Mikil eftirspurn eftir leyfum í minni árnar Karl Lúðvíksson skrifar 4. maí 2018 13:49 Þrátt fyrir að veðurfarið sé ekki eins og veiðimenn kjósa þá sitja margir og skoða hvað er í boði í veiðinni í sumar. Það sem hefur alltaf verið vinsælt eru leyfin í vatnasvæðin og í árnar þar sem menn greiða ekki fyrir hús eða þjónustu heldur sjá um sig sjálfir. Oft eru þetta litlir vinahópar sem vilja hafa svæðin út af fyrir sig og það er mest eftirspurn í veiðisvæði þar sem er veitt á tvær til fjórar stangir og í þeim flokki er nokkuð mikið úrval. VIð ætlum í þessum mánuði að skoða framboð hjá veiðileyfasölum og sjá hvað er í boði. Staðan er að vísu þannig að vinsælustu svæðin eru svo gott sem uppseld en það má engu að síður víða finna lausa daga á góðu verði á tíma þar sem veiðivon er jafnan góð. Vefurinn www.veida.is er með daga á svæðum sem falla vel inní 2-4 stanga leitarflokkinn að þessu sinni og má þar nefna t.d. Fáksrúð í Dölum, Gljúfurá í Húnaþingi, Laugardalsá, Straumana, Vatnsá og Þverá í Fljótshlíð. Það er meira í boði inná vefnum sem vert er að skoða en vefurinn sem slíkur er ekki leigutaki að neinu svæði heldur endursöluaðili og það auðveldar svolítið málin þegar verið er að leita af leyfum að finna gott úrval á einum stað. Mest lesið Mikið líf í Jónskvísl Veiði Þverá í Fljótshlíð að komast í gang Veiði Fyrstu laxarnir komnir á land við Urriðafoss Veiði Öflugar göngur í Langá Veiði Gæti orðið kuldaleg veiðiopnun Veiði Frábær veiði á stöng í Jöklu 2011 Veiði Algjör mokveiði við opnun Ytri Rangár Veiði Grenlækur IV opnaði með 196 fiskum Veiði Veiðimenn á vesturlandi biðja um rigningu Veiði Austurbakki Hólsár er að gefa vel Veiði
Þrátt fyrir að veðurfarið sé ekki eins og veiðimenn kjósa þá sitja margir og skoða hvað er í boði í veiðinni í sumar. Það sem hefur alltaf verið vinsælt eru leyfin í vatnasvæðin og í árnar þar sem menn greiða ekki fyrir hús eða þjónustu heldur sjá um sig sjálfir. Oft eru þetta litlir vinahópar sem vilja hafa svæðin út af fyrir sig og það er mest eftirspurn í veiðisvæði þar sem er veitt á tvær til fjórar stangir og í þeim flokki er nokkuð mikið úrval. VIð ætlum í þessum mánuði að skoða framboð hjá veiðileyfasölum og sjá hvað er í boði. Staðan er að vísu þannig að vinsælustu svæðin eru svo gott sem uppseld en það má engu að síður víða finna lausa daga á góðu verði á tíma þar sem veiðivon er jafnan góð. Vefurinn www.veida.is er með daga á svæðum sem falla vel inní 2-4 stanga leitarflokkinn að þessu sinni og má þar nefna t.d. Fáksrúð í Dölum, Gljúfurá í Húnaþingi, Laugardalsá, Straumana, Vatnsá og Þverá í Fljótshlíð. Það er meira í boði inná vefnum sem vert er að skoða en vefurinn sem slíkur er ekki leigutaki að neinu svæði heldur endursöluaðili og það auðveldar svolítið málin þegar verið er að leita af leyfum að finna gott úrval á einum stað.
Mest lesið Mikið líf í Jónskvísl Veiði Þverá í Fljótshlíð að komast í gang Veiði Fyrstu laxarnir komnir á land við Urriðafoss Veiði Öflugar göngur í Langá Veiði Gæti orðið kuldaleg veiðiopnun Veiði Frábær veiði á stöng í Jöklu 2011 Veiði Algjör mokveiði við opnun Ytri Rangár Veiði Grenlækur IV opnaði með 196 fiskum Veiði Veiðimenn á vesturlandi biðja um rigningu Veiði Austurbakki Hólsár er að gefa vel Veiði