Djúp virðing fyrir hefðinni 7. maí 2018 06:00 Ragnar Ingi Aðalsteinsson hefur gefið út ljóðatímaritið Stuðlaberg síðan 2012. Blaðið kemur út tvisvar á ári, í apríl og nóvember. Vísir/eyþór „Stuðlaberg er helgað hefð- bundinni ljóðlist en þó er langt í frá að tímaritinu sé stefnt gegn óhefðbundnum ljóðum,“ segir Ragnar Ingi Aðalsteinsson, aðjunkt, rithöfundur og ljóðskáld, um ljóðatímaritið Stuðlaberg sem hann gaf fyrst út haustið 2012. „Það er mín bjargfasta skoðun að ljóð eigi hver og einn að yrkja eftir því sem andinn innblæs hverju sinni, og þau ljóð sem hreyfa við lesandanum á einhvern hátt séu góð ljóð án tillits til hvernig þau eru gerð,“ segir Ragnar. Hitt sé svo staðreynd að Íslendingar eigi mjög merkilega forna ljóðhefð. „Hefðbundna ljóðið, með afmarkaðri braglínulengd, taktbundinni hrynjandi og ljóðstöfum samkvæmt ströngum reglum, er menningarperla sem við höfum varðveitt um aldir og er hvergi til á byggðu bóli nema hér á Íslandi. Fyrir þúsund árum voru þessar reglur útbreiddar um alla Norður-Evrópu en nágrannaþjóðirnar hafa glatað þeim. Stuðlasetning var notuð í enskum ljóðum fram á 15. öld en þá hvarf hún úr kveðskapnum,“ útskýrir Ragnar, en á Norðurlöndum hurfu bragreglurnar fyrr, líklega í kringum 1200.Bragforminu misþyrmt Á árunum 2004 til 2010 gerði Ragnar stóra rannsókn á þróun stuðlasetningar í íslenskri ljóðlist. „Þar kom í ljós að stuðlasetningar hefðin hefur varðveist hér algjörlega óbreytt allt frá tíma Braga Boddasonar, sem var uppi í Noregi á fyrri hluta 9. aldar. Nokkrar breytingar hafa þó orðið á því hvaða hljóð stuðla saman. Því hafa valdið breytingar á framburði sem gerðu það að verkum að framstöðuhljóð hættu að stuðla saman. En skáldin brugðust jafnan við og breyttu reglunum til að grunngildin héldu sér,“ upplýsir Ragnar. Á seinni hluta 20. aldar, þegar nútímaljóðið var að ryðja sér til rúms, kom bakslag í gömlu bragfræðina. „Á þeim tíma sá maður gjarnan vísur sem voru rangt eða ekki stuðlaðar en fengu samt birtingu í fjölmiðlum án athugasemda. Höfundarnir töldu sig vera að yrkja hefðbundið en kunnu ekki reglurnar og út frá sjónarhorni þess sem hafði eyra fyrir þessum hefð- bundna brag var slíkur kveðskapur ónýtur og með öllu óbirtingarhæfur. Það var þá sem ég fór að skrifa kennslubækur í bragfræði. Mér rann til rifja að sjá gamla bragforminu misþyrmt á þennan hátt,“ segir Ragnar.Ragnar Ingi gerði stóra rannsókn á þróun stuðlasetningar í íslenskri ljóðlist og þar kom í ljós að hún hefur varðveist hér á landi óbreytt frá 9. öld.Vísir/eyþórEinfaldar bragreglur Eitt vill Ragnar ítreka: Að hverjum og einum sé frjálst að yrkja eftir hvaða reglum sem menn setja sér. „En hefðbundna ljóðformið, bragurinn sem hér hefur lifað með þjóðinni í 1200 ár, hefur í sér mjög ákveðnar reglur, fáar og einfaldar. Eddukvæðin, Dróttkvæðin, Háttatal Snorra Sturlusonar, Lilja Eysteins Ásgrímssonar, Ljómur Jóns Arasonar, Passíusálmar Hallgríms Péturssonar, rímur Steinunnar Finnsdóttur og Sigurðar Breiðfjörðs, sonnettur Jónasar Hallgrímssonar, Tíminn og vatnið eftir Stein Steinarr og Disneyrímur Þórarins Eldjárns; allt er þetta bundið sömu bragreglunum, unnið af stakri nákvæmni og vandvirkni skálda sem bera djúpa virðingu fyrir hefðinni og leyfa sér engar undantekningar.“ Ragnar bendir á að vísnasmiðir sem skemmta á hagyrðingamótum noti nákvæmlega sömu bragreglur og Egill Skalla-Grímsson og Þormóður Bersason Kolbrúnarskáld. „Ef við yrkjum hefðbundið skulum við gera það rétt,“ segir Ragnar. „Bragreglurnar eru ekki þyngri né flóknari en svo að nemendur 8. bekkjar grunnskólans læra þær í þremur til fjórum íslenskutímum, og fara létt með.“Ung og aldin skáld Tímaritið Stuðlaberg þjónar þeim tilgangi að styðja við hina fornu braghefð. „Þar birti ég ljóð sem ort eru undir hefðbundnum bragarháttum og fjallað er um vísnagerð og bragfræði,“ útskýrir Ragnar. Ritið er 34 blaðsíður og meðal fastra efnisþátta má nefna dægurvísur þar sem Ragnar fær nokkra hagyrðinga til að yrkja um sitthvað sem er á döfinni hverju sinni. Í nýútkomnu hefti Stuðlabergs yrkja konur um #metoo-byltinguna, opnuviðtal er við hagyrðinga sem tjá sig um vísnagerðina út frá ýmsum hliðum, lausavísnaþáttur er fastur liður í blaðinu og fjallað er um ljóðabækur. Vart þarf að taka fram að þær bækur geyma eingöngu hefðbundin ljóð. „Mikil gróska er nú í útgáfu hefð- bundinna ljóða. Þar er bæði um að ræða endurútgáfur á ljóðum eldri skálda og ekki síður nýjar bækur eftir núlifandi skáld, ung og aldin, sem yrkja hefðbundið og vilja koma kveðskap sínum á framfæri. Auk föstu þáttanna eru birtar greinar um bragfræðileg efni og ýmislegt annað sem tengist braghefðinni á einhvern hátt,“ útskýrir Ragnar. Þegar Stuðlaberg kom fyrst út fékk það strax ágætar undirtektir og fer áskrifendahópurinn sístækkandi. „Fyrstu árin voru erfið fjárhagslega en það hefur gengið æ betur eftir því sem fleiri frétta af blaðinu og áskrifendum fjölgar. Af og til fær blaðið styrki frá einstaklingum eða fyrirtækjum og allt slíkt er þegið með þökkum. Stefnt er að því að blaðið standi undir sér peningalega og vonandi tekst það fljótlega,“ segir Ragnar. Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Fleiri fréttir „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Sjá meira
„Stuðlaberg er helgað hefð- bundinni ljóðlist en þó er langt í frá að tímaritinu sé stefnt gegn óhefðbundnum ljóðum,“ segir Ragnar Ingi Aðalsteinsson, aðjunkt, rithöfundur og ljóðskáld, um ljóðatímaritið Stuðlaberg sem hann gaf fyrst út haustið 2012. „Það er mín bjargfasta skoðun að ljóð eigi hver og einn að yrkja eftir því sem andinn innblæs hverju sinni, og þau ljóð sem hreyfa við lesandanum á einhvern hátt séu góð ljóð án tillits til hvernig þau eru gerð,“ segir Ragnar. Hitt sé svo staðreynd að Íslendingar eigi mjög merkilega forna ljóðhefð. „Hefðbundna ljóðið, með afmarkaðri braglínulengd, taktbundinni hrynjandi og ljóðstöfum samkvæmt ströngum reglum, er menningarperla sem við höfum varðveitt um aldir og er hvergi til á byggðu bóli nema hér á Íslandi. Fyrir þúsund árum voru þessar reglur útbreiddar um alla Norður-Evrópu en nágrannaþjóðirnar hafa glatað þeim. Stuðlasetning var notuð í enskum ljóðum fram á 15. öld en þá hvarf hún úr kveðskapnum,“ útskýrir Ragnar, en á Norðurlöndum hurfu bragreglurnar fyrr, líklega í kringum 1200.Bragforminu misþyrmt Á árunum 2004 til 2010 gerði Ragnar stóra rannsókn á þróun stuðlasetningar í íslenskri ljóðlist. „Þar kom í ljós að stuðlasetningar hefðin hefur varðveist hér algjörlega óbreytt allt frá tíma Braga Boddasonar, sem var uppi í Noregi á fyrri hluta 9. aldar. Nokkrar breytingar hafa þó orðið á því hvaða hljóð stuðla saman. Því hafa valdið breytingar á framburði sem gerðu það að verkum að framstöðuhljóð hættu að stuðla saman. En skáldin brugðust jafnan við og breyttu reglunum til að grunngildin héldu sér,“ upplýsir Ragnar. Á seinni hluta 20. aldar, þegar nútímaljóðið var að ryðja sér til rúms, kom bakslag í gömlu bragfræðina. „Á þeim tíma sá maður gjarnan vísur sem voru rangt eða ekki stuðlaðar en fengu samt birtingu í fjölmiðlum án athugasemda. Höfundarnir töldu sig vera að yrkja hefðbundið en kunnu ekki reglurnar og út frá sjónarhorni þess sem hafði eyra fyrir þessum hefð- bundna brag var slíkur kveðskapur ónýtur og með öllu óbirtingarhæfur. Það var þá sem ég fór að skrifa kennslubækur í bragfræði. Mér rann til rifja að sjá gamla bragforminu misþyrmt á þennan hátt,“ segir Ragnar.Ragnar Ingi gerði stóra rannsókn á þróun stuðlasetningar í íslenskri ljóðlist og þar kom í ljós að hún hefur varðveist hér á landi óbreytt frá 9. öld.Vísir/eyþórEinfaldar bragreglur Eitt vill Ragnar ítreka: Að hverjum og einum sé frjálst að yrkja eftir hvaða reglum sem menn setja sér. „En hefðbundna ljóðformið, bragurinn sem hér hefur lifað með þjóðinni í 1200 ár, hefur í sér mjög ákveðnar reglur, fáar og einfaldar. Eddukvæðin, Dróttkvæðin, Háttatal Snorra Sturlusonar, Lilja Eysteins Ásgrímssonar, Ljómur Jóns Arasonar, Passíusálmar Hallgríms Péturssonar, rímur Steinunnar Finnsdóttur og Sigurðar Breiðfjörðs, sonnettur Jónasar Hallgrímssonar, Tíminn og vatnið eftir Stein Steinarr og Disneyrímur Þórarins Eldjárns; allt er þetta bundið sömu bragreglunum, unnið af stakri nákvæmni og vandvirkni skálda sem bera djúpa virðingu fyrir hefðinni og leyfa sér engar undantekningar.“ Ragnar bendir á að vísnasmiðir sem skemmta á hagyrðingamótum noti nákvæmlega sömu bragreglur og Egill Skalla-Grímsson og Þormóður Bersason Kolbrúnarskáld. „Ef við yrkjum hefðbundið skulum við gera það rétt,“ segir Ragnar. „Bragreglurnar eru ekki þyngri né flóknari en svo að nemendur 8. bekkjar grunnskólans læra þær í þremur til fjórum íslenskutímum, og fara létt með.“Ung og aldin skáld Tímaritið Stuðlaberg þjónar þeim tilgangi að styðja við hina fornu braghefð. „Þar birti ég ljóð sem ort eru undir hefðbundnum bragarháttum og fjallað er um vísnagerð og bragfræði,“ útskýrir Ragnar. Ritið er 34 blaðsíður og meðal fastra efnisþátta má nefna dægurvísur þar sem Ragnar fær nokkra hagyrðinga til að yrkja um sitthvað sem er á döfinni hverju sinni. Í nýútkomnu hefti Stuðlabergs yrkja konur um #metoo-byltinguna, opnuviðtal er við hagyrðinga sem tjá sig um vísnagerðina út frá ýmsum hliðum, lausavísnaþáttur er fastur liður í blaðinu og fjallað er um ljóðabækur. Vart þarf að taka fram að þær bækur geyma eingöngu hefðbundin ljóð. „Mikil gróska er nú í útgáfu hefð- bundinna ljóða. Þar er bæði um að ræða endurútgáfur á ljóðum eldri skálda og ekki síður nýjar bækur eftir núlifandi skáld, ung og aldin, sem yrkja hefðbundið og vilja koma kveðskap sínum á framfæri. Auk föstu þáttanna eru birtar greinar um bragfræðileg efni og ýmislegt annað sem tengist braghefðinni á einhvern hátt,“ útskýrir Ragnar. Þegar Stuðlaberg kom fyrst út fékk það strax ágætar undirtektir og fer áskrifendahópurinn sístækkandi. „Fyrstu árin voru erfið fjárhagslega en það hefur gengið æ betur eftir því sem fleiri frétta af blaðinu og áskrifendum fjölgar. Af og til fær blaðið styrki frá einstaklingum eða fyrirtækjum og allt slíkt er þegið með þökkum. Stefnt er að því að blaðið standi undir sér peningalega og vonandi tekst það fljótlega,“ segir Ragnar.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Fleiri fréttir „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“