Vætutíð leysir af kulda sem gæti ógnað gróðri Jón Hákon Halldórsson skrifar 5. maí 2018 11:00 Kirkjugarðar Reykjavíkur eru á meðal fallegustu skrúðgarða landsins, enda vaskur hópur manna sem starfar þar. Miðað við veðurspána fram undan gætu þeir þurft að bregða sér í regngalla næstu daga. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari náttúra „Það gæti komið eitthvert bakslag í viðkvæman gróður en ég held að þetta verði ekki varanlegt,“ segir Kári Aðalsteinsson, garðyrkjustjóri hjá Kirkjugörðum Reykjavíkur. Þrátt fyrir kuldakast og snjókomu á vestanverðu landinu telur Kári að gróður sleppi að mestu leyti vel. „Það hefði verið mikið verra ef við hefðum fengið norðanátt. Af því að þá hefðum við fengið miklu meiri kulda með sól,“ segir Kári. Það séu fyrst og fremst runnategundir sem laufgist snemma sem gætu skaðast. Nefnir hann blátoppinn, runnategund sem oft laufgast snemma og er oft komin af stað um miðjan apríl. Kári segir að það sé allt í lagi að halda sínu striki í vorverkunum þrátt fyrir óveðrið. „Ef klakinn er farinn úr jarðveginum, þá er allt í lagi að byrja að planta. Það er í rauninni betra en að draga það fram í miðjan júní þegar jarðvegurinn er farinn að þorna. Þá eiga plönturnar erfiðara með að koma sér af stað,“ segir Kári. Teitur Arason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að suðvestanáttin hafi náð hámarki í gær. „Það má segja að þetta séu leifarnar af vetrinum að sækja á okkur. Þetta er kalt loft, ættað frá heimskautasvæðum Kanada, sem fer stundum á flakk og það veldur órólegu veðri þar sem það kemur niður,“ segir Teitur. „Þetta er það kalt loft að þegar það fer yfir sjóinn vestan við landið, þá drekkur það í sig raka úr sjónum og myndar éljaklakkana og það steypist snjór yfir vestanvert landið,“ bætir Teitur við. Á milli skín svo sólin, sem er orðin það sterk í maí að hún nær að hita yfirborðið á milli élja. Teitur segir að suðvestanáttin verði áfram hvöss yfir helgina með svipuðu veðurlagi. „En það er miklu betra veður austan við Tröllaskaga og fyrir norðaustan og á Austurlandi er þurrt og bjart veður,“ bætir Teitur við. Búist er við að eftir helgi skipti veðrið um gír og verði mildara og blautara. Þetta er mjög ódæmigerð staða að sögn Teits. Algengara sé að kuldinn sæki að landsmönnum úr norðri á þessum árstíma. „Síðan er næsta vika ekki heldur alveg venjuleg fyrir það hvað hún er vætusöm. Vorið er nú yfirleitt þurrasti árstíminn,“ segir Teitur. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti Sjá meira
náttúra „Það gæti komið eitthvert bakslag í viðkvæman gróður en ég held að þetta verði ekki varanlegt,“ segir Kári Aðalsteinsson, garðyrkjustjóri hjá Kirkjugörðum Reykjavíkur. Þrátt fyrir kuldakast og snjókomu á vestanverðu landinu telur Kári að gróður sleppi að mestu leyti vel. „Það hefði verið mikið verra ef við hefðum fengið norðanátt. Af því að þá hefðum við fengið miklu meiri kulda með sól,“ segir Kári. Það séu fyrst og fremst runnategundir sem laufgist snemma sem gætu skaðast. Nefnir hann blátoppinn, runnategund sem oft laufgast snemma og er oft komin af stað um miðjan apríl. Kári segir að það sé allt í lagi að halda sínu striki í vorverkunum þrátt fyrir óveðrið. „Ef klakinn er farinn úr jarðveginum, þá er allt í lagi að byrja að planta. Það er í rauninni betra en að draga það fram í miðjan júní þegar jarðvegurinn er farinn að þorna. Þá eiga plönturnar erfiðara með að koma sér af stað,“ segir Kári. Teitur Arason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að suðvestanáttin hafi náð hámarki í gær. „Það má segja að þetta séu leifarnar af vetrinum að sækja á okkur. Þetta er kalt loft, ættað frá heimskautasvæðum Kanada, sem fer stundum á flakk og það veldur órólegu veðri þar sem það kemur niður,“ segir Teitur. „Þetta er það kalt loft að þegar það fer yfir sjóinn vestan við landið, þá drekkur það í sig raka úr sjónum og myndar éljaklakkana og það steypist snjór yfir vestanvert landið,“ bætir Teitur við. Á milli skín svo sólin, sem er orðin það sterk í maí að hún nær að hita yfirborðið á milli élja. Teitur segir að suðvestanáttin verði áfram hvöss yfir helgina með svipuðu veðurlagi. „En það er miklu betra veður austan við Tröllaskaga og fyrir norðaustan og á Austurlandi er þurrt og bjart veður,“ bætir Teitur við. Búist er við að eftir helgi skipti veðrið um gír og verði mildara og blautara. Þetta er mjög ódæmigerð staða að sögn Teits. Algengara sé að kuldinn sæki að landsmönnum úr norðri á þessum árstíma. „Síðan er næsta vika ekki heldur alveg venjuleg fyrir það hvað hún er vætusöm. Vorið er nú yfirleitt þurrasti árstíminn,“ segir Teitur.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti Sjá meira