Friðrik byrjaði skjálfandi á beinunum en náði svarta beltinu í karate 69 ára Garðar Örn Úlfarsson skrifar 7. maí 2018 06:00 Friðrik Jósepsson, ánægður handhafi svarta beltisins. Vísir/ernir „Þetta er stórkostlega skemmtilegt,“ segir Friðrik Jósepsson, sem náði þeim áfanga á föstudag að fá svarta beltið í karate, 69 ára gamall. „Ég er gamall íþróttarefur og keypti áður fyrr í ólympískum lyftingum og kraftlyftingum í tólf ár, frá 1968 til 1980, en meiddist illa og neyddist til að hætta,“ útskýrir Friðrik. Eftir þetta hafi hann farið að stunda líkamsræktarstöðvar sem þá voru að ryðja sér til rúms hérlendis. Friðrik fór í mjaðmaskiptaaðgerð fyrir um átta árum. Þar áður hafði hann farið í aðgerð vegna brjóskloss. „Ég var að reyna að finna mig aftur en gymmið þjónkaði ekki alveg minni lund,“ segir Friðrik sem kveðst því áfram hafa verið leitandi í þessum efnum. Fyrir sex árum gekk hann inn um dyrnar hjá Karatefélagi Reykjavíkur í kjallaranum á Laugardalslaug. „Mig minnir að ég hafa séð auglýsingu frá þeim og ég fór þangað skjálfandi á beinunum. Maður vissi ekkert hvernig móttökurnar yrðu, sérstaklega af því að maður er orðinn þetta gamall,“ lýsir Friðrik upphafinu á karateiðkun sinni. Óttinn reyndist ástæðulaus.Friðrik Jósepsson unir hag sínum vel hjá Karatefélagi Reykjavíkur og stóðst þar próf til svarta beltisins á föstudag. Vísir/Ernir„Mér var tekið alveg forkunnarvel og það er hluti af því að maður er þarna ennþá. Þetta er mjög góður félagsskapur og þjálfararnir frábærir,“ segir Friðrik sem stefndi hátt strax í byrjun og náði því reyndar ári fyrir áætlun. „Ég setti það markmið að ná svarta beltinu sjötugur. Ég hef gaman af að storka sjálfum mér. Sennilega er það í eðlinu.“ Friðrik segir karateiðkunina gefandi. „Maður fann sig að nokkru leyti aftur. Ég gat tekið á því að fullu en maður hafði eiginlega aldrei beitt sér í þessum gymmum. Þar gat maður verið einn innan um fullt af fólki en hér er miklu meiri félagsskapur,“ segir hann. Þótt Friðrik sé örugglega með elstu mönnum til að ná svarta beltinu í karate á Íslandi og viti ekki um neinn eldri sjálfur að minnsta kosti á hann enn mikið eftir. „Þetta var það sem kallað er fyrsti dan en það er níu gráðanir eftir í svarta beltinu. Svo ég er rétt að byrja. Það er gulrót að fara í gráðunina eftir önnina. Er á meðan er.“ Karate er íþrótt fyrir alla að sögn Friðriks. „Ég mæli eindregið með þessu. Þetta hentar öllum og fólk ætti endilega að koma og prófa.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Fleiri fréttir Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Sjá meira
„Þetta er stórkostlega skemmtilegt,“ segir Friðrik Jósepsson, sem náði þeim áfanga á föstudag að fá svarta beltið í karate, 69 ára gamall. „Ég er gamall íþróttarefur og keypti áður fyrr í ólympískum lyftingum og kraftlyftingum í tólf ár, frá 1968 til 1980, en meiddist illa og neyddist til að hætta,“ útskýrir Friðrik. Eftir þetta hafi hann farið að stunda líkamsræktarstöðvar sem þá voru að ryðja sér til rúms hérlendis. Friðrik fór í mjaðmaskiptaaðgerð fyrir um átta árum. Þar áður hafði hann farið í aðgerð vegna brjóskloss. „Ég var að reyna að finna mig aftur en gymmið þjónkaði ekki alveg minni lund,“ segir Friðrik sem kveðst því áfram hafa verið leitandi í þessum efnum. Fyrir sex árum gekk hann inn um dyrnar hjá Karatefélagi Reykjavíkur í kjallaranum á Laugardalslaug. „Mig minnir að ég hafa séð auglýsingu frá þeim og ég fór þangað skjálfandi á beinunum. Maður vissi ekkert hvernig móttökurnar yrðu, sérstaklega af því að maður er orðinn þetta gamall,“ lýsir Friðrik upphafinu á karateiðkun sinni. Óttinn reyndist ástæðulaus.Friðrik Jósepsson unir hag sínum vel hjá Karatefélagi Reykjavíkur og stóðst þar próf til svarta beltisins á föstudag. Vísir/Ernir„Mér var tekið alveg forkunnarvel og það er hluti af því að maður er þarna ennþá. Þetta er mjög góður félagsskapur og þjálfararnir frábærir,“ segir Friðrik sem stefndi hátt strax í byrjun og náði því reyndar ári fyrir áætlun. „Ég setti það markmið að ná svarta beltinu sjötugur. Ég hef gaman af að storka sjálfum mér. Sennilega er það í eðlinu.“ Friðrik segir karateiðkunina gefandi. „Maður fann sig að nokkru leyti aftur. Ég gat tekið á því að fullu en maður hafði eiginlega aldrei beitt sér í þessum gymmum. Þar gat maður verið einn innan um fullt af fólki en hér er miklu meiri félagsskapur,“ segir hann. Þótt Friðrik sé örugglega með elstu mönnum til að ná svarta beltinu í karate á Íslandi og viti ekki um neinn eldri sjálfur að minnsta kosti á hann enn mikið eftir. „Þetta var það sem kallað er fyrsti dan en það er níu gráðanir eftir í svarta beltinu. Svo ég er rétt að byrja. Það er gulrót að fara í gráðunina eftir önnina. Er á meðan er.“ Karate er íþrótt fyrir alla að sögn Friðriks. „Ég mæli eindregið með þessu. Þetta hentar öllum og fólk ætti endilega að koma og prófa.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Fleiri fréttir Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Sjá meira