Eitt heitasta tölvunörd landsins, eins og þeir í GameTíví orða það, Óli Jóels, ákvað að skella sér í VR leikinn Superhot. Honum hitnaði aðeins of mikið og var farinn að slá niður hluti í kringum sig. Superhot gengur út á að sigra óvini með því að kýla þá, skjóta og kasta hlutum í þá.
Óli var á köflum jafnvel of einbeittur í Superhot og átti hann til að berja vegginn. Óhætt er að segja að Tryggvi hafi verið í mikilli hættu við hliðina á honum.