirbúa framboð til borgarstjórnar Reykjavíkur í vor á vegum flokksins. 18. febrúar 2018 17:16 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Sjá meira
Sósíalistaflokkur Íslands býður fram til borgarstjórnar Félagsfundur Sósíalistaflokks Íslands samþykkti í dag ályktun sem kveður á um að fela framkvæmdastjórn flokksins að undirbúa framboð til borgarstjórnar Reykjavíkur í vor á vegum flokksins. 18. febrúar 2018 17:16
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels