Rannsaka afhendingu gagna Barnaverndarstofu til fjölmiðla Sveinn Arnarsson skrifar 5. maí 2018 07:00 Heiða Björg Pálmadóttir, starfandi forstjóri Barnaverndarstofu, neitar að hafa brotið lög. Fréttablaðið/Anton Brink Persónuvernd hefur hafið frumkvæðisrannsókn á því að Barnaverndarstofa afhenti Stundinni og RÚV hundruð blaðsíðna um barnaverndarmál á höfuðborgarsvæðinu. Málið er litið alvarlegum augum og er lögreglan á höfuðborgarsvæðinu einnig að skoða það. Barnaverndarstofa lét fréttastofu Ríkisútvarpsins og Stundinni í té gagnapakka um einstök barnaverndarmál, deilur foreldra um umgengnisrétt við börn og fundargerðir svo dæmi séu tekin. Þó að nöfn og kennitölur hafi verið afmáð úr gögnunum er mögulegt að finna út hvaða einstaklinga er um að ræða. Þetta ætlar Persónuvernd að rannsaka. „Gögn sem þessi eru líkast til viðkvæmustu upplýsingarnar sem hægt er að komast í. Það er því mikilvægt að skoða hvernig vinnslu persónugreinanlegra upplýsinga var háttað í þessu tilviki. Við höfum skoðað málið eins og það liggur fyrir núna og teljum ástæðu til að hefja frumkvæðisathugun,“ segir Vigdís Eva Líndal, skrifstofustjóri upplýsingaöryggis hjá Persónuvernd. Ekki er nóg samkvæmt persónuverndarlögum að afmá nöfn og kennitölur. Ef hægt er að rekja upplýsingar til tiltekinna einstaklinga eigi þær að fara leynt. Afhending gagnanna gæti einnig varðað við almenn hegningarlög. Þar segir að opinber starfsmaður gæti átt yfir höfði sér eins árs fangelsi segi hann frá einhverju er leynt á að fara sem hann hefur vitneskju um í starfi sínu eða embætti.Alþingi Þing 2013 alþingismaður Ásmundur Einar DaðasonHeiða Björg Pálmadóttir, starfandi forstjóri Barnaverndarstofu, neitar því að hafa brotið lög. „Beiðni um upplýsingar var unnin samkvæmt lögum í samráði við lögfræðinga stofnunarinnar.“ Ásmundur Einar Daðason, velferðarráðherra og æðsti yfirmaður barnaverndarmála, segir málið alvarlegt og til skoðunar. „Við erum búin að kalla til okkar forsvarsmenn Barnaverndarstofu og barnaverndarnefndir á höfuðborgarsvæðinu á fund í næstu viku til að fara yfir þessi mál,“ segir ráðherra. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins gætir mikils titrings innan barnaverndarnefnda á höfuðborgarsvæðinu vegna afhendingar gagnanna. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, sagði málið á borði ákærusviðs. Anna Eygló Karlsdóttir, yfirmaður barnaverndar Kópavogs, segir að mögulega hafi mál úr Kópavogi verið í gagnapakkanum. „Bæjarlögmaður og lögfræðingur barnaverndarnefndar Kópavogs eru að skoða þetta mál. Við viljum auðvitað ekki að upplýsingar sem þessar rati til annarra en þeirra sem málið varðar,“ segir Anna Eygló. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Kjartan Bjarni stýrir óháðri úttekt á barnaverndarmálum Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að hann myndi fagna manna mest óháðri úttekt á störfum hans, sem nú er ljóst að verður niðurstaðan. 2. maí 2018 13:26 Ásmundur bað þingið velvirðingar Vissi ekki að fundi hefði verið frestað. 2. maí 2018 16:51 Bragi fundar fyrir luktum dyrum Fundur velferðarnefndar Alþingis með Braga Guðbrandssyni, forstjóra Barnaverndarstofu, verður lokaður. 2. maí 2018 07:57 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Persónuvernd hefur hafið frumkvæðisrannsókn á því að Barnaverndarstofa afhenti Stundinni og RÚV hundruð blaðsíðna um barnaverndarmál á höfuðborgarsvæðinu. Málið er litið alvarlegum augum og er lögreglan á höfuðborgarsvæðinu einnig að skoða það. Barnaverndarstofa lét fréttastofu Ríkisútvarpsins og Stundinni í té gagnapakka um einstök barnaverndarmál, deilur foreldra um umgengnisrétt við börn og fundargerðir svo dæmi séu tekin. Þó að nöfn og kennitölur hafi verið afmáð úr gögnunum er mögulegt að finna út hvaða einstaklinga er um að ræða. Þetta ætlar Persónuvernd að rannsaka. „Gögn sem þessi eru líkast til viðkvæmustu upplýsingarnar sem hægt er að komast í. Það er því mikilvægt að skoða hvernig vinnslu persónugreinanlegra upplýsinga var háttað í þessu tilviki. Við höfum skoðað málið eins og það liggur fyrir núna og teljum ástæðu til að hefja frumkvæðisathugun,“ segir Vigdís Eva Líndal, skrifstofustjóri upplýsingaöryggis hjá Persónuvernd. Ekki er nóg samkvæmt persónuverndarlögum að afmá nöfn og kennitölur. Ef hægt er að rekja upplýsingar til tiltekinna einstaklinga eigi þær að fara leynt. Afhending gagnanna gæti einnig varðað við almenn hegningarlög. Þar segir að opinber starfsmaður gæti átt yfir höfði sér eins árs fangelsi segi hann frá einhverju er leynt á að fara sem hann hefur vitneskju um í starfi sínu eða embætti.Alþingi Þing 2013 alþingismaður Ásmundur Einar DaðasonHeiða Björg Pálmadóttir, starfandi forstjóri Barnaverndarstofu, neitar því að hafa brotið lög. „Beiðni um upplýsingar var unnin samkvæmt lögum í samráði við lögfræðinga stofnunarinnar.“ Ásmundur Einar Daðason, velferðarráðherra og æðsti yfirmaður barnaverndarmála, segir málið alvarlegt og til skoðunar. „Við erum búin að kalla til okkar forsvarsmenn Barnaverndarstofu og barnaverndarnefndir á höfuðborgarsvæðinu á fund í næstu viku til að fara yfir þessi mál,“ segir ráðherra. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins gætir mikils titrings innan barnaverndarnefnda á höfuðborgarsvæðinu vegna afhendingar gagnanna. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, sagði málið á borði ákærusviðs. Anna Eygló Karlsdóttir, yfirmaður barnaverndar Kópavogs, segir að mögulega hafi mál úr Kópavogi verið í gagnapakkanum. „Bæjarlögmaður og lögfræðingur barnaverndarnefndar Kópavogs eru að skoða þetta mál. Við viljum auðvitað ekki að upplýsingar sem þessar rati til annarra en þeirra sem málið varðar,“ segir Anna Eygló.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Kjartan Bjarni stýrir óháðri úttekt á barnaverndarmálum Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að hann myndi fagna manna mest óháðri úttekt á störfum hans, sem nú er ljóst að verður niðurstaðan. 2. maí 2018 13:26 Ásmundur bað þingið velvirðingar Vissi ekki að fundi hefði verið frestað. 2. maí 2018 16:51 Bragi fundar fyrir luktum dyrum Fundur velferðarnefndar Alþingis með Braga Guðbrandssyni, forstjóra Barnaverndarstofu, verður lokaður. 2. maí 2018 07:57 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Kjartan Bjarni stýrir óháðri úttekt á barnaverndarmálum Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að hann myndi fagna manna mest óháðri úttekt á störfum hans, sem nú er ljóst að verður niðurstaðan. 2. maí 2018 13:26
Bragi fundar fyrir luktum dyrum Fundur velferðarnefndar Alþingis með Braga Guðbrandssyni, forstjóra Barnaverndarstofu, verður lokaður. 2. maí 2018 07:57