Öryrkjabandalagið hafði betur eftir áralangt stapp við borgina Jóhann Óli Eiðsson skrifar 4. maí 2018 07:00 Ákvörðunin var tilkynnt á opnum fundi ÖBÍ í Ráðhúsinu í gær. Frambjóðendur hlýddu á. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ari Ekki liggur fyrir hve mikill kostnaður Reykjavíkurborgar mun verða vegna ákvörðunar um að greiða sérstakar húsaleigubætur afturvirkt til leigjenda hjá Brynju, hússjóði Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ). Í svari frá borginni segir að gera megi ráð fyrir því að hann verði „umtalsverður“. Forsaga málsins er sú að fyrir níu árum hóf ÖBÍ að berjast fyrir því að reglum borgarinnar um sérstakar húsaleigubætur yrði breytt. Samkvæmt reglunum áttu aðeins leigjendur á almennum markaði eða hjá Félagsbústöðum rétt á bótunum. Öðrum var hins vegar hafnað. Taldi ÖBÍ að um brot á jafnræðisreglu væri að ræða. Í nóvember 2010, eða fyrir tæplega átta árum, lá fyrir niðurstaða innanríkisráðuneytisins þess efnis að reglur borgarinnar væru ekki í samræmi við lög. Þeim tilmælum var beint til borgarinnar að reglunum yrði breytt. Það var hins vegar ekki gert.Sjá einnig: Allir leigjendur Brynju geta sótt um húsaleigubætur Í mars 2014 höfðaði umsækjandi sérstakra húsaleigubóta, sem hafði fengið höfnun á grundvelli reglna borgarinnar, dómsmál til að hnekkja niðurstöðu borgarinnar. Áður hafði konan búið í húsnæði Félagsbústaða og fengið sérstakan húsnæðisstuðning á grundvelli þess. Við flutning til Brynju tapaði hún þeim. Í Hæstarétti í júní 2016 var fallist á kröfur konunnar og talið að borginni hefði verið óheimilt að synja umsækjanda um sérstakar húsaleigubætur á þessum forsendum. Hófst borgin handa við að greiða bætur afturvirkt til þeirra einstaklinga sem sótt höfðu um en fengið höfnun.Daníel Isebarn Ágústsson, lögmaður Eftir stóð hins vegar hópur sem hafði aldrei sótt um eða verið vísað frá áður en til umsóknar kom sökum afstöðu borgarinnar. Í minnisblaði frá borgarritara segir: „Telja verður að allar líkur séu á að upplýsingagjöf borgarinnar hafi haft þær afleiðingar að einhverjir umbjóðendur ÖBÍ hafi ekki sótt um sérstakar húsaleigubætur.“ Á fundi borgarráðs í gær var samþykkt að veita sérstakar húsaleigubætur afturvirkt öllum leigjendum Brynju sem rétt á þeim áttu með afturvirkum hætti. Miðað er við fjögur ár frá uppkvaðningu dóms Hæstaréttar og út árið 2016 en nýjar reglur um sérstakan húsaleigustuðning tóku gildi í ársbyrjun 2017. Þeir sem telja sig eiga kröfu á borgina munu þurfa að senda inn umsókn þess efnis. „Þetta hefur verið hátt í tíu ára barátta. Í upphafi bentum við borginni á að þetta væri ólöglegt og sendum síðan inn beiðni um álit til innanríkisráðuneytisins. Það var ekki fyrr en endanlegur dómur lá fyrir að einhver hreyfing komst á þetta,“ segir lögmaðurinn Daníel Isebarn Ágústsson en hann sótti málið fyrir hönd ÖBÍ. „Þegar dómurinn lá fyrir tók við meira stapp. Fyrst stóð til að borga aðeins þeim sem áttu skriflega umsókn inni í kerfinu. Það gekk auðvitað ekki upp því við vissum um mörg dæmi þess að fólki hefði hreinlega verið snúið við í dyrunum þegar það ætlaði að sækja um,“ segir Daníel. „Við fögnum auðvitað þessari ákvörðun en hér er ekki um góðverk af hálfu borgarinnar að ræða heldur er verið að leiðrétta að hluta margra ára brot á réttindum fólks. Brotin ná yfir lengra tímabil en kveðið er á um í ákvörðun borgarráðs.“ Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins um kostnað vegna þessa segir að nú þegar hafi 171 heimili fengið alls 54 milljónir greiddar. Um er að ræða einstaklinga sem sótt höfðu um húsaleigubæturnar. Ekki liggi fyrir hve margir eigi rétt á greiðslunum eða hve mikið borgin mun þurfa að greiða í dráttarvexti. Búast megi hins vegar við því að kostnaðurinn verði „umtalsverður ef horft er til þess fjölda sem mögulega getur átt rétt á greiðslum“.Hér að neðan má sjá kvöldfrétt Stöðvar 2 um málið í gærkvöldi Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Tengdar fréttir Allir leigjendur Brynju geta sótt um húsaleigubætur Í apríl lagði sjálfstæðisflokkurinn fram tillögu um að allir leigjendur ættu að fá bæturnar greiddar, óháð því hvort þeir hefðu sótt formlega um þær á sínum tíma eða ekki. 3. maí 2018 17:51 Fatlað fólk kerfisbundið brotið niður strax í grunnskóla Aðeins helmingur landsmanna telur að fatlað fólk njóti jafnra tækifæra í samfélaginu og minnihluti telur grunnskóla uppfylla þarfir nemenda með sérþarfir samkvæmt nýrri könnun Gallup. Formaður Öryrkjabandalagsins segir mikilvægt að efla skólana svo fatlað fólk sé ekki kerfisbundið útilokað strax frá barnsaldri. 3. maí 2018 19:00 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
Ekki liggur fyrir hve mikill kostnaður Reykjavíkurborgar mun verða vegna ákvörðunar um að greiða sérstakar húsaleigubætur afturvirkt til leigjenda hjá Brynju, hússjóði Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ). Í svari frá borginni segir að gera megi ráð fyrir því að hann verði „umtalsverður“. Forsaga málsins er sú að fyrir níu árum hóf ÖBÍ að berjast fyrir því að reglum borgarinnar um sérstakar húsaleigubætur yrði breytt. Samkvæmt reglunum áttu aðeins leigjendur á almennum markaði eða hjá Félagsbústöðum rétt á bótunum. Öðrum var hins vegar hafnað. Taldi ÖBÍ að um brot á jafnræðisreglu væri að ræða. Í nóvember 2010, eða fyrir tæplega átta árum, lá fyrir niðurstaða innanríkisráðuneytisins þess efnis að reglur borgarinnar væru ekki í samræmi við lög. Þeim tilmælum var beint til borgarinnar að reglunum yrði breytt. Það var hins vegar ekki gert.Sjá einnig: Allir leigjendur Brynju geta sótt um húsaleigubætur Í mars 2014 höfðaði umsækjandi sérstakra húsaleigubóta, sem hafði fengið höfnun á grundvelli reglna borgarinnar, dómsmál til að hnekkja niðurstöðu borgarinnar. Áður hafði konan búið í húsnæði Félagsbústaða og fengið sérstakan húsnæðisstuðning á grundvelli þess. Við flutning til Brynju tapaði hún þeim. Í Hæstarétti í júní 2016 var fallist á kröfur konunnar og talið að borginni hefði verið óheimilt að synja umsækjanda um sérstakar húsaleigubætur á þessum forsendum. Hófst borgin handa við að greiða bætur afturvirkt til þeirra einstaklinga sem sótt höfðu um en fengið höfnun.Daníel Isebarn Ágústsson, lögmaður Eftir stóð hins vegar hópur sem hafði aldrei sótt um eða verið vísað frá áður en til umsóknar kom sökum afstöðu borgarinnar. Í minnisblaði frá borgarritara segir: „Telja verður að allar líkur séu á að upplýsingagjöf borgarinnar hafi haft þær afleiðingar að einhverjir umbjóðendur ÖBÍ hafi ekki sótt um sérstakar húsaleigubætur.