Klikkun en þægileg innivinna Benedikt Bóas skrifar 4. maí 2018 06:00 Gunnar Þórðarson stígur á stokk á Kringlukránni um helgina. Vísir/Stefán „Þetta er þægileg innivinna,“ segir Gunnar Þórðarson, einn af okkar dáðustu tónskáldum en hann mun ásamt hljómsveitinni Gullkistunni stíga á svið á Vorgleði Kringlukrárinnar um helgina. Ásamt Gunnari eru þeir Óttar Felix, Jonni Ólafs og Ásgeir Óskars í bandinu og munu þeir spila alla gömlu góðu slagarana, bæði innlenda og erlenda. Það verð ur því væntanlega þéttskipað á dansgólfinu og engin danskort tóm. „Gullkistan spilar bara lög „from the sixties“, eins og þeir segja, “ segir Gunnar og á þar við Trúbrot, Hljóma, Bítlana, Rolling Stones og fleiri og fleiri. Það er ekki komið að tómum kofanum þegar kemur að því að velja á lagalistann hjá þessum meisturum og trúlega gætu þeir verið að mun lengur en frá hálf tólf til þrjú að nóttu. Aðspurður hvort svona gigg taki ekki sinn toll af 73 ára gömlum rokklíkama segir Gunnar: „Þetta er auðvitað klikkun,“ og getur ekki annað en brosað. Magnús Kjartansson og Birgir Hrafnsson verða sérstakir heiðursgestir á laugardaginn. Magnús lék með Gunnari í hljómsveitinni Trúbroti og er einn af okkar ástsælustu dægurlagahöfundum, samdi m.a. Lítill drengur, To be grateful og My friend and I. Birgir lék með Gunnari í Hljómum sumarið 1973 auk þess að hafa leikið með Pops, Ævintýri, Svanfríði og ýmsum fleiri hljómsveitum. „Við spilum saman um tvisvar sinnum á ári. Þetta er hobbí hjá okkur að spila gömlu lögin. Við æfum aðeins, en höfum spilað þetta auðvitað í smá tíma. Við gætum trúlega mætt og talið í en gerum það að sjálfsögðu ekki,“ segir Gunnar. Á toppnum síðan 1965 Gunni Þórðar fæddist á Hólmavík 4. janúar 1945 en flutti til Keflavíkur 1953. Tíu árum síðar komu Hljómar fyrst fram á sjónvarsviðið en fyrsta plata þeirra sem var þrykkt í plast kom út 1965 með lögum Gunnars. Það voru Fyrsti kossinn og Bláu augun þín sem enn hljóma í eyrum landsmanna. Síðan hefur sigurganga hans verið nánast óslitin. Sögu hans sem lagahöfundur, útsetjari, plötuútgefandi og fleira og fleira þarf varla að skrifa enda hefur hann lagt til flestar dægurlagaperlur sem Íslendingar syngja enn í dag. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Einar og Milla skírðu drenginn Lífið Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Lífið Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Menning Getur alls ekki verið einn Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Fleiri fréttir Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Sjá meira
„Þetta er þægileg innivinna,“ segir Gunnar Þórðarson, einn af okkar dáðustu tónskáldum en hann mun ásamt hljómsveitinni Gullkistunni stíga á svið á Vorgleði Kringlukrárinnar um helgina. Ásamt Gunnari eru þeir Óttar Felix, Jonni Ólafs og Ásgeir Óskars í bandinu og munu þeir spila alla gömlu góðu slagarana, bæði innlenda og erlenda. Það verð ur því væntanlega þéttskipað á dansgólfinu og engin danskort tóm. „Gullkistan spilar bara lög „from the sixties“, eins og þeir segja, “ segir Gunnar og á þar við Trúbrot, Hljóma, Bítlana, Rolling Stones og fleiri og fleiri. Það er ekki komið að tómum kofanum þegar kemur að því að velja á lagalistann hjá þessum meisturum og trúlega gætu þeir verið að mun lengur en frá hálf tólf til þrjú að nóttu. Aðspurður hvort svona gigg taki ekki sinn toll af 73 ára gömlum rokklíkama segir Gunnar: „Þetta er auðvitað klikkun,“ og getur ekki annað en brosað. Magnús Kjartansson og Birgir Hrafnsson verða sérstakir heiðursgestir á laugardaginn. Magnús lék með Gunnari í hljómsveitinni Trúbroti og er einn af okkar ástsælustu dægurlagahöfundum, samdi m.a. Lítill drengur, To be grateful og My friend and I. Birgir lék með Gunnari í Hljómum sumarið 1973 auk þess að hafa leikið með Pops, Ævintýri, Svanfríði og ýmsum fleiri hljómsveitum. „Við spilum saman um tvisvar sinnum á ári. Þetta er hobbí hjá okkur að spila gömlu lögin. Við æfum aðeins, en höfum spilað þetta auðvitað í smá tíma. Við gætum trúlega mætt og talið í en gerum það að sjálfsögðu ekki,“ segir Gunnar. Á toppnum síðan 1965 Gunni Þórðar fæddist á Hólmavík 4. janúar 1945 en flutti til Keflavíkur 1953. Tíu árum síðar komu Hljómar fyrst fram á sjónvarsviðið en fyrsta plata þeirra sem var þrykkt í plast kom út 1965 með lögum Gunnars. Það voru Fyrsti kossinn og Bláu augun þín sem enn hljóma í eyrum landsmanna. Síðan hefur sigurganga hans verið nánast óslitin. Sögu hans sem lagahöfundur, útsetjari, plötuútgefandi og fleira og fleira þarf varla að skrifa enda hefur hann lagt til flestar dægurlagaperlur sem Íslendingar syngja enn í dag.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Einar og Milla skírðu drenginn Lífið Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Lífið Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Menning Getur alls ekki verið einn Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Fleiri fréttir Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Sjá meira