“ Á fundi borgarráðs í gær var samþykkt að veita sérstakar húsaleigubætur afturvirkt öllum leigjendum Brynju sem rétt á þeim áttu með afturvirkum hætti. Miðað er við fjögur ár frá uppkvaðningu dóms Hæstaréttar og út árið 2016 en nýjar reglur um sérstakan húsaleigustuðning tóku gildi í ársbyrjun 2017. Þeir sem telja sig eiga kröfu á borgina munu þurfa að senda inn umsókn þess efnis. „Þetta hefur verið hátt í tíu ára barátta. Í upphafi bentum við borginni á að þetta væri ólöglegt og sendum síðan inn beiðni um álit til innanríkisráðuneytisins. Það var ekki fyrr en endanlegur dómur lá fyrir að einhver hreyfing komst á þetta,“ segir lögmaðurinn Daníel Isebarn Ágústsson en hann sótti málið fyrir hönd ÖBÍ. „Þegar dómurinn lá fyrir tók við meira stapp. Fyrst stóð til að borga aðeins þeim sem áttu skriflega umsókn inni í kerfinu. Það gekk auðvitað ekki upp því við vissum um mörg dæmi þess að fólki hefði hreinlega verið snúið við í dyrunum þegar það ætlaði að sækja um,“ segir Daníel. „Við fögnum auðvitað þessari ákvörðun en hér er ekki um góðverk af hálfu borgarinnar að ræða heldur er verið að leiðrétta að hluta margra ára brot á réttindum fólks. Brotin ná yfir lengra tímabil en kveðið er á um í ákvörðun borgarráðs.“ Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins um kostnað vegna þessa segir að nú þegar hafi 171 heimili fengið alls 54 milljónir greiddar. Um er að ræða einstaklinga sem sótt höfðu um húsaleigubæturnar. Ekki liggi fyrir hve margir eigi rétt á greiðslunum eða hve mikið borgin mun þurfa að greiða í dráttarvexti. Búast megi hins vegar við því að kostnaðurinn verði „umtalsverður ef horft er til þess fjölda sem mögulega getur átt rétt á greiðslum“.Hér að neðan má sjá kvöldfrétt Stöðvar 2 um málið í gærkvöldi
Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Tengdar fréttir Allir leigjendur Brynju geta sótt um húsaleigubætur Í apríl lagði sjálfstæðisflokkurinn fram tillögu um að allir leigjendur ættu að fá bæturnar greiddar, óháð því hvort þeir hefðu sótt formlega um þær á sínum tíma eða ekki. 3. maí 2018 17:51 Fatlað fólk kerfisbundið brotið niður strax í grunnskóla Aðeins helmingur landsmanna telur að fatlað fólk njóti jafnra tækifæra í samfélaginu og minnihluti telur grunnskóla uppfylla þarfir nemenda með sérþarfir samkvæmt nýrri könnun Gallup. Formaður Öryrkjabandalagsins segir mikilvægt að efla skólana svo fatlað fólk sé ekki kerfisbundið útilokað strax frá barnsaldri. 3. maí 2018 19:00 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
Allir leigjendur Brynju geta sótt um húsaleigubætur Í apríl lagði sjálfstæðisflokkurinn fram tillögu um að allir leigjendur ættu að fá bæturnar greiddar, óháð því hvort þeir hefðu sótt formlega um þær á sínum tíma eða ekki. 3. maí 2018 17:51
Fatlað fólk kerfisbundið brotið niður strax í grunnskóla Aðeins helmingur landsmanna telur að fatlað fólk njóti jafnra tækifæra í samfélaginu og minnihluti telur grunnskóla uppfylla þarfir nemenda með sérþarfir samkvæmt nýrri könnun Gallup. Formaður Öryrkjabandalagsins segir mikilvægt að efla skólana svo fatlað fólk sé ekki kerfisbundið útilokað strax frá barnsaldri. 3. maí 2018 19:00